Intro:
Þetta litla stef lætur diskinn hljóma spennandi. Grípur mann allvega. Hugfangar mig allaveg. Fær mann til að leggja frá sér dagblaðið og fá störu. Fær mann til að keyra út af ef maður hlustar á þetta í bíl.
Rennur svo ljúft í lag tvo á diskinum sem er fyrsta smáskífan af laginu.
Glósóli:
Þetta er fyrsta lagið sem útvarpshausar fengu að heyra. Lofar góðu. Minnir mig örlítið á Ágætis Byrjun sem er mín uppáhaldsplata með Sigur rós. ( ) var góður en var samt ekki að heilla mig eins mikið og Ágætis Byrjun. Því var ég glaður að heyra þetta lag.
Textinn er mjög myndrænn og skemmtilegur (rétt eins og á Ágætis Byrjun) og er passar tónlisin mjög við lagið.
Svo verð ég að minnast á myndbandið sem er vægast sagt frábært. Gæsahúð óumflýjanleg þegar strákurinn lemur á trommunar rétt áður en þau hlaupa fram af klettinum. Pétur Pan fílingur í myndbandinu. Lagið öðlast meiri sjarma eftir að maður sér myndbandið.
Lokakaflinn er svo rúsínan í pylsuendanum. Ekki allveg það frumlegasta sem maður hefur heyrt með Sigur rós. Minnir mig á ákveðið lag með Godspeed you black empiror. En enga að síður unaðslegt eyrnakonfekt.
Hoppípolla:
Eitt besta lagið á diskinum. Mjög aðgengilegt fyrir fólk sem er ekki miklir Sigurrósar aðdáendur. Það er svo mikil bjartsýni í þessu lagi að maður hlustar á það brosandi. Aftur er eitthvað barnalegt og skemmtilegt við textann. Áhyggjuleysi æskunnar.
”Hoppa í polla.
Rennblautur
Í engum stígvélum”
Strengirnir og blásturshljóðfærin gera lagið síðan svo stórt og kraftmikið að það gjörsamlega fangar mann. Metnaðurinn og spilagleðin skín í gegn og gerir því lagið eins og ég sagði, eitt af betri lögum plötunar.
Með blóðnasir:
Lagið hét upprunalega “Hoppípolla afturábak” og er þá eins og nafnið gefur til kynna framhald af síðasta lagi.
Þetta lag er eitt af síðri lögunum á plötunni. Ég hef meira gaman af Jónsa þegar hann er að syngja texta. Þetta lag byggist mest á flottum trommum allskyns klukkuspilum. Lagið er einsleitt og stutt. Mætti allveg vera meira spennandi.
Sé lest:
Hljóðfærið sem nýtir sín hvað mest í þessu lagi er Celsesta og reikna ég með að nafnið á laginu sé dregið af því hljóðfæri.
Röddin hjá Jónsa er mjög skemmtileg í þessu lagi. Ekkert nýtt svo sem hjá honum en beitir henni meira sem hluta af tónlistinni fremur en flaggskip lagsins. Lagið er mjög stóru og flottu viðlagi með mjög skemmtilega útsettum strengjum. Einfaldleikin leyfir melódíunni að njóta sín og gerir það mikið fyrir lagið. Eitt af þessum lögum sem vinnur rosalega á við hverja hlustun. Frábær trompet og básúna í lokakaflanum. Eitthvað við taktinn sem minnir mig á skrúðgöngur og 17. júní. Helst þó einhverja hátíðagöngu í gamla daga.
Sæglópur
Poppaðasta lagið á plötunni. Frábært í alla staði. Skemmtilegt píanóriff sem er mjög grípandi. Söngurinn mjög einlægur og fallegur.
Mjög falleg og róleg melódía framan af með fallegu klukkuspili undir. Svo þegar að lagið nálgast miðju kemur eitt hinn frábæri fiðlubogi á gítarinn og “reverbið” allveg í botni og Sigur rósar “sándið” í algleymingi. Þungir og djúpir píanóhljómar fylgja svo taktfast undir og gera skemmtilegan drunga í lagið. Fyrir þá sem hafa ekki verið mikilir Sigur rósar aðdáendur ættu að hlusta á þetta lag þar sem það er mjög mjög aðgengilegt og hlustendavænt. Ég gæti trúað að þetta yrði næsti útvarpssmellurinn þeirra.
Milanó
Smá minni úr “Viðrar vel til loftárasa”. Lagið er lengi að byrja. Byrjar og einhverskonar feedback sem fær svo fallegt píanóstef og strengi í för með sér og loks kemur bassinn og söngurinn inn eftir circa tvær mínútur. Lagið heldur sig þó á rólegu nótunum. Þetta lag gæti allveg verið á síðustu plötu þeirra ( ). Mjög í anda þess.
Samt allveg frábært lag. Viðlagið minnir á eitthvað ævintýri. Einhverja fantasíu.
Þetta er langsta lagið á plötunni og hefði þó ekki þurft þess. Byrjun og endir er fyrir minn smekk of langur miðað við hvað miðjukaflinn er flottur.
Gong
Minnistæðasta lagið á plötunni. Alls ekki “sigurrósarlegt”. Byrjar og strengjum og afar poppuðum gítar.
Svo koma trommunar inn. Mér heyrist þetta vera allvöru trommur en virka mjög tölvulegar. Takturinn það er að segja.
Mér heyrist Jónsi syngja á þessari þrálátu vonlensku sem einkennti fyrstu plötu þeirra og svo auðvitað ( ). Það er stærsti gallinn við annars frábært lag.
Andvari
Þægilegasta lagið plötunni. Alls ekki grípandi en samt heillandi á ákveðinn hátt. Maður verður að hlusta. Hér syngur Jónsi klárlega á vonlensku. “jú sæló, jú særó” Fyrir minn smekk er það orðið allt of þreytt og stærsti gallinn við Sigurrós.
Samt er ég á þeirri skoðun að ef að lag er gott þá skiptir textinn engu máli. En ég vill samt hafa texta. Hafa allvöru tungumál.
Að öðru leyti er þetta lag mjög fallegt og seiðandi sem hefur mjög sérstök áhrif á mann.
Svo Hljótt
Þetta lag er eitt af betri lögum plötunnar. Enn og aftur er myndrænn texti sem smellpassar við lagið. Eitthvað við sönginn er mjög ólíkt öðrum lögum með þeim. Hann syngur ekki bara í falsettu og gerir það mjög vel. Mjög dáleiðandi rödd.
Enn og aftur fá trommunar að njóta sín og eru þær mjög flottar í uppbyggingakaflnum. Þetta lag er gott dæmi um spilagleðina sem einkennir diskinn.
Heysátan
Lokalag disksins. Þetta lag er mjög nálægt fullkomnun. Ekki það að það sé besta lagið á diskinum. En þetta lag er með öllu gallalaust. Ég get ekki sett út á það. Þetta er svo gott lag til að ljúka þessum frábæra disk. Textinn er eins og tónlistarvideo út af fyrir sig.
Ef diskurinn væri kvikmynd, eða jafnvel söngleikur þá er þetta hið fullkomna lokalagið. Þetta lag mætti heita takk. Það er svona “takk fyrir að hlusta” fílingur í gengum það. Þegar lagið er loks búið er maður hissa að það sé ekki klappað. Ef maður á að klappa fyrir disk þá er þetta hann.
Heildaútkoma disksins er ofar mínum væntingum. Ég bjóst við öðrum ( ) en varð mjög sáttur með þennan disk. Ekki skemmur artwokið á hulstrinu fyrir þar sem það er mjög flott og viðeigandi.
Við Íslendingar ættum að vera stoltir af þessum strákum sem eru að bera hróður okkar Íslendingar um allan heim.
Ég ætla að sleppa því að gefa stjörnur því þetta er ekki gangrýni. Þetta er umfjöllun.
Ég vil bara enda þetta með því að segja.
Takk Sigur rós