Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu Chris Cornell (reyndar fyrir mánuði síðan) að hann hafi gert samning við eftirstandandi meðlimi Rage against the machine. Þeir eru sem sagt formlega búnir að stofna hljómsveit saman og búnir að semja yfir 20 lög sem þeir eru sennilega byrjaðir að taka upp.
Í fréttatilkynningunni segir að þeir Rage menn séu þá horfnir frá pólitísku rapp rokki og ætla að snúa sér að harðara rokki með Cornell.

Maður bíður bara spenntur eftir að heyra eitthvað frá þeim.


http://www.chriscornell.com/main.html