Ég er algerlega ósammála þessu hjá þér viceroy, málið er það að Zack er algerlega fanatískur í sínum pólitísku hugsunum. Gott dæmi um það er saga sem ég heyrði um að hann hyrfi alltaf öðru hvoru og færi að berjst með einhverjum skæruliðum í suður ameríku. En hinir meðlimirnir voru þó ekki bara með til að græða pening, þeir fylgdu stefnu Zack að einhverju leyti þó að þeir hafi ekki gengið alveg eins langt og hann. Ég meina ekki var það Zack sem stóð einn fyrir utan kosningafund repúblikana og spilaði og söng til að láta handtaka sig. Þeir voru allir á sömu skoðun og þó að viti ekki nákvælega pólitíska skoðun hvers og eins þeirra, þá get ég allavega sagt það að Tom Morello er sá sem situr oftast fyrir svörum í spjallþáttum og spjalli á netinu. Og einnig var það Tom sem fór og hitti Muima í fangelsið sem hann er í.
Ef þú vilt ræða um alvöru sellout í tónlistarheiminum þá held ég að best væri að tala um Jamiroqai, sem söng um eitthvað green peace kjaftæði á fyrstu plötunni sinni, björgum hvölunum og eitthvað þannig rugl. Sú plata gerði hann frægan og eftir það hefur hann bara verið að rúnta um á “eyðslugrönnu” ferrari bílunum sínum og svo gefið út 3 aðrar plötur með engum boðskap.
En aftur að Rage, annað atriði í sambandi við boðskapinn, það er mjög erfitt að flytja boðskap í tólist án söngs. Og það er einnig mjög erfitt að finna arftaka Zack´s, þannig að það sem Tom, Tim og Brad ákváðu að gera var að hætta með Rage (þar sem hún er lítið án Zack) og gera eitthvað nýtt. Boðskapurinn lifir þó áfram á plötunum þeirra.
Og að lokum, farðu inn á urlið hér fyrir neðan og lestu vel það sem stendur þar. Svo geturðu svarað og beðið alla aðdáendur hljómsveitarinnar og meðlima hennar, afsökunar á ummælum þínum.
http://ultimate.infopop.com/~rageagainst/ubb/Forum19/HTML/000024.htmlRage rokkar og mun alltaf gera það!
http://www.ratm.com/