Ég verð að byrja þessa grein á því að leiðrétta smá miskilning sem að ég hef að einhverju leiti hjálpað til við að útbreiða, að Jello Biafra væri að flytja svokallað “Slam Poetry”, þetta er hreinn og beinn miskilningur þar sem ruglast var á orðunum “Spoken Word” og “Slam Poetry”.
Ég verð að segja það að ég vissi hreint ekkert við hverju var að búast þegar ég gekk inn um dyrnar á Gauknum í gær… ég mátti búast við bið.
Um klukkan hálf-ellefu leytið þá kom maðurinn loks á svið, og hann var svo venjulegur! Ég hafði búist við þessum útbrunna pönkara sem að keðjureykti og væri með bjór á sviðinu, einhverskonar sambland af Denis Leary og Iggy Pop.
En nei, hann var svona týpískur Bandaríkjamaður í útliti, svartar innvíðar gallabuxur, ródeó-skyrta og frekar hátt enni var það fyrsta sem ég tók eftir.
Hann byrjaði með létt spaug, skot á Bandaríkjaforseta bæði núverandi og eldri en síðan fór umræðan að taka á sig alvarlegri mynd og þetta tók á sig hálfgerða fyrirlestrarmynd, en sama hvað maðurinn talaði um þá hafði hann eitthundrað prósent óskerta athygli áhorfenda.
Hann skaut auðvitað fyndnum skotum inn á milli til þess að halda fólki við efnið, en ég hef sjaldan eða aldrei STAÐIÐ á sama stað í
tvo og hálfann tíma án þess að hreyfa mig um fet og hlustað af svona miklum hug á einhverja manneskju.
Hann talaði um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, NATO, heimsókn bandaríkjaforseta til Evrópu, stórfyrirtæki og margt fleira… hluti sem maður er ekki venjulega að spá í afþví að yfirvöld vilja ekki að maður spái í þessum hlutum, þau vilja að maður hunsi þessa hluti svo að þau geti gert eins mikið og þau vilja óáreitt.
Ég verð að segja það að þessi fyrirlestur sem hann hélt var upplifun, ég er nokkuð viss um það að margir hafi gengið út af Gauknum með breyttann eða allavegna skýrari hugsunarhátt á því hvað er að gerast í heiminum í dag.
Ég veit að ég gerði það…
- Pixie