Ég er búinn að lesa nokkrar greinar þar sem talað er um nokkra misgóða gítarleikara. Og ég hef orðið nokkuð pirraður á þessum greinum og ég hef hlegið mig í svefn á nokkrum svörum og comebackum.
Til dæmis er ein grænin um það að Daron Malakian gítarleikari System of a down eða S.O.A.D eins og sumir vilja kalla það sé lélegri enn Gítartríó Iron Maiden eða bara Maiden. Í fyrsta lagi eru þetta tvær mismunandi týpur af tónlist Heavy Metall(Maiden) sem uppbyggist á flóknum og erfiðum riffum og sólóum í hverju einasta lagi og svo blöndu af Armenskri þjóðlagatónlist og rokki (mesta lagi metali).
Svo er það líka að pirra mig voða að fólk sé að segja að Kurt Cobain (megi hann hvílast í friði) sé 4 besti gítarleikari alls tíma hef lesið þetta á mörgum mismunandi könnunum og þannig hlutm.
Hann Kurt var góður lagasmiður og kunni á sitt hljóðfæri enn hann er svo sannarlega ekki 4 besti gítarleikari alls tíma ég get ekki gert uppá hver það er enn margir hafa rifist umm þetta á mörgum mismunandi spjallsíðum og forritum.
Þetta er alveg eins með söngvara margra mismunandi hljómsveita eins og hjá S.O.A.D og Maiden (tekið úr sömu samræðum og með gítarleikara S.O.A.D og Maiden.) að segja það að hann Serj Tankian hljómi eins og smástelpe þegar hann getur sungið með frekar djúpri röddu.
Svona rifrildi milli Metal aðdáanda fer laveg voðalega í taugarnar á mér.