En hvað um það, sveitin er á leiðinni hingað til lands aftur í ágúst, 15. ágúst eru þeir bókaðir á Gaukinn.
Þessi hljómsveit er reyndar ein af mínum allra uppáhaldssveitum og hef ég verið að hlusta á og pæla í tónlist stíft síðustu 15 árin, þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur eftirvæntinguna hjá mér fyrir að sjá þá hérna.
Tónlistin sem þeir spila er að upplagi melódískt rokk/þungarokk en þó með vissum formerkjum. Eftirfarandi er tekið af íslenskri heimasíðu sveitarinnar:
“Hljómsveitin er einfaldlega að skapa eitthvað nýtt og frumlegt, þó svo að þeir séu kannski ekki alveg lausir við áhrif frá öðrum hljómsveitum. Meðal hljómsveita sem þeim hefur verið líkt við má nefna: Faith No More (mjög algengt að menn nefni þá), Simon & Garfunkel, Dream Theater, Meshuggah, Kansas, Tori Amos, Andrew Lloyd Webber, Queensrÿche, Styx, Wishbone Ash, King's X og Skunk Anansie, allt þetta þrátt fyrir að þeir spili þungarokk.
Tónlistarstílnum má e.t.v. enn frekar lýsa sem samblöndu af djassi, funk, soul, melódísku hardrokki og svo gamaldags heavy metal og lög þeirra eru oft á tíðum mjög epísk, en samt persónuleg og taka hlustandann heljartaki frá upphafi til endis. Málið er nefnilega að hljómsveitin hefur á að skipa framúrskarandi hljóðfæraleikurum sem geta keyrt allt upp, fönkað og djassað tónlistina eina mínútuna, og þá næstu skipt alveg um gír með rólegum og tilfinningaríkum köflum þar sem söngur og einstaka hljóðfæri ráða ríkjum - og allt þar á milli.”
Ennfremur er nýjasta afurð sveitarinnar, The Perfect Element part I, búin að fá frábæra dóma hjá íslenskum tónlistargagnrýnendum, m.a. Birki Viðarssyni, einum af tónlistargagnrýnenda Undirtóna sem skrifar:
“Þessir menn eru ekki hægt! Á meðan að það sýður yfir í hugmyndapotti POS þá fara þeir einhvernvegin að því að halda manni spenntum allann tímann og bíða til að sjá hvað gerist næst. Þegar menn eru svona yfirmátafærir hljóðfæraleikarar og hafa á að skipa framúrskarandi söngvara sem spannar allann tilfinningaskalann á meðan hann gælir við gítarinn þá er ekki annað hægt að segja en ”vá“. Hvernig tekst þeim upp á tónleikum? Tónlsitin getur verið ofur grípandi og angurvær á sama tíma og hún lætur manni líða eins og inní fellibil tónlistastefna en alltaf er maður í öruggum höndum… Þetta er band sem enginn alvöru tónlistarunnandi ætti að láta framhjá sér fara.”
Heimasíðan, http://www.islandia.is/shogun var sett upp fyrir tónleika þeirra hérna í febrúar en þar er að finna kynningu á hljómsveitinni og ein fjögur lög af plötum þeirra í mp3 formati.
Ég hvet ykkur eindregið til að kynna ykkur þessa sveit - enda ekki oft að það koma hingað til lands sveitir sem leggja eins mikinn metnað í tónlist sína og Pain of Salvation.
Þorsteinn
Resting Mind concerts