Það hafa nokkrir íslenskir aðilar tekið nýjustu afurð þeirra þjáningarfrelsismanna til umfjöllunar og hér eru tvær. Sú fyrsta er frá Birki Viðarssyni, einum af gagnrýnendunum fyrir Undirtóna, og söngvara Hardcore sveitarinnar I Adapt (PoS er EKKI hardcore) og hin er eftir Kristján B. Heiðarsson, en hann er af mörgum talinn einn mesti metal snillingurinn hér á landi, þar sem hann var aðalmaðurinn í hinni frábæru Shiva frá Akureyri og er núna aðalmaðurinn í hljómsveitinni Changer (sem spila flott melódískt dauðarokk í Gothenburg metal stílnum). Umsögn Kristjáns er einnig að finna á www.dordingull.com vefnum og er tekin þaðan.
Og umsagnirnar:
——————
Pain Of Salvation - The Perfect Element, part I
“Þessir menn eru ekki hægt! Á meðan að það sýður yfir í hugmyndapotti POS þá fara þeir einhvernvegin að því að halda manni spenntum allann tímann og bíða til að sjá hvað gerist næst. Þegar menn eru svona yfirmátafærir hljóðfæraleikarar og hafa á að skipa framúrskarandi söngvara sem spannar allann tilfinningaskalann á meðan hann gælir við gítarinn þá er ekki annað hægt að segja en ”vá“. Hvernig tekst þeim upp á tónleikum? Tónlsitin getur verið ofur grípandi og angurvær á sama tíma og hún lætur manni líða eins og inní fellibil tónlistastefna en alltaf er maður í öruggum höndum… Þetta er band sem enginn alvöru tónlistarunnandi ætti að láta framhjá sér fara.”
Birkir Viðarsson
——————
Pain Of Salvation - The Perfect Element, part I
www.painofsalvation.com
InsideOut 2000
Pródúserað af Anders “Theo” Theander, Daniel Gildenlöw og Pain Of Salvation
12 lög
Í janúar síðastliðnum fóru að heyrast raddir sem sögðu að til landsins væri að koma sænsk þungarokkshljómsveit sem myndi halda tónleika hér og trylla landann. Ég var einn margra sem heyrðu þessar raddir, og fór því að kanna hvað væri til í þessu. Sænskt þungarokk er oftar en ekki mun frambærilegra en afurðir annarra norðurlanda og þótt víðar væri leitað, og því vaknaði forvitni mín af værum blundi þegar ég komst að því að blessaðar raddirnar hefðu eitthvað til síns máls. Umrædd hljómsveit var Pain Of Salvation (oft skammstafað PoS), og ég verð að viðurkenna að ég hafði nú barasta aldrei heyrt á hana minnst fram að þessu.
Og þvílík snilld sem ég hef farið á mis við vegna þess!!! Eftir frekar misheppnaða tónleikatilraun á Kaffi Reykjavík (sem var að engu leiti Pain Of Salvation að kenna) keypti ég af þeim nýjasta disk þeirra; The Perfect Element, part I; og varð svona líka heillaður af honum að annað eins hefur ekki gerst hjá mér í … tjah … ansi langan tíma. Áður hafa þessir kátu piltar gefið út tvo diska, Entropia (1997) og One Hour By The Concrete Lake (1998), og eru þeir nú mjög ofarlega á óskalistanum mínum.
Sumir hafa líkt Pain Of Salvation við Faith No More, og ég get svo sem skilið það að mörgu leiti, Fredrik Hermansson hljómborðsleikari Pain Of Salvation hefur sjálfsagt eitthvað stúderað Roddy Bottum, hljómborðsleikara Faith No More. Enda ekki leiðum að líkjast…
Það er einkum í fyrsta laginu, Used, sem þessi áhrif koma fram, en eftir það opinbera Pain Of Salvation sinn eigin stíl og hafa ekkert til að skammast sín fyrir. Ashes, þriðja lag disksins, er eitt mest grípandi lag sem ég hef heyrt lengi, og til dæmis um það má nefna að ég var gólandi það í tíma og ótíma í u.þ.b. tvær vikur samfleytt, og tókst næstum að gera samstarfskonur mínar brjálaðar…
Tónlist Pain Of Salvation er ekki mjög aðgengileg fyrir þá sem ekki hafa hlustað eitthvað á svokallað progressive metal, en samt eru einhverjir töfrar við þá sem fá ólíklegusta fólk til að sperra eyrun. Kannski sú staðreynd að hljómsveitin er ekki neitt framúrskarandi þung, heldur leggja þeir áherslu á að semja vandaða tónlist með nógu af grípandi melódíum. Pain Of Salvation eru væntanlegir til Íslands aftur í sumar (í þetta skiptið spila þeir vonandi á tónleikunum…) , og gefst þá kjörið tækifæri fyrir efasemdarmenn að láta sannfærast.
Pain Of Salvation er hljómsveit sem ég eindregið mæli með, ekki bara fyrir þungarokkara, heldur alla sem hafa gaman af að hlusta á vandaða og vel spilaða tónLIST.
Eftir hverju ertu að bíða? …
Hápunktar: Ashes, Morning On Earth, Reconciliation, The Perfect Element.
HNEFI
Kristján
————–
Sjá einnig eina aðra umsögn um umrædda plötu á http://www.hugi.is/metall/greinar.php?grein_id=22129
Resting Mind concerts