Þeir sem hafa hlustað á meira en þennan 20 laga repeat lista á X-inu, held ég viti nú hverjir The Pixies eru!! :)
Hljómsveitin varð til þannig að Black Francis (einsog hann kallaði sig þá) fór sem skiptinemi til Puerto Rico (þess vegna eru sum lög þeirra á spænsku). Hann snéri síðan aftur eftir hálft ár til USA.
Þá ákvað hann að stofna hljómsveit með Joey Santiago sem hann kynntist í Boston. Þá auglýstu þeir í dagblaði eftir gítarleikara sem varð að fíla Husker Du (?) og Peter,Paul & Mary (?). Eina manneskjan sem svaraði var hún Kim Deal !. :)
Þau skelltu síðan saman 18 lögum á teip á 1 degi og reyndu að fá útgefna. Það var síðan Breska fyrirtækið 4AD sem uppgötvaði þá og gaf út 8 lög af þessu teipi þeirra óbreytt undir nafninu “Come on pilgrim” (sem mér finnst eiginlega vera þeirra besta plata).
hérna er linkur á síðuna hans Árna Viðars þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um MJÖG margar skemmtilegar hljómsveitir. :) Prufið að kíkja á hann!.
http://www.freebox.com/arnividar/http://www.freebox.com/arnividar/pixies.htmlHérna eru textar flestra laga The Pixies. Sem eru sumir furðulega skemmtilegir. :)
http://www.azlyrics.com/p/pixies.html