Þessi hljómsveit sem við þekkjum öll sem Sigur Rós er sennilega næsta stórgrúppa Íslands síðan að Sykurmolarnir voru og hétu.
Þeir eru þegar búnir að taka Bandaríkin með trompi og fólk fær gersamlega ekki nóg af þeim þarna fyrir vestan haf, þó svo að enginn skilji það sem þeir eru að syngja því að allt er þetta (ennþá) sungið á íslensku. Ágætis byrjun rokselst þar sem hann er ennþá til útí Bandaríkjunum og ef maður hittir Bandarískann háskólanema hér á klakanum þá er þetta (Sigur Rós) líklega það fyrsta sem hann spyr þig um!
Sigur Rós hafa nú verið “heimsfrægir” í nokkur ár hér á Íslandi og hófst það með fyrstu breiðskífu þeirra, Von sem kom út árið 1997, en með tilkomu seinni breiðskífu þeirra, Ágætis byrjun þá hafa þeir skotist á stjörnuhimininn á ekki svo löngum tíma miðað við það að hún kom út í Bretlandi árið 2000.
Þeir eru búnir að koma fram í öllum stærstu tónlistartímaritum heims, t.d. Select, Q, NME, MelodyMaker, Dazed&Confused, Face, Sleazenation og The Rolling Stone!!
Einnig hafa þeir hlotið umfjallanir í hefðbundnum dagblöðum í Ameríkunni og í Bretlandi, þar er hægt að nefna The Sunday Times, The Guardian og nú seinast í The Economist þar sem þeir voru á menningarsíðu blaðsins þar sem þeim er lýst svona:
“Tónlist Sigur Rósar er hlaðin þvílíkri fegurð að nærri liggur við sturlun.”
Ég tók líka eftir því á reykjavík mini festival að nýja efnið þeirra er bæði harðara og mýkra - það er að segja, þeir teygja meira á manni, þeir fara hærra upp og lægra niður á tilfinningaskalanum, mér leið eins og ég myndi brotna niður og eins og ég svifi á skýji, aldrei áður hefur tónlist snortið mig jafnt djúpt, ekki taka þessu þveröfugt ef það hljómar svoleiðis, ég elska tónlist og ég hlusta einungis á tónlist ef hún kemur við einhverjar taugar á mér.
Maður á ekki bara að heyra tónlist, maður á að finna fyrir henni og það er það sem tónlist Sigur Rósar gerir…. hún hreyfir við manni.
- Pixie