Peter Doherty fæddist þann 12. mars 1979 í Hexham á Englandi. Hann var næstelstur þriggja barna og eyddi æsku sinni meira og minna í að flytja ásamt foreldrum sínum út um allt England og líka eitthvað til annarra landa. Þrátt fyrir óstöðugleika hans í uppeldinu var hann fyrirmyndarnemandi og útskrifaðist úr skóla með toppeinkunnir sem að gáfu honum kost á að komast í einn virtasta háskóla Bretlands, Lundúnarháskóla.
Líf hans tók aðra stefnu þegar að hann hitti Carl Bart, vin systur sinnar í fyrsta sinn. Þeir höfðu báðir mikinn áhuga á tónlist og urðu góðir vinir. Þeir ákváðu síðan að hætta í skóla og stofna hljómsveit sem að bar nafnið The Libertines. Þegar að The Libertines var stofnuð voru BritPop sveitir eins og Oasis og Blur vinsælastar í Bretlandi en Peter og félagar breyttu því og hafa margar hljómsveitir á borð við The Libertines komið fram á sjónarsviðið á síðustu árum.
Fyrsta smáskífa drengjanna, 'What a Waster' komst inn á Topp40 á Breska vinsældalistanum þrátt fyrir að hafa ekkert verið spiluð á aðal ‘mainstream’ stöðunum í Bretlandi. Árið 2002 gáfu þeir út breiðskífuna 'Up The Bracket' sem að varð gífurlega vinsæl og lögin Vertigo, Death on the Stairs, Up The Bracket, I Get Along og Boys in the Band voru mikið spiluð á helstu rokkstöðvum Bretlands.
Eftir þessa velgengni byrjaði Peter að nota ýmis eiturlyf, meðal annars heróín og sökk djúpt í ruglið. Hann yfirgaf The Libertines árið 2003 eftir heiftarleg rifrildi og stofnaði þá hliðarverkefnið Babyshambles ásamt því að semja helling af lögum og að eignast son með söngkonunni Lisu Moorish úr hljómsveitinni Kill City. Hann sneri síðan aftur til strákanna í Libertines snemma árs 2004 og tók upp aðra plötu með þeim sem að var nefnd eftir hljómsveitinni. Þessi plata þótti einnig mjög fersk og fyrsta smáskífan, 'Can't stand me Now' komst hátt á Breska listanum. Eftir að hafa gefið þessa plötu út hætti hann í The Libertines og fór að einbeita sér að Babyshambles og gaf út smáskífuna 'Killimangiaro' með þeim í nóvember sem að varð gífurlega vinsæl og náði öðru sæti breska vinsældalistans í desember á eftir Bono og félögum í Band Aid verkefninu.
Eftir þessa velgengni hafa Babyshambles verið að spila á hátíðum og hafa fengið góðar viðtökur hvar sem að þau fara. Þeir koma meðal annars og spila hér á Íslandi á Icelandic Airwaves í október. Ég mun ekki láta mig vanta þar.
Pete Doherty er magnaður lagahöfundur og textasmiður og er ein skærasta stjarnan í tónlistarheiminum í dag þó að blaðaumfjöllunin um hann sé frekar neikvæð. Hann er kannski dópisti en það kemur ekki í veg fyrir að hann geri frábæra tónlist sem að allir ættu að kynna sér.