Fæstir hafa væntanlega heyrt um þennan frábæra listamann þannig það er kannski best að segja aðeins frá henni.
Chan Marshall hafði alist uppí tónelskandi fjölskyldu og var faðir hennar píanisti að atvinnu. En ekki gekk alltof vel hjá henni í skóla hugsanlega vegna mikilla flutninga fjölskyldunnar og hún varð svokallað “High-school drop out” eftir það byrjaði hún að spila tónlist undir nafninu Cat Power í New York. Það virtist ganga nokkuð vel hjá henni og hún var fengin sem upphitunaratriði fyrir Liz Phair sem margir ættu að kannast við. Þar kynntist hún trommaranum í Sonic Youth honum Steve Shelley og Tim Foljahn í hjómsveitinni Two Dollar Guitar og ákvaðu þeir að spila undir hjá henni. Núna byrjuðu hjólin að snúast hjá Chan og gaf hún út plötuna Dear Sir árið 1995 og síðan Myra Lee 1996 en þessar plötur er því miður ekki hægt að kaupa á Íslandi.
Eftir þetta fékk hún plötusamning hjá Matador Records og gaf út 1996 þriðju plötu sína What Would the Community Think? Á eftir henni fylgdi Moon Pix (1998) og svo The Covers Record (2000) á henni tekur hún bara cover af lögum eftir aðra tónlistamenn og reyndar eitt sem er eftir hana og síðast en alls ekki síðst You Are Free (2004). You Are Free er áræðanlega besta platan, allavega fyrir þá sem eru að komast inní tónlistina hennar. Við þetta allt saman má bæta við Speaking For Trees (2004) sem er dvd diskur með henni og búinn til af Mark Borthwick en þessi diskur er vægast sagt sérstakur.
Cat Power er þekkt fyrir að vera annaðhvort frábær eða heldur léleg á sviði….sem er hálfger synd því hún er með eina fallegustu rödd sem hefur heyrt í indie-rokki að mínu mati.
Núna er komið að aðalatriðinu í þessari grein sem er einmitt að það er staðfest að hún komi til landsins samkvæmt mbl.is
einsog má sjá hér: http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1147247
En að mínu mati er þetta heldur léleg umfjöllun um hana sérstaklega þar sem stendur “frumlega og skemmtileg rokktónlist” því skemmtileg er kannski ekki rétta orðið því þetta er mjög tilfinninga þrungið og djúp tónlist þó svo að hún sé vissulega skemmtileg og góð afþreying fyrir þá sem fíla hana. Vegna þess að mér fannst þetta svo léleg umfjöllun þarna varð ég að reyna að gera eina aðeins betri hérna og um leið hvetja alla indie áhugamenn og bara hvern sem er til að mæta á þessa tónleika því þetta er frábær tónlistarmaður og það er hreinlega ekki svo algengt að svona semi frægir tólistar menn koma hingað.
Vonandi var þetta ykkur til fróðleiks og vonandi verður þessari grein ekki hent á korka því þá vil ég frekar endurskrifa hana og svona í endann ætla ég að mæla með nokkrum lögum með henni:
Good Woman,
Nude as the News,
He War,
Rockets,
Maybe not,
Metal Heart,
og Fool svo fáein séu nefnd.