Ég er hálf smeikur við að pósta þessu.
Allir þekkja orðið bresku hljómsveitina Radiohead sem fyrir skömmu gaf út sína fimmtu breiðskífu, Amnesiac og hafa margir sennilega legið yfir henni, pælt, spekúlerað og jafnvel komist að niðurstöðu um ágjæti hennar, hvort sem hún er meistaraverk eða ekki.
Það er kannski best að koma því frá að ég “elska” Radiohead og Amnesiac hefur verið í stanslausri spilun síðan ég fékk hana í gær (góð plata).
Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er að mér finnst þónokkuð margir vera ofmeta hljómsveitina, ég fór inná “Rolling stone” heimasíðuna og las þar fullt af gagnrýnum frá lesendum en það mætti alveg segja að stór hluti þeirra sé “obsessed” með Radiohead og því flóknari sem tónlistin er því betra, svo það er pælinginn hjá mér, hafa mörg ykkar svona “weird = brilliant” formúlu í gangi?
Radiohead eru vissulega frumlegir, því neita varla margir (einhverjir samt) en nýlega er það oftast einhvernskonar “studio trickery” sem gerir Radiohead frumlega frekar en sjálfar lagasmíðarnar, eina virkilega frumlega laglínan á Kid A er í “Everything in it´s right place” annars eru það oftast ýmist hljóð eða hljóðfæraskipanin sem gerir Kid A að frumlegri plötu.
Er það snilligáfa, að dunda sér í rólegheitunum við útsetningar, eru lagasmíðarnar ekki aðalatriðið?
Þið sem hlustið helst á Radiohead vegna þess að þeir eru frammúrstefnulegir eða óvenjulegir getið gert miklu betur, það er til fullt af hljómsveitum og tónlistarmönnum sem rúlla Radiohead upp hvað varðar tilraunamennsku en á móti kemur að það er oft lítið sem ekkert innihald í þeirri tónlist (Yoko Ono er gott dæmi um þetta), satt að segja efa ég að Radiohead eigi skilið sæti meðal 20-50 frammúrstefnulegustu hljómsveita sögunnar.
Best að ítreka það að Radiohead er að mínu mati besta hljómsveitin í heiminum í dag, en enginn hljómsveit er heilög, sérstaklega ekki hljómsveit eins og Radiohead sem vill láta taka sig alvarlega svo það er í lagi þó ég sé ekki slefandi yfir öllu sem þeir gera og þó mér finnist Kid A og Amnesiac ekki innihalda alveg jafn góðar laglínur og The Bends eða Ok Computer þá er ekki eins og það sé mikil yfirlýsing því þær tvær hafa að mínu mati margar af bestu laglínum tíunda áratugarins, eins og ég sagði er Amnesiac búinn að vera nánast á replay síðan í gær.
Málið er að það er alveg hægt að gera tilraunakennda tónlist og haft hana í leiðinni grípandi en það er svolítið eins og Radiohead hafi gleymt því, hið frábæra Paranoid android var álíka auðmeltanlegt og Spice girls, maður drakk það í sig við fyrstu hlustun en þetta nýja efni þarfnast nokkurra hlustana, en það er ekkert endilega gott, það þýðir ekki að tónlistin sé dýpri, Kid A er ekki djúp plata þó maður þyrfti nokkrar hlustanir við hana en núna er ég búinn að venjast Amnesiac og hún virkar svipað góð og The Bends kannski betri, en samt ekki jafn góð og Ok Computer.
Þetta er orðið svolítið löng pæling miðað við að þetta er eiginlega enginn pæling lengur heldur bara eitthvert tuð.
Það er best að ég endurtaki undirskriftina sem ég nota á korkunum “ég er ekki að móðga ykkur svo að þið skuluð ekki móðga mig” því hér eru kannski ótal manns sem telja það guðlast að tala ílla um Radiohead og PLÍS ekki segja að ég sé einhver bjáni sem kunni ekki að meta flókna og alvarlega tónlist og ætti bara að halda mig við píkipoppið því það er alls ekki þannig.