Flestir ættu að þekkja íslensku rokkhljómsveitina Maus, sem hefur skemmt landanum í rúm 10 ár með frábærum laga og textasmíðum sínum. Ég er mikill aðdáandi Maus og mér þykja allar plötur þeirra frábærar en ein stendur upp úr, þriðja plata Maus, Lof mér að falla að þínu eyra og ég ætla að segja stuttlega frá þeirri plötu núna.

Það sem einkennir þessa plötu er að mínu mati magnaður hljómborðleikur (enda er enginn annar en Roger O´Donnell, hljómborðleikari The Cure sem að spilar á það með Mausliðum á þessari plötu), hressandi söngur (ef maður ætlar að fíla Maus þá verður maður að fíla sönginn hans Bigga) og það sem að heillar mig mest við hana, frábær trommuleikur. Gítarsólóin, sem eru reyndar ekki mörg, hrífa mig líka mjög mikið (sérstaklega það sem er að finna í “Égímeilaðig”). Textasmíði Bigga er einnig “ofurnæm” eins og einn vinur minn myndi orða það.

Þessi plata er að mínu mati besta íslenska platan sem hefur verið gefin út, þó að Sigur Rós höggvi þar nærri með meistaraverki sínu, Ágætis Byrjun og að Bang Gang geri hið sama með plötunni Something Wrong.

Lof mér að falla að þínu eyra er mögnuð plata og ég hvet alla til að fjárfesta í henni (eða að downloada henni af netinu, ef að eitthvað skortir upp á peninginn, en kaupa hana síðar ef að þér lýst eitthvað á gripinn.) ;)

Hér eftir koma lýsingar á lögum plötunnar sem eru 10 talsins og hvert öðru betra.

1. Síðasta ástin fyrir pólskiptin 4:08
Þetta lag er eitt af betri lögum plötunnar, einstaklega kraftmikið og það sem einkennir það er skemmtilegur trommutaktur og grípandi viðlag sem að festist í höfðinu á manni og maður byrjar að raula við hin ýmsu tækifæri.

9/10

Textabrot

“svo skríð ég taktlaus til leiks, orð mín eru litlaus og smeik
þau deyja svo löngu áður en ég kem þeim út úr hausinum á mér.
ég næ því engann veginn að smyrja hana í fangið á mér,
ég næ því engann veginn að leika um hana alla.
ég spái heimsendi af því ég veit að þessi jörð er ekki nógu stór fyrir okkur tvö,
nema að við séum eitt.”


—————–

2. 90 kr. perla 2:29


Ég ætla bara að byrja á því að segja að ég er ástfanginn af þessu lagi. Ég get hlustað á það aftur og aftur án þess að þreytast á því. Þetta er snilldarlag, þó aðeins í styttri kantinum, en þrátt fyrir það er þetta snilldarlag. Textinn er líka ekki jafn útpældur og á hinum lögum plötunnar en gítarriffið bætir það upp og vel það.

9/10

Textabrot


“og ég finn það núna, að ég er að missa trúna
á að það sem er gott, það seljist…”



——————–

3. Poppaldin 4:42


Magnað lag alveg hreint, magnaður hljómborðsleikur og gítarleikur er það sem að maður tekur fyrst eftir. Síðan er það textinn.. frábært texti alveg hreint. Fjallar um einhverja stúlku, og samband við hana.

8,5/10

Textabrot

"og á næturna mig dreymir,
að þú hvíslir til mín,
að þér hafið verið rænt af manni
sem girndist augu þín.
og á næturna mig dreymir,
að hann rækti aldintré
og þyki þú góður áburður.

og nú grafinn djúpt, djúpt ofan í garði,
undir aldintré með vondu bragði,
og þó þú hvílir við þess rætur
ber það engan ávöxt,
því einmana stúlkur eru aum næring fyrir aldintré.
og ég veit að þú ert eins og aldintréð,
visnuð eftir ævilanga vanrækslu,
plantað niður á sama staðnum endalaust,
og bíður þess að springa út."

————————–

4. Égímeilaðig 3:31

Frábært lag sem að fjallar um internetið og hvernig að fólk getur verið allt annað en það er í raun í gegnum það. “og ég ímeila þig og ég segi þér allt,
sem ég vil án þess að svipur minn segi þér satt.”

8.5/10

Texti

“ ég vil aldrei, aldrei aftur heimsækja þig.
og ég vil aldrei aftur að þú heimsækir mig.
því nú loksins, loksins á ég vin sem skilur mig.
og ég vil aldrei, aldrei aftur snerta þig.

og ef þú vilt nálgast mig,
með eitthvað sem angrar þig,
sendu mér brostið hjarta í gegnum internetið.

og hver sem þú nú ert
þá erum við öll tengd hér sterkum tengslum,
og ég ímeila þig og ég segi þér allt,
sem ég vil án þess að svipur minn segi þér satt.”

————————

5. Hreistur og slím 4:16

Þetta lag er alveg brjálað, frábær melódía, geggjaður bassaleikur og góður texti gera þetta að einu besta lagi plötunnar. Textinn fjallar um einhverja stúlku, eins og svo margir textar hans Bigga.

9/10

Textabrot


“hún hefur allt sem snákar þrá,
og hún hefur allt allt allt sem ég vil fá.
hún hefur allt sem snákar þrá,
hún hefur bæði hreystur og slím.”

———————-

6. Ungfrú Orðadrepir 4:43

Þetta vil ég meina að sé besta lag plötunnar og jafnvel besta lag Maus. Frábær gítarleikur, svakalega góður texti og grípandi viðlag færa þetta lag klassa ofar en önnur lög á þessari plötu. Eitt af mínum uppáhaldslögum.

10/10

Textabrot

“en ”algjör þögn er best“,
svo sagði doktorinn,
svo ég tek úr mér tunguna og treð henni inn í eyrun.
og hvar stend ég nú, hvar stend ég nú?
er ég nægilega innihaldsríkur fyrir þig?
og nú ég heyri engan mun á hávaða eða hljóði,
og nú ég heyri engan mun á hljóði eða þögn.

svo ég held í mér andanum,
það er erfitt að geyma það sem ég vil gleyma.
ég held í mér andanum,
því ef ég segi ekki orð þá frem ég engin morð.
ég held í mér andanum,
það er erfitt að gleyma því sem ég vil geyma.
ég held í mér andanum”


————————-

7. Kristalnótt 4:18

Eitt af betri lögum plötunnar, hljómborðsleikurinn er alveg frábær, viðlagið er grípandi og gítarleikurinn er alveg frábær. Textinn er auðvitað útpældur og skemmtilegur.

9.5/10

Textabrot

“ haltu þér fastar í mig,
við erum ekki enn fulkomlega samvaxin.
haltu þér fastar í mig,
og ég skal reyna að hafa vit fyrir okkur báðum.
ég skal gefa þér gull, silfur og völuskrín.
gefa þér allt og alla sem þarfnast þín,
ég myndi gefa þér allan heiminn, væna!
ef þú næðir utan um hann.
haltu þér fastar í mig,
kysstu mig fljótt haltu í mér síðasta andanum.

en ef þú sleppir, missir takið,
verður það sem hamarshögg á kristalnóttu.
þar sem flísar fljúga og sökkva í augun sem blóðtár.
og ef þú vilt þá skal ég ljúga að þér:
” já ,ef þú vilt þá skal ég standa hér kyrr
og eitt, já aðeins eitt, ég vil aldrei enda aleinn “.”

——————-

8. Halastjarnan rekst á jörðina 3:36

Byrjunin á þessu lagi er alveg bráðfyndin, nenni samt ekki að útskýra það nánar, hlustaðu bara á lagið ;). En þetta er mjög gott lag, skemmtilegur trommuleikur og gítarleikur alveg eins og best gerist. Slappasta lag plötunnar þó að það sé ótrúlega gott.

8/10

Textabrot

“ dreptu mig fljótt, tæmdu mig.
sjáðu mig fljótt, eldast.
lifðu mig fljótt, upp til agna.
en dreptu mig fljótt því halastjarnan rekst á jörðuna.

þú hefur legið í dvala í rúm tvö þúsund ár,
okkur finnst nú kominn tími fyrir þig að byrja að anda á ný.”

9. Tvíhöfða erindreki 4:23

Gott lag, byrjar rólega með fallegum söng en síðan kemur kafli sem að er að öllu hressari en svo er það rólegt alveg út lagið, mjög flott lag. Trommuleikurinn er alger snilld í því.

8.5/10

Textabrot

“ef þú skyldir deyja í dag
þá fel ég mér það hlutverk að stöðva allar klukkurnar,
sem umluku þig svo lengi.
ég lími augnablik þín föst á striga
og brenni slúður um þig.
en ég kafna á reyknum,
því þú ert köggull djúpt í hálsi mér.
og ég kem þér aldrei niður,
ég fæ aldrei oftar að melta þig..”

——————–

10. Ryðgaður geimgengill 9:14


Helvíti gott lag, góður trommuleikur, góður gítarleikur og áberandi góður hljómborðsleikur. Textinn er nú samt það besta við það að mínu mati. Síðustu 3 mínúturnar af þessu lagi eru fallegur insrumental kafli sem að setja punktinn yfir i-ið á þessari frábæru plötu.

9/10

Textabrot


“halló, manstu ekki eftir mér?
ég var gallaði gripurinn af heildinni.
en nú er víst búið að siða mig,
endurfæða mig inn að ykkar mynd.

já, svona er nú tískan,
hún er maðkurinn sem við krækjum á öngulinn.
og þó bíti enginn á,
jafnvel þó það narti enginn,
þá slepp ég með allar vonir og þrár.

því ég er ryðgaður geimgengill,
aðeins blíðkaður væskill.
ég er afsprengi umhverfisins,
og haga mér bara eins og ég einn kann.

og ef tískan kæmi skríðandi til mín,
ég myndi slíta hana í tvennt.
bara til þess eins að fylgjast með
hvort báðir hlutar lifi.

því ég er ryðgaður geimgengill,
aðeins blíðkaður væskill.
ég er afsprengi umhverfisins,
og haga mér bara eins og ég einn kann.”

—————-

Vona að þetta hafi verið skemmtileg og fræðandi lesning um bestu plötu sem að íslenskir tónlistarmenn hafa nokkru sinni gefið út.

kv. Arna