WWW.MOTU-FEST.ORG
Paint it black
Paint it Black appreesh
það er aldrei talað of mikið um þetta band, hvað þá hér á Íslandi. Ég er alla vega guðs lifandi feginn ad þessar gömlu kempur tóku sig saman og sýndu unglömbunum hvernig á ad gera þetta. Gæðin gjörsamlega leka af þessu. Ég á bara CVA og bíð spenntur eftir þeirri nýju. Hún getur varla verid jafn góð enda gerðist eitthvað spes á CVA. Hvað um thad, þessi nýja mun samt vera betri en flest í svipuðum dúr, þarna úti.
Á CVA eru engar flækjur en samt heyrir maður hvað þetta er útpælt. Ég veit ad Dan Yemin stofnadi þetta band til ad fá útrás fyrir ást sinni á gömlu dögunum og það má heyra glöggt því að upbeat kaflarnir minna á Uniform Choice eda Kid Dynamite á meðan þeir grimmu anga af Negative Approach isma. Inn í þetta koma svo hörd eða melódísk breakdown með geðveikt grípandi back up songvara.
Rúsínan í pulsuendanum er svo röddin í Dan og textarnir. það er eins og hann sé pirraður sjóari ad býsnast yfir aumingjaskapnum í landkrobbunum.
Þar hafið þið það!
Paint it black eru hluti af motu-festinu og verða með tónleika í T.Þ.M næstkomandi miðvikudag (08.07.05) Hljómsveitirnar ISIDOR, MYRA & MANIA LOCUS munu síðan deila sviðinu með P.I.B.
Endilega tjekkið á www.motu-fest.org, 3ja daga rokk/hardcore/metal festival. Hægt er að kaupa armbönd sem að gilda á alla tónleikana í smekkleysubúðinni.
Meðal banda sem að koma fram á Motu festinu eru LACK frá danmörku, Scarve frá Frakklandi & Urkraft frá Danmörku. Íslensku böndin eru Nevolution, momentum, Gavin Portland, Fighting shit, The nine elevens, Herremöllerherramöller, Isidor, Mania locus, Severd crotch, Sólstafir, Drep, Denver & Myra.
Þetta er rjóminn af því besta sem er að gerast í neðanjarðar tónlist í þyngri kanntinum í dag.
aiiight
nú er bara um að gera að mæta á þessa tónleika!