Ég bara vona að það verði enginn á undan mér.
Ég var núna að koma heim með nýjustu plötu Radiohead(Amnesiac) og ég fékk hana í þessari fínu bók sem er algerlega tilgangslaus, það eru engar upplýsingar, textar eða neitt merkilegt í henni heldur aðeins þessar tilgerðalegu “arty” teikningar sem prýða yfirleitt plötur Radiohead, ég ráðlegg engum sem er ekki harður Radio-haus að fá sér þessa “special edition” eini munurinn er að hún passar sennilega ekki í plötuskápinn ykkar en þetta er sennilega það sem fer mest í taugarnar á mér í sambandi við Radiohead þeir eru alltaf að reyna vera svo sérstakir (heimskulegi faldi bæklingurinn aftan á Kid A er gott dæmi um þetta).
Jæja hvað um það Amnesiac er í spilaranum einmitt núna og er kominn á annað lag og sennilega þriðja þegar ég verð búinn að skrifa þetta og hún lofar góðu, ekki ætla ég að segja að hún sé alger snilld vegna þess að það myndu aðeins heilaþvegnir radio-hausar gera eftir að hafa heyrt tæp tvö lög og svo hef ég heldur enga oftrú á neinni hljómsveit og fullyrði því aldrei að einhver plata sem er enn ókominn verði frábær eða jafnvel eitthvert meistaraverk.
Það er ekki eins mikill spenningur fyrir þessari og var fyrir “Kid A” þá las maður daglega um hversu frammúrstefnuleg platan yrði en það voru mest ýkjur eins td og Aphex Twin áhrifin sem áttu að vera svo ríkjandi komu bara fram í einu lagi(Idioteque) og ambient pælingarnar sömuleiðis birtust í versta Radiohead lagi fyrr og (vonandi) síðar “Treefingers”, en núna hafa helstu sögusagnir verið á þá leið að þessi plata yrði mun Radiohead-legri en Kid A sem er kannski bara gott mál.
Kid A var alls ekki vond plata þvert á móti reyndist hún skrambi góð eftir nokkrar hlustanir en hún var samt ekki alveg virði alls tímans sem fór í hana.
Kid A kemur þessu annars ekkert við því nú er kominn ný plata og ég er að forvitnast um hvað ykkur finnst um hana.
Fyrri plötur Radiohead og mitt álit á þeim.
Pablo Honey ***
The Bends *****
Ok Computer *****
Kid A ****1/2
Amnesiac ?
(My iron lung) ***