Toto var stofnað í Los Angeles 1978 af David Paich, Steve Lukather, Bobby Kimball, Steve Porcaro, David Hungate og Jeff Porcaro. David Paich var sonur skipuleggjaranum (arranger) Marty Paich, Jeff og Stevo Porcaro voru synir slagverksleikarans Joe Porcaro. Hljómsveitarmeðlimirnir höfu hist í hákóla og í upptökuverum á sjöunda áratugnum, þegar þeir urðu einir af uppteknustu hljóðfæraleikurum í bransanum. Paich, Hungate og Jeff Porcaro sömdu lög og fluttu á “Silk Degrees” (1976), margselda plötu sem sameinaði popp, rokk og diskó í hála blöndu sem hafði mikil áhrif á nútíma popp tónlist.
Toto gaf út plötu með þeirra eigin nafni október 1978, náðu á topp tíu listann, seldu yfir 2 milljóna eintaka og gáfu út gull topp tíu smáskífuna “Hold the Line”. Gull-selda platan” Hydra” (1979) og “Turn Back”(1981) voru ekki eins vinsælar, en “Toto IV” (1982) var marg-platínu topp tíu smellur, sem bauð upp á topp smelli “Africa”, topp tíu smellin “Rosanna” (sem var um kærustu Lukathers) og “I Won’t Hold You Back”. Á grammy-verðlaunahátíðinni árið 1982 vann lagið “Rosanna” verðlaun fyrir “Record of the Year”, “Best Pop Vocal Performance” og “Best Instrumental Arrangement With Vocal. “Toto IV” vann verðlaun fyrir “Album of the Year”, “Best Engineered Recording” og “Best Producer”. Árið 1984 gekk enn einn Porcaro bróðirinn (Mike Porcaro) og þá á bassa og fyllti skarðið fyrir Hungate. Seinna hætti Kimball og í staðinn kom Dennis Frederikssen.
Fimmta plata Toto, “Isolation” (1984) fór í gull en varð algjört auglýsinga klúður. Joseph Williams (sonur John Williams) kom seinna í staðinn fyrir Frederiksen fyrir plötuna “Fahrenheit” (1986). Steve Porcaro hætti síðan rétt fyrir útgáfu “The Seventh One”. Árið 1990 kom Jean-Micheal Byron í staðinn fyrir Williams fyrir upptökur á “Past to Present 1977-1990” og fór þegar Lukather varð aðalsöngvari. Jeff Porcaro dó úr hjartaáfalli árið 1992 en var hafður með á næstu plötu þeirra “Kingdom of Desire”. Þarna var Toto orðið miklu vinsælla í Evrópu og Japan heldur en heima í USA. Hljómsveitin fékk samt ekki frábærar undirtektir í Japan í fyrstu hljómleikarferðinni þar enda heitir aðal klósettsframleiðandi Japana TOTO. Hljómsveitinn fékk breska trommarann Simon Phillips til að fylla skarðið fyrir Jeff Porcaro. “Tambo”, gefið út í Evrópu 1995 kom ekki út í Bandaríkjunum fyrr en Júní 1996. Fyrir “Mindfields” (1999), snéri Bobby Kimball aftur eftir 15 ára fjarveru. Þáverandi meðlimir héldu áfram að spila, tileinkað hljómum popps/rokks 1960-1990 og eru enn að…
Núverandi meðlimir:
Steve Lukather ~ Gítar og söngur
David Paich ~ Hljómborð og söngur
Greg Phillinganes ~ Hljómborð og söngur
Mike Porcaro ~ Bassa
Simon Phillips ~ Trommur
Bobby Kimball ~ Söngur
Fyrrverandi meðlimir:
David Hungate ~ Bassi ~ 1978-1984
Steve Porcaro ~ Hljómborð ~ 1978-1988
Jeff Porcaro ~ Trommur ~ 1978-1992
Dennis “Fergie” Frederiksen ~ Söngur ~ 1984-1986
Joseph Williams ~ Söngur ~ 1986-1990
Jean-Michel Byron ~ Söngur ~ 1990-1990
Plötusaga:
1978 Toto
1979 Hydra
1981 Turn Back
1982 Toto IV
1984 Isolation
1984 Dune - OST
1986 Fahrenheit
1988 The Seventh One
1990 Past to Present 1977-1990 (compilation)
1992 Kingdom of Desire
1995 Tambu
1998 Toto XX
1999 Mindfields
2002 Through the Looking Glass
2003 Live in Amsterdam