MAIDEN AALBORG (DK) og MERCENARY (DK) á Íslandi!
Dagana 26. - 28. maí verður haldin ein allsherjar upphitunarhelgi í Reykjavík fyrir komu meistarana í Iron Maiden í sumar. Dönsku hljómsveitirnar Maiden Aalborg (IM tribute hljómsveit) og Mercenary, eitt heitasta rokkband Danmerkur um þessar mundir, munu leggja leið sína til Íslands til að stytta okkur stundina fyrir stóru stundina í byrjun júní.
Haldnir verða þrennir tónleikar af þessu tilefni, þar sem hvor sveitin kemur tvisvar fram. Fimmtudaginn 26. maí spila báðar sveitir í Hellinum í Tónlistarþróunarmiðstöðinni fyrir alla aldurshópa. Þvínæst verður skipt yfir á Grand Rokk, sem fer í sérstakan Iron Maiden búning þessa helgi. Föstudagurinn 27. maí er bókaður fyrir Maiden Aalborg sem mun keyra áfram þrusudagskrá með öllum helstu slögurum Iron Maiden. Hér má búast við vænum skammti af Maiden fyrir aðdáendur þeirra. Á laugardeginum 28. maí mun Mercenary svo troða upp með sitt aðalprogramm og spila öll sín bestu lög. Fín upphitun hjá þeim fyrir komandi tónleika sína á Hróarskeldu í sumar.
FRÍR BJÓR Á GRAND ROKK OG LÆKKAÐ MIÐAVERÐ
Ef þetta er ekki næg ástæða til að mæta, þá mun Grand Rokk bjóða fyrstu 100 sem mæta upp á frían bjór! - bæði kvöldin!
Stakt miðaverð á fyrstu tvö kvöldin er 1500 krónur og 1200 á þriðja kvöldið. Boðið verður einnig upp á miða sem gildir öll kvöldin og kostar hann ekki nema 2600, sem er sparnaður upp á 1600 kall! Verða einungis 40 slíkir miðar í boði! Þeir sem vilja láta sér nægja að mæta á Grand Rokk kvöldin tvö og skella sér á Maiden kvöldið geta keypt sér miða á Mercenary á aðeins 600 kall! - með bjór! Þetta bara gerist ekki betra…
MIÐAR GEFNIR Á TÓNLEIKA IRON MAIDEN Í EGILSHÖLL ÁSAMT CD OG DVD MEÐ IRON MAIDEN
Þetta er ekki allt, því að gefnir verða miðar á stórtónleika Iron Maiden á öllum þremur tónleikum dönsku sveitanna tveggja. Ekki amalegt það. Miðarnir eru í boði RR ehf sem einnig munu gefa geisladiska og DVD með Iron Maiden á öllum þremur tónleikunum! Ekki amalegt það heldur.
MAIDEN AALBORG
Maiden Aalborg er sveit sett saman úr reynsluboltum úr danska rokk og þungarokkinu og inniheldur m.a. meðlimi úr Mercenary. Sveitin skartar einum fremsta metal söngvara Danmerkur og lagavalið er eingöngu bestu lög Iron Maiden í gegnum tíðina. Sveitin er líklega besta IM tribute sveit Danmerkur, ef ekki Skandínavíu. Drengirnir kunna sitt fag og vita hvernig á að spila Iron Maiden, þannig að enginn fer heim af tónleikunum með raddböndin eða hálsinn í lagi.
http://www.maidenaalborg.dk
MERCENARY
Mercenary er ein bjartasta von Dana í þungarokkinu um þessar mundir. Síðasta plata þeirra, 11 Dreams sem gefin var út af Century Media útgáfunni, hefur fengið alveg ótrúlega dóma um allan heim. Setningar eins og:
“The startling hugeness of Mercenary's symphonic brutality is a wonder to behold.”
- Kerrang (UK) October 2004 issue
"11 Dreams is a great album, immaculate in its conception and impressive in its creation. [...] Highly impressive"
- Terrorizer (UK) October 2004 issue
“This band sounds like no one else and if they continue on this path, they will most definitely become one of the biggest Metal bands in the world”
- Ottawa Metal (US) - 10/10
og
“Mercenary have a masterpiece on their hands” og “This deserves Mastodon-like hype”
- Brave Words and Bloody Knuckles (Can) - 10/10
segja allt sem segja þarf. Það er þó ekki nóg, því að 11 Dreams var valin plata ársins (2004) í Danish Metal Awards (www.danishmetal.dk) og það ætti því ekki að koma nokkrum á óvart að sveitinni hefur verið boðið að spila á Hróarskelduhátíðinni í sumar en sveitin er alveg rosaleg live. Fyrir utan það spilar sveitin á fjórum öðrum tónlistarhátíðum í sumar, þar á meðal Dynamo og Wacken Open Air.
TÓNDÆMI
Af 11 Dreams (2004):
11 Dreams - http://notendur.nh.is/thorsteinn/sounds/Mercenary/Mercenary_11_Dreams.mp3
Firesoul - http://notendur.nh.is/thorsteinn/sounds/Mercenary/Mercenary_Firesoul.mp3
Af Everblack (2002):
Seize the Night - http://notendur.nh.is/thorsteinn/sounds/Mercenary/Mercenary-Seize_the_Night.mp3
Screaming From the Heavens - http://notendur.nh.is/thorsteinn/sounds/Mercenary/Mercenary-Screaming_from_the_Heavens.mp3
Bloodrush - http://www.mercenary.dk/downloads/audio/samples/Mercenary_-_Bloodrush.mp3
Fleiri tóndæmi á http://www.mercenary.dk
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM TÓNLEIKANA
Tónleikarnir og uppröðun hljómsveita er sem hér segir:
Fimmtudagur 26. maí
Staður: Hellirinn í TÞM (Hólmaslóð 2). Strætó leið 2 stoppar beint fyrir utan.
Aldurstakmark: Ekkert! Vímuefnalaus skemmtun!
Húsið opnar: 19:00
Byrjar: 19:30 (stundvíslega)
Miðaverð: aðeins 1.500 kr.
Uppröðunin:
MAIDEN AALBORG (Danmörk)
MERCENARY (Danmörk)
BROTHERS MAJERE
SEVERED CROTCH
Föstudagur 27. maí
Staður: Grand Rokk
Aldurstakmark: 20 ára
Húsið opnar: 22:00
Byrjar: 23:00 (stundvíslega)
Miðaverð: aðeins 1.500 kr. - Bjór fylgir með fyrir fyrstu 100 sem mæta!
Uppröðunin:
MAIDEN AALBORG (Danmörk)
DIMMA
LADA SPORT
MASTERS OF DARKNESS
Laugardagur 28. maí
Staður: Grand Rokk
Aldurstakmark: 20 ára
Húsið opnar: 22:00
Byrjar: 23:00 (stundvíslega)
Miðaverð: aðeins 1.200 kr (600 kall fyrir þá sem mæta bæði Grand Rokk kvöldin). - Bjór fylgir með fyrir fyrstu 100 sem mæta!
Uppröðunin:
MERCENARY (Danmörk)
MOMENTUM
MYRA
JERICHO FEVER
STYRKTARAÐILAR
Styrktaraðilar þessarar heimsóknar eru Gutenberg, RR ehf og Tónabúðin.
Resting Mind concerts