Smekkur eða ekki smekkur? Ég var að horfa á sjónvarpið í gær og sá þá auglýsingu fyrir Bylgjuna(mynnir mig eða eitthverja útvarpstöð allavegana) og í henni var sagt “Allir geta spilað tónlist en Byljan spilar bara góða tónlist”. Ég fór að spá í þessu, hver ákveður hvaða tónlist er góð og hver er léleg. Það fer auðvitað bara eftir smekk. Svo eftir hvaða smekk fer Bylgjan, kanski spilar hún bara lög sem hafa náð #1 sæti en á hvaða lista Íslenska, Breska, Bandaríska, Þýska eða kanski fer hún eftir hvaða lög hafa unnið verðlaun en þíðir það að lög sem hafa ekki unnið verðlaun séu léleg?

Uppáhalds tónlistin mín er rokk og uppáhalds hljómsveitin mín er Queen en margir hata Queen og þeir hafa allan rétt á því, því að þeirra skoðun er alveg jafn rétt og mín. Ég þoli ekki margar hljómsveitir og söngvara þar má nefna Five, Britney Spears, Eminem og allar þessar factory hljómsveitir(man ekki nöfnið á þessu) en ég hef engan rétt á að segja að þeir sem fíla þessar hljómsveitir hafi eitthvern veri smekk en ég. Ég hef tekið eftir á korknum og fleiri stöðum eru margir sem geta alls ekki þolað að eitthverjir aðrið hafi aðrar skoðanir en þeir sjálfir (hef meira að segja heirt jafn fáránlegt og “”Hljómsveitar nafn“ er best og ef að þú segir eitthvað annað lem ég þig”.

En þetta er nátturulega bara pælingar.