System of a down - Mezmerize þessi flenginýji diskur frá system of a down er geðveikur hann er alveg frábær frá upphafi til enda! Þetta er ekki tónlistargagngrýni eða lagalýsing samin af tónlistarséní, heldur er þetta samið af litlum nörd sem veit ekkert um hvað hann talar, nema það að þetta er geðveikt góður diskur.
hann er ellefu lög sem er allt í allt 36 min og 50sek. Mörgum finnst þetta lítið en gleymið ekki að næsti diskur, Hypnotize kemur í nóvember að ég held. En diskurinn samanstendur af eftirfarandi lögum:

1:Soldier side. Rólegt intro sem byrjar diskinn vel.

2.B.Y.O.B. Geggjað lag sem sem byrjar hratt. Viðlagið er hressandi og heillandi.

3.Revenga. lagið byrjar á hægum gítar og bassatrommu, og á fetir fylgir hraður gítar og flottur söngur.

4.Cigaro. Hratt og gott lag sem er mest svona old school System.

5.Radio Video. Lagið byrjar á flottu gítarplokki og einhversskonar hristum, síðan byrjar einstaklega skemmtilegur söngur með einvhersskonar
harmonikku undirspili eða það hljómar allavegana þannig, eitt uppáhaldslagið mitt á
disknum.

6. This cocaine makes me feel like i'm on this song. Byrjar hratt og er með hraðann miðjukafla og endar á hröðum kafla… semsagt hratt lag.

7.Violent pornography. Byrjar eðlilega, en fer síðan í skrítinn hraðann söng sem er alveg gjörsamlega heilaþvoandi, sem er nátturulega bara sniðugt.

8.Question! Byrjar á flottu kassagítarspili, og svo þungum gítar. Síðan fer það í rólegann söng með einhversskonar spænskum flamengo klappi undir á kafla.

9.Sad statue. Gamaldags System lag með góðu viðlagi…

10.Old school Hollywood. Einhver róbóti byrjar lagið svo byrjar lagið sem er mjög gott… mikið skipt um söngvara…

11.Lost in Hollywood. Besta lagið á disknum að mínu mati. Daron sagði sjálfur að þetta væri besta lag sem hann hefði nokkurn tíman samið. Hann sér sjálfur að mestu um sönginn í þessu lagi.


Þessi diskur er ánetjandi og ég er alltaf að reyna að fá að vera í friði svo ég geti hlustað á hann frá því að ég fékk hann :D