Tool


James Herbert Keenan öðru nafni Maynard James Keenan
Maynard fæddist inn í babbtistafjölskyldu og ólst upp með eldri systur sinni í Ravenna, Ohio. Maynard fór í Brown Jr High og síðan Ravenna High school upp í 10 bekk þegar hann flutti til Michigan. Þar gekk hann í Mason County Central High School í
Scottville. Þegar hann skráði sig í herinn 1982 hafði hann átt heim í Ohio, Michigan, New Jersey, New York, Oklahoma, Kansas og Texas. Í herskólanum var hann í glímuliðinu og hlaupaliðinu. Maynard hætti í hernum og fór listaskóla sem
leiddi til starfs sem hann fékk í Los Angeles við endurhönnum á gæludýrabúðum að hætti Feng Shui. Meðan Maynard var í Michigan sótti hann Kendall College of Art & Design sem er með þeim betri á því svæði. Listin sem hann skapaði þar er sögð vera mjög
abstrakt. Fyrir stofnun Tool á níunda áratugnum var hann í Children of the Anachronistic Dynasty sem gaf út eina kasettu sem hét Fingernails einnig var hann í hljómsveit sem kallaði sig TexAns. Maynard Hitti Danney í Los Angeles þar sem þeir
voru nágrannar. Danney leyfði honum og Adam að æfa sig á sínu æfingarsvæði og endaði með því að spila með þeim nokkrum sinnum. Maynard er einnig í hljómsveitinni A Perfect Circle en Tool er ennþá mjög virk og kemur líklega nýr diskur út með þeim í ár.

Adam Thomas Jones
Adams Jones fæddist 15. janúar 1965. Adam Jones er meistarinn á bak við ótrúlegu gítar riffin og ótrúlegu myndbönd Tool. Hann lítur frekar á sig sem listamann en tónlistarmann. Adam er upprunalega frá Illinois og lék á filðu í grunnskóla og fyrsta
árið sitt í framhaldsskóla. Síðan fór hann að spila á bassa í þrjúr ár í sinfoníu. Auk þess lék hann á bassa í hljómsveitinni Electric Sheep með Tom Morello úr Rage Against the Machine í framhaldsskóla. Hann fékk aldrei neina venjulega gítarkennslu,
heldur lærðu Adam og Morello af hvor öðrum. Adam lærði einnig kvikmyndagerð en hann fékk styrk til að læra tónlist í tónlistarskóla en valdi frekar að fara í listaskóla. Adam fór í Hollywood Makeup Academy. Þar sem hann lærði
“straight make-up”. Hann fór að vinna sem myndhöggvari. Við það lærði hann aðferðir sem seinna nýttust honum við gerð myndbandanna Sober, Stinkfist, Prison Sex og Ænema.Eftir að hann útrskifaðist úr skólanum í Los Angeles fór að hann vinna
við kvikmyndir og hann hannaði innviði Predators skipsins. Hann vann einnig við myndir svo sem Ghostbusters 2, Terminator 2 og Jurassic Park.

Adam notar:
Gítar: Silverburst 1978 Gibson Les Paul , Seymour Duncan Jazz neck pickup og SD JB bridge pickup.
Magnara: Marshall head, Mesa/Boogie Triple Rectifier og Diezel VH-4 head amp.
Effektar: Delay and EQ Effects Pedals An Epilady, a harmonizer, and an electronic string stimulator (EBow) on
the beginning of ‘Third Eye,’ a Morely Wah pedal, a Boss Metal Zone distortion pedal, a pedal made by either
Dunlop or D.O.D., a fake Leslie cabinet processor (it gives a rotating speker effect) that he uses on die eier von satan,
a Boss effects processor or a Zoom 505, and a Boss Flanger on most songs. Adam puts the Flanger before his distortion in the signal path rather than in the amp's effects loop. Ég afsaka enskuna.

Paul D'Amour
Paul er frá Spokane, Washington og var upphaflega gítarleikari. Hann komst í Tool í gegnum Adam en Paul hafði flutt til Los Angeles til að vinna við kvikymdnir og var að spá í að hætta að spila tónlist. Hann var mjög reiður og þeim tíma og
henntaði tónlist Tool honum mjög vel. Paul hætti í Tool vegna breytingar á tónlistarsmekk og ákvað hann að fara út í experimental
tónlist og stofnaði Lusk sem gaf út eina plötu sem hét Free Mars.

Daniel Edwin Carey
Danney ólst upp í mjög venjulegri miðstéttarfjölskyldu í úthverfi Paola, Kansas. Faðir hans var yfirmaður hjá stóru tryggingarfyrirtæki. Móðir hans var kennari. Danney á einn eldri bróður og annan yngri. Fyrstu kynni Danney's af tónlist voru
þegar faðir hans tók hann með á tónlistarsafn í University of Kansas og spilaði fyrir hann The Planets eftir Gustov Holst. Danney fór að læra á trommur þegar hann var tíu eða ellefu ára, áðeins á eina sneriltrommur í skólahljómsveitinni. Hann fékk
sitt fyrsta trommusett þegar hann var þrettán ára. Danney lærði tónlist í þrjú ár við háskólann í Missouri. Hann fékk nokkur tilboð frá nokkrum litlum háskólum til að spila körfubolta en hann varð aldrei nógu góður til að gerast atvinnumaður. Uppáhalds
tónlistarmenn hans voru Billy Cobham og Buddy Rich. Danney ákvað að hætta í skóla og reyna fyrir sér með hljómsveitum. Danney fór til Los Angeles 1986 og það liðu fjögur ár áður en nokkuð gerðist. En á þeim tíma spilaði hann mjög mikið á
rafmagnstrommur en þó með alvuru málmgjöllum, hann spilaði á þeim á mörgum klúbbum. Eftir það fór hann að spila á alvuru trommur og fór að leita að sínu fullkomna setti. Hann spilaði með Green Jello, Pygmy Love Circus og Carole King á þeim tíma.
Þá hitti Danney Adam í gegnum Morello, en einnig vildi svo skemmtilega til að Danney var nágranni Maynards. Hann prófaði aldrei að spila fyrir þá en vorkenndi þeim vegna þess að þeir buðu mörgum að spila með sér en flestir mættu ekki til þeirra þannig að
hann endaði með því að spila í staðin fyrir þá.

Trommusett Danney's
Trommur:
Sonor Designer Series
8x14 bronze snare
14x14 floor tom
18x16 floor tom
18x24 bass drum
18x22 bass drum
8x8 tom
10x10 tom
14“ RotoTom

Rafmagnstrommur:
Simmons SDX pads
Hardware: Sonor

Hausar:
Evan's heads, power center-snare, Hydraulic-toms, hydraulic & EQ3 on bassCabs

Pedalar:
Axis

Cymbalar:
14” Paiste Dark Crisp hi-hats
22“ Novo China
12” S.F. Flanger Bell
13“ Sound Formula Mega Cup Chime
8” Paiste splash
18“ Sound Formula Thin crash
18” Paiste Full crash
22“ Paiste Dry Heavy ride
20 & 22” Paiste Thin China
20“ Paiste Power crash
6” + 8“ Signature Splash
14” Signature Sound Edge Hi Hat
18“ Signature Mellow Crash, Power Crash
20” Signature Full Crash, Thin China
5“ Bell Chime on top of an 8” 3000 Bell

Justin Gunnar Walte Chancellor
Justin fæddist 19 nóvember, 1971. Justinn hitti fyrst meðlimi Tool í New York og hélt sambandi við þá og nokkru seinna fór hljómsveitin hans, Peach, með Tool um Evrópu 1994. Þegar upphaflegi bassaleikari, Paul D'Amour, Tool hætti
hringdu meðlimir Tool í Justin og buðu honum að spila með sér, Justin hafnaði því boði í byrjun. Peach hafði hætt sex mánuðum fyrr og var Justin ásamt gítarleikaranum að stofana nýja hljómsveit. Justin vildi ekki yfirgefa gítarleikarann þar sem þeir
höfðu spilað saman síðan þeir voru 14 ára en hann gat ekki sagt nei við boði Tool að spila með þeim. Justin flaug til Bandaríkjanna og fór í áheyrnarprufu og fékk á endanum starfið. Aðrir svo sem Filter's Frank Cavanagh, KYUSS's Scott Reeder,
Zaum's Marko Fox (sem söng inn á Die Eier von Satan) og Shepherd Stevenson úr Pigmy Love Circus komu í áherynaprufur hjá Tool.

Bassi:
Ernie Ball MusicMan, Wal

Magnari:
Mesa Boogie

Formagnari:
Demeter

Effectar:
Boss Delay, Chorus, Flanger, Distortion pedals og DigiTech Bass Whammy pedal

Tool
Tool gekk fyrst undir nafninu Toolshed og Maynard sagði að það hefði komið frá meðlimum hljómsveitarinnar þar sem þeir voru alltaf að grínast með það að þeir myndu taka Maynard bak við og inn í “toolshed” og berja einhverju viti í hann. Þeir komu
aldrei fram undir því nafni. Tool hefur verið skilgreind sem rokk-, progressiv rokk- og metal hljómsveit. Þrátt fyrir að textar Tool séu mjög harðir eru lög þeirra mjög mikið spiluð á útvarpsstöðum líklega vegna þess hversu öflugan aðdáendahóp Tool á.

Hljómsveitin varð til þegar Adam Jones hitti Maynard sem var með á þeim tíma með vinkonu Adams. Maynard lét Adam hlusta á nokkrar upptökur af sér. Adam sagði við hann að röddin hans væri ótrúleg og þeir ættu að æfa saman. Svo skemmtileg vildi til
að á þeim tíma var Danney Carey nágranni Maynards. Hann lét þá fá æfingarplássið sitt til afnota. Hann vildi fyrst ekki spila með þeim en þegar þeir sem Adam og Maynard höfðu boðið til sín í áheyrnarprufur mættu ekki kom Danney til þeirra og spilaði með þeim. Eftir nokkrar æfingar var Danney svo sáttur við þetta að þeir ákváðu að stofna hljómsveit og við það varð sú hljómsveit sem hefur verið dáð allan þann tíma sem hún hefur verið að spila.

Í byrjun voru þeir á hljómsveitarferðalagi með Rage Against the Machine, Fishbone og Rollins Band. Svo kom að því að þeir voru settir á aðalsviðið á Lollapalooza 1993 og fengu gífurlega góðar viðtökur. Svo kom að því að þeir fengu plötusaming hjá Zoo Records. Seint árið 1997 kærðu Volcano Records meðlimi Tool fyrir að hafa brotið samning við þá með því að leita að öðrum samningum hjá öðrum plötufyrirtækjum. Meðlimir Tool kærðu þá á móti og sögðu þá hafa ekki endurnýjað samninginn við þá og þeir mættu leita að öðrum samningum. Þessar deilur stóðu í heilt ár og sömdu þeir ekkert nýtt efni á þeim tíma. Loks kom að því að þeir náðu að semja og endaði það með að Tool skrifuðu undir þriggja platna samning við þá.

Árið 2000 ráku Tool umboðsmann sinn, Ted Gardner. Ted kærði þá og sagði að þeir skulduðu sér pening. Ekki eru neinar fregnir um lok þess máls. Tool unnu grammy 1997 fyrir besta metal lagið, Ænema, og sama ár var Stinkfist tilnefnt sem besta myndbandið. Árið áður hafði diskurinn Ænema verið tilnefndur sem besti metal diskurinn.

Tool eru ekki mikið fyrir það að vera með mjög miklar sýningar þegar þeir spila á tónleikum. Vanalega er mjög dimmt í salnum og lítið sést í þá. Margir segja að tónleikar með þeim séu ekkert spes en meðlimir Tool segja að fólk eigi að hlusta og njóta tónlistarinnar frekar en að vera mikið að hugsa um hversu flottir tónleikarnir eru. Allir meðlimir Tool skara fram úr því sem þeir gera og eru
taldir með þeim bestu á sínum sviðum. Það eitt nægjir að lýsa því hversu góð hljómsveitin er.

Tool hafa gefið út 6 myndbönd. Þau eru: Hush, Sober, Prison Sex, Stinkfist, Ænema og Schism. Hush var tekið upp af Ken Andrews næstu tvö voru tekin af Adam með Fred Stuhr. Síðustu tvö eru tekin af Adam. Adam bjó til manninn í mynbandinu Sober og
saman klippa meðlimirnir myndböndin og stjórna öllu sem við kemur þeim. Adam var tilnenfndur sem besti nýji listamaðurinn fyrir myndbandið Sober og besta rokk/metal myndbandið. Hin myndböndin hafa verið tilnefnd í mörgum flokkum. Til að koma með eitt dæmi um fáránleikann sem viðgengst í Bandaríkjunum þá var lagið Stinkfist kallað Track #1 á MTV. Seint árið 2000 kom Salival settið út og innihélt það live geisladisk og DVD disk með myndböndunum.

Tool hafa gefið út Opiate, Undertow, Ænema, Salival og síðast en alls ekki síst Lateralus.
Opiate var gefinn út 19. apríl 1992 og var gefinn út í um 500.000 eintökum.
Hann inniheldur lögin:
1. Sweat
2. Hush
3. Part Of Me
4. Cold And Ugly
5. Jerk-off
6. Opiate
Það er eitt falið lag á disknum, The Gaping Lotus Experience, sem byrjar í sjötta laginu, á sjöttu mínútu og sjöttu sekúntu(666). Opiate var frumraun Tool og fékk diskruinn góða dóma þar má heyra hversu Tool eru ólíkir því sem þeir eru í dag.
Nafið kemur frá Marx sem sagði: “religion is the opiate of the masses.” Fólk treysti á kirkjuna og lét stjórnast af henni. Marx taldi að kirkjan héldi fólki niðri og kæmi í veg fyrir að sjá sannleikann. Þetta er eitt þema disksins en hljómsveitin er að gera
grín að fólki sem lætur stjórnast af öðrum. Það er eitt að hafa trú en það er eitthvað annað að láta einhvern túlka trúnna fyrir
þig og mata hana ofan í þig.

Undertow var gefinn út 6. apríl 1993. Hann seldist í yfir 2.000.000 eintaka, hann komst í fyrsta sæti á
Billboard's Heatseekers Chart.
Undertow inniheldur:
1. Intolerance
2. Prison Sex
3. Sober
4. Bottom
5. Crawl Away
6. Swamp Song
7. Undertow
8. 4°
9. Flood
10. Disgustipated
Þessi diskur fékk frábæra dóma. Margir segja að lagið Prison Sex fjalli um misnotkun barna og hversu illa Maynard er við það. Þegar talað var um að hafa Prison Sex sem single sagði Danny:“It will annoy a lot of people … which is half the fun.”

Ænema var gefinn út 1. október 1996
Hann inniheldur lögin:
1. Stinkfist
2. Eulogy
3. H
4. Useful idiot
5. Forty six & 2
6. Message to Harry Manback
7. Hooker with a penis
8. Intermission
9. Jimmy
10. Die eier von satan
11. Pushit
12. Cesaro summability
13. Aenima
14. Ions
15. Third eye
Eins og aðrir Tool diskar fékk han mjög góða dóma.
Nafnið er sett saman úr orðunum Anima og Enema en Anima þíðir sál en Enema þíðir stólpípa. Ég tek það fram að lagið Die eier von satan þíðir annaðhvort eistu satans eða egg satans, fyrir þá sem hafa áhuga þá er lagið upplesning á uppskrift. Textinn við lagið Stinkfist er mjög vafasamur og ef menn hlusta vel og lengi heyra þeir hvað hann er um.
Annaðhvort er hann um sjálfa athöfina “fisting” eða hleypa öðrum inn. Tool hafa aldrei gefið svar við því um hvað lagið er. Lagið Hooker with a penis er beint að þeim sem eru eða skilja ekki hvað “selling out” er. Lagið Intermission er gítar riffið í
laginu Intermission spilað á hljómborð.

Salival kom út 12. desember, 2000.
Hann inniheldur myndböndin:
1. Hush
2. Sober
3. Prison Sex
4. Stinkfist
5. Ænima
Og hann inniheldur lögin:
1. Third Eye (Live)
2. Part Of Me (Live)
3. Pushit (Live)
4. Message To Harry Manback II
5. You Lied (Live)
6. Merkaba (Live) (Peach Cover)
7. No Quater (Led Zeppelin Cover)
8. L.A.M.C.
9. Maynards Dick (Falið)

Meistaraverkið sjálft Lateralus kom út 15. maí 2001.
Hann inniheldur:
1. The Grudge
2. Eon Blue Apocalypse
3. The Patient
4. Mantra
5. Schism
6. Parabol
7. Parabola
8. Ticks & Leeches
9. Lateralus
10. Disposition
11. Reflection
12. Triad
13. Faaip De Oiad
Lateralus er vöðvi en Maynard sagði í viðtali við Aggro Active að tiltillinn þíddi hvernig maður þróaðst sem litstamaður. Að komast á æðra stig og annað plan. Maynard sagði í viðtali við japanskt tímarit að hjlóðið í Mantra væri hljóð sem kötturinn hans myndaði
þegar hann kreisti hann. Honum fannst það svo undarlegt að hann tók það upp, spilaði hægt og gerði lag úr því. Tool hafa aldrei spilað lagið Ticks & Leeches þar sem Maynard var með ónýta rödd í 3 vikur eftir að hafa tekið það upp. Faaip de Oiad þíðir rödd guðs en þetta er upptaka af manni sem hringdi inn á útvarpsstöð og sagðist vera starfsmaður hjá Area 51 og að stjórnin væri á eftir honum og væri að hjálpa geimverum.

Líklegt er að nýr diskur komi frá Tool seint á árinu 2005 og gengur orðrómur um það að Lateralus DVD diskur sé á leiðinni. Nú er bara að vona að allt gangi eftir og báðir diskarnir komi út á árinu.