The Mars Volta

Hljómsveitin Mars Volta er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum og eru margir á þeirri skoðun að hún sé besta hljómsveit nútímans. Eftirfarandi er aðeins lítil grein til þess að fræða fólk aðeins um snilldina bak við sveitina en ekki um hver einasta smáatriði. Einnig skrifa ég um mínar eigin tilfinningar gagnvart sveitinni.

Hún var stofnuð árið 2001 af tveimur fyrrverandi meðlimum At the drive-in, þeim Omar Rodriguez-Lopez og Cedric Bixler Zavala. Tilgangur þeirra með hljómsveitinni er að hundsa allar stefnur og stíla, takmarkanir eru engar.

Þeir fengu til liðs við sig tvo vini að nafni Ikey Owens ( sem er einnig meðlimur Long Beach Dub Allstar) og Jeremy Michael Ward. Jeremy er dáinn í augnablikinu.
Mars Volta spiluðu aðeins á tónleikum til að byrja með og unnu sér inn gott orðspor með truflaðri sviðsframkomu og frumlegum lögum.

Árið 2002 kom út EP plata að nafni Tremulant hún inniheldur 3 lög, lög sem þeir höfðu verið að spila á tónleikum. Að plötunni koma mjög fáir, en þeir fengu til liðs við sig Alex Newport til þess að Producera og Bob ludwig til að mastera. Omar og Sonny Kay sáu um ljósmyndun og umbrot fyrir plötuna. Platan hlaut mjög góða dóma. Sjálfur gef ég henni einkunina 8.

Árið 2003 kom út platan De-Loused in the comatorium. Platan er fullkomin í alla staði og er ekki spurning að þetta er besta plata þessa árs. Textarnir á plötunni er samdir með vin þeirra Julio í huga. Hann dó árið 1993. Þeir elskuðu hann af öllu hjarta og sína það vel þarna. Að plötunni koma frekar margir en þeir helstu eru, Rick Rubin producer, hann hefur pruducað fyrir marga s.s. Red Hot Chili Peppers, System of a down og Slipknot. John Frusciante spilaði á gítar í laginu Cicatriz ESP, Flea spilaði einnig á bassa, ég er ekki alveg viss í hvaða lögum en þeir sem þekkja hann vel ættu að fatta það. Þetta er ekki beint það sem maður kallar “easy listening” plata, en þegar maður er kominn vel inní hana lærir maður að meta tónverkið mun betur og þá er heldur ekki möguleiki að fá leið á henni. Þegar ég var við það að þekkja hverja einustu nótu á disknum gerði ég mér grein fyrir því að hér væri á ferðinni hljómsveit sem yfirgnæfði allar aðrar í frumleika, þegar maður heyrir eitthvað nýtt sem er eins ferskt og Mars Volta þá veit maður ekki hvernig maður á að láta. Stundum þegar ég spila hana þá langar mér til að brjóta eitthvað og stundum langar mér til að gráta. Hún er mjög tilfinningarík, þetta er hlutur sem ég á eftir að elska af öllu hjarta allt fram til míns hinsta dags. Það eru auðvitað ekki allir sem skilja ást á svona “hlut”. Ég gæti ýmindað mér að þetta sé eins og árið 1992 þegar Nevermind kom út, fólk gjörsamlega fraus á staðnum því að þarna var eitthvað svo snilldarlegt að gerast að það hafði aldrei upplifað slíkt áður. Ég er nú kanski að ganga örlítið út fyrir efnið en þetta er eina leiðin sem ég kann til að lýsa tilfinningum mínum til disksins.

Framandi gítaleikur Omar´s er það sem toppar snilldina, þar sem ég er fyrrverandi gítarleikari veit ég sitthvað um gítaleik og það sem skiptir mestu máli fyrir mér er að vera ekki fastur í einhverjum “gítarhetju” sporum þar sem allt snýst um að spila eins hratt og maður getur og helst eins lengi. Það sem hann gerir er að hann spilar það sem er rétt fyrir hvert lag, það kann ég að meta. Hann er mjög meðvitaður um hlutverk sitt í bandinu og klárlega með allt á hreinu. Svo er hann líka bara úberkúl gaur með netta klippingu og flott gleraugu.

Cedric er með mjög sérstakann stíl, það er að segja sviðsframkomu stíl. Hann dansar eins og þroskaheftur api en það er mjög nett. Dansinn einkennist af snöggum hreyfingum fljúgandi míkrafónum og oft lætur hann sig detta í gólfið. Þetta er einn af mörgum hlutum sem skapa réttu stemminguna á tónleikum hjá þeim. Það væri ljúfara en ljúft að fá að njóta þeirra forréttinda að sjá þá á sviði eða “live”, en þeir íslendingar sem leggja leið sína til Hróaskeldu á Hróaskelduhátíðina frægu geta látið það eftir sér. Einnig munu þeir spila í London 9 Júlí en það ætti ekki að vera of mikið vesen að redda sér þangað fyrir einmanna íslending.

Sparta
Það er ekki vittlaust að fjalla hér aðeins um hljómsveitina Sparta þar sem hún er einnig skipuð afkomendum At the drive-in, þetta er hin frábærsta hljómsveit. En leiðinlegt þykir að fólk skuli bera hana saman við Mars Volta. Ef ég ætti tíkall fyrir hvert einasta skipti sem ég heyri að Sparta sé ekkert miðað við Mars volta þá væri ég aðeins ríkari í dag. Staðreindin er sú að eina sem þessar ágætu sveitir eiga sameiginlegt er að meðlimirnir voru saman í hljómsveit. Þykir mér ekki ástæða til að miða þær saman. Því vil ég biðja þig lesandi góður um að hlusta á Sparta með opnu hugarfari og ef að þér líkar ekki við hana þá, þá skal ég játa mig sigraðann og leggja haus undir kodda. Þessi málsgrein á auðvitað ekkert erindi í þessa grein en mér langaði bara svo mikið til að koma þessu á framfæri, til þess að leiðrétta þá sem misskilja. Auðvitað eru margir með þetta allt á hreinu og veit ég um allavega þrjár manneskjur sem tilbiðja sveitina.

Frances the mute, er önnur breiðskífa sveitarinnar, hún kom út árið 2005. Margir biðu óþreijufullir eftir þessari plötu og ekki er hægt að neita þeirra staðreind að sumir urðu fyrir vonbrigðum. Gagnrýnar voru ekki par hrifnir af henni og sögðu þetta bara vera léleg tilraun til að vera listrænn. Þetta las ég í Íslenskum miðlum hvað eftir annað áður en ég fékk tækifæri til að hlusta á verkið, ég tók nú samt ekki og mikið mark á þessu þar sem ég hef nú oft rekist á algjörlega fráleita gagnrýni á hinum stórkostlegustu plötum. Það sem ég gerði var það að til þess að komast sem best inní hana tók ég hana í skrefum, og það þýddi ekkert að hanga heima uppí rúmi og reyna að hlusta. Fyrir mig var langbest að fara í göngutúra eða slappa af í strætó, en eftir að ég byrjaði að taka strætó fyrir tveimur árum fattaði ég það er hinn ágætasti staður til þess að venjast tónverkum. En nóg um það, aðeins um plötuna. Eða verkið, því að ég lít frekar á hana sem heilsteipt tónverk. Hún er sett upp þannig að platan skiptist í fimm kafla sem eru mislangir, sá lengsti er rúmur hálftími. Þetta er gert því að bil á milli laga eiga það til að trufla flæði plötunnar. Textarnir eru mjög sérstakir en þeir komu til þannig: Jeremy ( fyrrverandi meðlimur, nú látinn) vann sem bifvélavirki, að ég held, og er hann var að eitthvað stússast í vinnunni ráfar hann uppá dagbók í aftursætinu á bíl einum. Dagbókina tók hann og fór með til Cedric. Cedric las hana og komst að því að hann á margt sameiginlegt með höfundi bókarinnar. Textarnir eru skrifaðir undir áhrifum hennar. Þess má geta að nöfn laga á disknum eru nöfn persóna sem koma fyrir í bókinni. Diskurinn er bæði á Spænsku og Ensku.
Þegar hér er komið við sögu er sveitin búin að þróast nokkuð mikið og meðlimir bæði komnir og farnir. Bróðir Omar´s maður að nafni Marcel Rodriguez-Lopez er mættur til liðs við þá og Jouan Alderet plokkar bassann.

Skarinn allur af fólki kom saman við gerð disksins, fjöldinn allur af fiðlu og cello leikurum. Einnig voru þeir kumpánar Flea og John Frusciante mættir til leiks en í þetta skiptið lék Flea á trompet. Omar var producer á plötunni og stóð hann sig príðisvel. Einnig má nefna Darrell Lance Abbott fyrir snilldarlega ljósmyndun en “coverið” á plötunni er mjög vel heppnað.

Þegar á heildina er litið sér maður ekkert nema fullkomnun, og bíð ég spentur eftir framhaldinu. Hvort sem það verður ný plata eða bara lok hljómsveitarinnar. En það hefur sannast í gegnum tíðina að oft er betra að hætta á toppnum heldur en að gefa út semi góða diska sem gleymast tveim dögum seinna.

Heimildir:
http://www.allmusic.com
http://www.marsvolta.com
http://www.google.com
Orð götunnar og vinur minn Messiah.

Takk fyrir mig.