Ég ákvað að skrifa þessa grein vegna þess að í kringum mig er mikið hlustað á wannabe rokk og hreint lélega tónlist. Bítlarnir er eitt dæmi um wannabe rokkara og ótrúlega eru þeir ofmetnir. Raunar er lagið A hard days night eina lagið þeirra sem ég get mögulega hlustað á án þess að fyllast vorkunnar í garð hljómsveitarinnar, því þetta er alls ekki alvöru rokk! Ofboðslega spilar líka trommuleikarinn hægt á trommurnar (ég æfi sko á trommur).

Guns in roses, Mystical Fist (íslensk), ACDC, Metalica og Strange Fruits (í myndinni Still crazy) er mjög góð tónlist og alveg alvöru rokk. En öskurmetall eins og Megadeth, Slayer, Slipknot og þannig er bara eitthvað wannabe ACDC sem öskrar alltof hátt ;) Korn er samt mjög góð hjómsveit er eiginlega eina góða popphljómsveitin (ég og bróðir minn köllum nefnilega Korn stundum death pop… smá family einkahúmor hehe).

Ég er 14 ára gamall, að verða 15 og því tala ég af reynslu í tónlistinni (þegar ég var 10 ára var ég oft að slamma með ACDC og það segir nú sitt um tónlistarvit mitt þar sem krakkar á þessum aldri hlusta mest á Nelly og þannig óbjóð). Ég ætla að enda þessa grein á þremur orðum:
GOOD ROCK RULZ !

Takk fyrir mig.