Made in Heaven Árið 1995 var gefin út einstök plata, það síðasta sem Freddie Mercury hafði látið eftir sig var gefið út á plötunni Made in Heaven.

Ég ætla fyrst að útskýra coverið sem ætti að sjást hér til hliðar, þetta er tekið í Montreaux og núna er þarna stytta af Freddie á nákvæmlega sama stað og hann sést á myndinni. Myndin er líka af frumgerð styttunnar. Þessi pósa sem Freddie er í á myndinni var mjög algeng hjá honum eða eins og Roger Taylor söng í laginu Old Friends sem hann samdi um Freddie: “one fist at the sky… and shake a leg”.

Í febrúar árið 1991 var gefin út platan Innuendo með Queen og meðlimir hljómsveitarinnar byrjuðu að undirbúa næstu plötu sem var tekin upp í Montreaux í Sviss. Freddie var orðinn fársjúkur þegar platan var tekin upp og gat ekki komið í hljóðverið á hverjum degi en kom samt sem áður þegar hann hafði afl. Freddie og félagar ákváðu hvernig ætti að syngja lagið og síðan drakk Freddie glas af Vodka og söng. Áður fyrr hafði vinnureglan verið sú að klára lögin alveg áður en söngurinn væri tekinn upp en í þetta sinn var þessu öfugt farið, Freddie söng allt þannig að hann var viss um þar til að þetta væri fullkomið og þyrfti ekki að bæta.

Freddie tók upp sitt síðasta lag í ágúst 1991 og sneri stuttu síðar aftur til Englands, hann lést síðan 24. nóvember.

Það tók frekar langann tíma fyrir hina hljómsveitarmeðlimina að klára plötuna, fyrst þurfti að undirbúa Minningartónleikana um Freddie, Brian May (gítarleikarinn) var síðan að leggja lokahönd á “Back to the Light” plötu sína og fór líka í tónleikaferð með Guns N Roses, hann sagði seinna að hann hefði ekki haft tilfinningalegan styrk til að klára verkið. Roger Taylor (trommarinn) kláraði síðan í millitíðinni þriðju sólóplötu (þær eru orðnar fjórar í dag og þar að auki eru þrjár plötur með hljómsveitinni “The Cross”) sína “Happiness?”. Þeir sneru síðan aftur í hljóðver og kláruðu lögin sem Freddie skyldi eftir sig og þar að auki voru nokkur sólólög Freddie Queenuð og látin með. Ég vill taka fram að það er algerlega ósatt að það hafi verið notuð einhver forrit til að herma eftir rödd Freddie í þessarri plötu, það er orðrómur sem hefur verið í gangi í kringum þessa plötu og hefur skaðað hana.


Lögin

1. <b>It's a Beautiful Day</b> er frábært lag sem ég notaði oft til að vekja mig, stutt en yndislega fallegt. Lagið er svo fullt af bjartsýni að það er ótrúlegt.

2. <b>Made in Heaven</b> er upphaflega sólólag með Freddie og kom fyrst út á Mr. Bad Guy, í þessarri útgáfu er Queen með undirleik sem var tekinn sérstaklega upp fyrir þennan disk. Flott lag, bæði með Queen og með Freddie sóló.

3. <b>Let Me Live</b>, þeir þrír syngja allir (John Deacon bassaleikari syngur aldrei), ólíklegt Queen lag með miklum gospel áhrifum. Gott lag.

4. <b>Mother Love</b> var síðasta lagið sem Freddie söng, það er gríðarlega sorglegt að heyra það en ótrúlegt að heyra hve frábær röddin hans Freddie er þarna. Síðasta erindið er sungið af Brian sem sýnir að Freddie náði ekki að klára það. Endar á því að spóla til baka, Freddie heyrist syngja á tónleikum, síðan brot úr Going Back með Larry Lurex
(Freddie) og endar á barnsgráti.

5. <b>My life has been saved</b> var gamalt lag sem ekki hafði komist að á plötu, líklega tekið upp í kringum 1989 en því var breytt mikið fyrir þessa plötu. Gott lag en ekki frábært.

6. <b>I was born to love you</b> er líka upphaflega sólólag með Freddie af Mr. Bad Guy, dáltið meira popplag en venjuleg Queenlög. Ég tek fram að ég er yfirleitt hrifnari af upphaflegu útgáfunum af lögunum hans Freddie. Fínt lag.

7. <b>Heaven for everyone</b> er upphaflega með The Cross, hljómsveit Roger Taylor, á “Shove It” albúminu en var samt sem áður sungið af Freddie þar (í evrópsku útgáfunni). Mér fannst upphaflega útgáfan flottari af því að þar er svo flott byrjun sem leiðir mann inn í draum og án þessarar byrjunnar þá finnst mér lagið missa svoltið mikið. Lagið er samt gott og varð vinsælt.

8. <b>Too Much Love Will Kill You</b> var frumflutt af Brian á Minningartónleikunum og þar söng hann það með sinni hrjúfu rödd sem mér finnst hæfa laginu, lagið var líka í flutningi Brian á “Back to the Light” disknum hans. Ólíkt hinum endurunnu sólólögunum, sem ég hef gagnrýnt, þá er þessi útgáfa þar sem Freddie syngur alveg frábær en samt sem áður finnst manni útgáfa Brian ekki neitt verri eftir að hafa heyra Freddie syngja lagið, þetta er öðruvísi útgáfa en báðar eru frábærar. Þetta lag er ekki um Freddie heldur grunar mig að sé um þegar Brian var að skilja við fyrri konu sína. Eitt af örfáum Queenlögum sem er samið í samvinnu við einhverja utan hljómsveitarinnar.

9. <b>You don't fool me</b> kom mér á óvart vegna þess að það sló svoltið í gegn en það er líklega af því að þetta er poppaðasta lag albúmsins. Ekki mitt uppáhaldslag, aðallega er mér samt illa við það af því það sló í gegn þegar það eru mun betri lög á albúminu.

10. <b>A Winter's Tale </b> er greinilega um Montreaux þar sem platan var tekin upp, gríðarlega fallegt lag sem ég get hlustað á og liðið betur.

11. <b>It's a Beautiful Day (reprise) </b> önnur, þyngri og aðeins lengri útgáfa af fyrsta laginu.

12. <i>Án titils </i> er bara eitt orð, Freddie segir/syngur “yeah”, undarlegt.

13. <i>Án titils </i> er líka furðulegt og er 22 mínútur, gaman að hlusta á það samt. Einhverjir vilja tákna það sem för Freddie upp til himna.

Í heild er þetta frábær plata (reyndar ekki mjög ROKKuð á Queen mælikvarða).

Dedicated to the immortal spirit of Freddie Mercury.

[btw þá ætti einhver bráðum að eyða út greininni sem er með vitlausum titli, ég get ekki eytt henni sjálfur ;(]
<A href="