Það komu svo mörg svör við Limp grein hérna neðar að ég stóðst ekki að setja söguna þeirra hér…….
Ein kraftmesta hljómsveit í að blanda saman metal,punki og hip hop stundum kölluðu rapcore, Limp Bizkit var stofnuð í Florida 1994 af söngvaranum Fred Durst vini hans Sam Rivers á bassa. Frændi Rivers John Otto kom skömmu síðar og spilaði á trommur og gítarleikarinn Wes Borland fullkomnaði kvartettinn sem seinna bætti við sig DJ Lethal. Eftir tónleika Korn í Jacksonville í Florida 1995 fékk bassaleikari þeirrar ágætu sveitar sér tattoo hjá Durst og þeir kynntust. Í næsta skipti þegar Korn komu til borgarinnar, fengu þeir demo tape og voru svo hrifnir að þeir gáfu Ross Robinson prodecer sínum það. Það var góður rómur folks í bransanum af Limp Bizkit sem kom þeir á túr með House of Pain og Deftones. Eftir tónleikaförina bauðst þeim fjöldi samninga við hin ýmsu plötufyrirtæki en þeir völdu Flip/Interscope og gáfu út sína fyrstu plötu Three dollar bill Y’all. Um mitt ár 1998 var Limp Bizkit orðið hype-aðasta band neðanjarðar Rapcore geirans, og túraði þá með Faith no more, Primus—- þeir komu líka fram á Mtv spring break 98 tískusýningunni. Þeirra stærsta breik var pláss á Family Values túrnum og það fyrst og fremst gerði bandið frægt enda frábært live band hér á ferð. Eftir langa bið kom loks önnur platan þeirra út í júní 1999 og hún og video-ið af Nookie gerði þá að súperstjörnum. Significant other fór í fyrstu viku á toppinn á ameríska billboard listanum og hafði selst í fjórum milljónum eintaka í lok ársins og hjálpa three dollar bill y’all í platínu. Fred Durst fékk stöðu sem forstjóri hjá Interscope í byrjun júlí þetta ár. Þrátt fyrir massíva velgengni var bandið alltaf mjög umdeilt og ekki batnaði það við Woodstock tónleikana ’99. Durst var gagnrýndur fyrir að hafa hvatt fólk til dáða á tónleikunum og sagður hafa endanlega kveikt í eldfimu liðinu á Woodstock með laginu Break stuff. Limp Bizkit headlinuðu Family values túrinn þetta ár eftir töluverð rifrildi við starfsfélaga sína í rokkinu. Durst var einn fyrsti tónlistarmaðurinn til að berjast fyrir frírri tónlist á internetinu með baráttu sinni fyrir lífi Napsters. Limp Bizkit spilaði fría tónleika víða um Bandaríkin á árinu 2000 sem talsmenn Napster allt þetta lagði grunninn að plötu þeirra Chocolate starfish and the hot dog flavoured water sem var sú þriðja í röðinni.
Stolið héðan og þaðan…..