Nokkur góð lög (ekki bara rokk) Hérna ætla ég að koma með nokkur lög sem ég mæli ágætlega með og er ekki kominn með leið á, svarið svo og segið hvaða lögum þið mælið með og hver eru í uppáhaldi hjá ykkur.
Einnig commentið og segið hvað ykkur finnst um lögin og hvað þið haldið að þau fjalli um.

————————————————————–

Sigur Rós - Svefn Genglar: Mjög gott lag sem ég hef hlustað of mikið á, fæ alltaf partinn sem hann syngur “tchoooOOO” á heilann. Þetta er nokkuð rólegt lag, held að það fjalli um fæðingu, eða kynlíf? Mæli með að fólk hlusti á allt lagið.
Einkun: 6/10, gerast varla betri.

Neil Young - Cortez The Killer: Þetta er eiginlega bara langt, flott gítarsóló með söng í endann, ef þið eruð meira fyrir söng þá getiði spólað yfir gítarsólóið, ef þið eruð bara fyrir gítarsóló þá getið þið stoppað þegar söngurinn kemur :) Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta lag er, en það er gott! Dáldið rólegt. Um hvað er það?
Einkun: 6.5/10

DJ Shadow - Organ Donor: Mjög gott “raflag”, mjög töff… Ekki eitthvað techno-trance og þetta lag gerir setninguna “techno er best unplugged” að kjaftæði. Um hvað er það?
Einkun: 5/10, frábært lag og ástæðan fyrir því að ég byrjaði að hlusta á techno.

Kyuss - Gardenia: Ekta stoner rokk/metal lag og var gjörsamlega hooked á þessu þegar ég heyrði það fyrst, elska sönginn og allt við þetta lag. Veit ekki alveg um hvða það er, held samt að það hafi verið samið um það hvernig það er þegar þeir “Djamma” í eyðimörkinni, þegar þeir plugga gítarana í samband og bjóða vinum sínum með í eyðimörkina… Eða bara um weed…
Einkun: 7/10, elska þetta lag, þori samt að veðja að flest ykkar séu ósammála um að það eigi að fá svona einkun, en þetta er skilgreining á alvöru Stoner metal.

Jimi Hendrix - Little Wing: Æðislegt lag og bara flott gítarspil af bestu gerð. Flott sóló og allt, frekar rólegt. (Sólóið byrjar þegar lagið er komið 1:40). Held að þetta sé um gellur, gellur og gellur… Eða verndarengil?
Einkun: 7/10

TuPac - Changes: Einn flottasti texti sem er til… Nú hugsa margir sem lesa þetta “Tupac? Var hann ekki rappari” Jú það er rétt, hann er rappari sem semur góða tónlist hvað sem þið segið. Það fer ekki milli mála hvað þessi texti er um.
Einkun: 7/10, er samt ekki að fíla sönginn.

Daft Punk - Around the world: Flott technolag.
Einkun: 4/10, þetta er samt góð einkun :)

Crash Test Dummies - God Shuffled His Feet: Gott gáfumannapopp af bestu gerð! Hef hlustað svo hræðilega oft á þetta lag að það er skrítið að diskurinn sé ekki bilaður. Söngvarinn er einn sá allra besti og með spes djúpa rödd. Hljóðfæraleikur er góður og mjög flottur texti.
Einkun: 7.5/10

Kimono - Aftermath: Mjög flott íslenskt lag, samt sungið á ensku… En mjög gott. Ég man meira að segja þegar ég heyrði það fyrst. Frábært lag og ég veit ekki um hvað það er?
Einkun: 6/10, elska gítarinn.

QUEEN - Radio Gaga: Frábært lag, pínu öðruvísi.
“We watch the shows-we watch the stars
On videos for hours and hours
We hardly need to use our ears”
Mjög mikið til í þessu.
Einkun: 6/10

Pixies - Here Comes Your Man Flott og glaðlegt lag, sem er reyndar um kjarnorkusprengjuna sem var sprengd. Ég vissi aldrei um hvað lagið væri fyrr en mér var sagt að “your man” væri nafnið á kjarnorkusprengjunni og að boxcar væri flugvélin sem bar hana.
Einkun: 6/10

Scissor Sisters - Take Your Mama Out: Voða fer í taugarnar á mér þegar fólk heyrir eitthvað á FM og það er strax stimplað sem rusl… Mjög gott lag, held að þetta sé um samkynhneigðan gaur sem er að koma úr skápnum og ætlar að segja mömmu sinni það.
Einkun: 6.5/10, gott lag “þótt það sé spilað á FM”

Doors - The End: Eitt af þeim betri! Þetta lag spannar heilar 11 mínutur! Held að þetta lag hafi fyrst átt að vera ástarlag. Einhversstaðar heyrði ég að þetta væri um gríska þjóðsögu um strák sem drap pabba sinn og *** mömmu sinni. Flott samt sem áður.
Einkun: 8/10

Sage Francis - Crack Pipes: Þá er komið að rapplagi. Þetta samdi hann Sage um frænda sinn sem framdi sjálfsmorð. Mjög vel samið og fallegur texti.
Einkun: 7.5/10, þetta lag er með þeim betri.

Sage Francis - Makeshift Patriot: Mjög gott lag um hvernig fólk er heilaþvegið af sjónvarpi. Mjög gott og mæli með þessu.
Einkun: 7.5/10, get ekki gert upp á milli þetta lag og Crack Pipes. Finnst samt betra að hlusta á Makeshift.

Funkadelic - Mommy, whats a funkadelic?: Funk af bestu gerð eins og öll lög með funkadelic, ég gat ekki gert upp á milli laga þannig að ég ákvað bara að setja þetta :) Annars mæli ég með disknum “Funkadelic” sem kom út árið 1970 minnir mig ef þér líkar það sem ég er búinn að mæla með.
Einkun: Keyptu bara Funkadelic diskinn.

Johnny Cash - Boy Named Sue: Nú er komið að ofurtöffaranum honum Johnny Cash. Þetta er fyndið lag með flottum texta. Mæli með þessu og hlustið á textann.
“And if I ever have a son, I think I'm gonna name him
Bill or George! Anything damn thing but Sue! I still hate that name!”
Einkun: 6.5/10

Modest Mouse - Dramamine: Flott lag bara, lítið sem ég get sagt. Um hvað er það? Einhver? Allavegna mjög gott lag og mæli með þessu og þessari hljómsveit!
Einkun: 6/10, flottur söngur… Söngvarinn minnir mig samt of mikið á færeyska dómínosgaurinn. Veit ekki afhverju.

Grandmaster Flash - Adventures of Flash on the… man ekki: Gott lag með flottu beati. Sérstaklega bassinn. Flott bara.
Einkun: 6/10, klassík!

Smashing Pumpkins - Disarm: Rólegt lag, veit ekki afhverju en byrjunin minnir mig á jólalag… Örugglega útaf bjöllunum. En það lagast. Þetta er eitt þekktasta lag Smashing Pumpkins og með þeim bestu. Lagið er spilað með acoustic gítar, svo koma fiðlur eða eitthvað.
Billy Corgan sagði sjálfur að hann samdi lagið vegna þess að hann þorði ekki að skera hendurnar af foreldrum sínum og ákvað þessvegna að hefna sín í gegnum þetta lag. Og í staðinn fyrir að hafa þetta reiðilag um hvað hann mundi gera við þau, þá hafði hann þetta rólegt, ljúft lag, með fallegum texta til að minna þau á að hann hafi tilfinningar og láta þau fá samviskubit og sjá hvað þau hafa gert við æskuna hans.
“I used to be a little boy
So old in my shoes
And what I choose is my choice
What's a boy supposed to do?
The killer in me is the killer in you
My love
I send this smile over to you”
Einkun: 8/10, með þeim betri… Ekkert gítarsóló samt :(

Smashing Pumpkins - Mayonaise: Byrjunin er svakalega flott gítarspil, mjög róleg og falleg byrjun sem hrífur mann strax, svo maður verður einfaldlega að hlusta meira. Svo kemur smá disortion í gítarinn. Í part af laginu getur maður heyrt spes hljóð í gítarnum vegna þess að hann keypti hann brotinn á bílsskúrssölu og þá heyrðist töff hljóð í honum. Ég veit ekki alveg um hvað lagið er en allavegna gott lag.
Einkun: 7.5/10

Emiliana Torrini - To Be Free: Ég er ekki viss um hvað þetta lag er. Fyrstu 25 sekúndurnar heilla mig mjög mikið, veit ekki afhverju. Lagið má finna í Crazy Beautiful sem er hið besta mál.
Einkun: 4/10, góð einkun, ég sé mig bara ekki hlustandi á þetta lag eftir ár.

Megadeth - Tout Le Monde (Live): Get hlustað endalaust á þetta lag, fann það á einhverjum live bootlegg diski og það er svo svakalega flott. Studioútgáfan heillar mig alls ekki, en þetta er bara gott! Held að lagið hafi komið á Youthanasia? Og Dave Mustaine samdi það í sjálfsmorðshugleiðingum, og þetta er eiginlega svona kveðjubréf.
“Please smile when you think of me
My body's gone that's all ”
Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri þessa setningu í live útgáfunni, en finnst lítið varið í þetta lag í upprunalegu útgáfunni.
Tout Le Monde þíðir einfaldlega til ykkar allra.
Einkun: 8/10, úfff, of gott lag.

Led Zeppelin - Bron-Yr-Aur Stomp: Eitt af bestu Zeppelin lögum allra tíma! Uppáhalds Led Zeppeling lagið mitt. Þegar ég var að spila þetta einhverntíman komu skólafélagar mínir “OJJ Country..” Þetta hefur svona country/folk fíling og er að fíla það vel. Lagið er allt acoustic gítar og þetta er eitt það flottasta sem ég hef heyrt og varð til þess að ég fékk æði fyrir að spila á acoustic gítar. Þetta lag er ómissandi í road trippið! Bara láta ykkur vita að hann er að syngja um hundinn sinn…
Einkun: 8.5/10, meistaraverk!

——————————————————-

Jæjja, þá er maður hættur. Segið eitthvað um lögin og endilega náið bara í þau og segið hvað ykkur finnst um þau og hvað þau eru um. Ef ykkur líst eitthvað á þetta þá get ég sagt ykkur frá fleirum, og kanski óþekktari lögum en þetta.

Ég bið að heilsa.