godspeed you black emperor! Halló, hérna ætla ég að skrifa um eina af mínum uppáhalds hljómsveitum,
sem heitir því langa og skemmtilega nafni ‘godspeed you black emperor!’
hír ví gó

Meðlimir:
Efrim Menuck (gítar) og Mauro Penzzente (bassi) Thierry Amar (bassi), David Bryant (gítar), Bruce Caudron (trommur),
Aidan Girt (trommur), Norsola Johnson (selló), Roger Teller-Craig(gítar) og Sophie Trudeau (fiðla). Öll frá Kanada.. eða flest allavegana.

Diskar:
<b>'all lights fucked on the hairy amp drooling'</b> - 33 kassettur, gefið út 1994

<b>'f#a# infinity'</b> - constellation gefur þá út í október 1997. Upprunalega bara 500 eintök, svo
endurpressað, handgerð umslög, með eina af 3 alvöru ljósmyndum límda framan á, fylgir með poki
með góðgæti, meðal annars útflöttu penníi eftir lest. Væri ekki amarlegt að eiga eitt þannig.

<b>'Slow Riot For New Zero Kanada'</b> - gefinn út 8.mars 1999, diskur þessi svatur og stendur framan á honum ‘chaos’
á hebresku, á þessum diski stendur ekki laganöfn eða godspeed you black emeperor! á neinstaðar.. allavegana
rosalegur diskur með 2 frábærum lögum, Moya og BBF3. BBF3 stendur fyrir ‘blaise bailey finnegan III’ sem er
fyrrverandi söngvari Iron Maiden og fer hann með ljóð í þessu lagi.

<b>'Lift Your Skinny Fists Like Antennas to Heaven'</b> - kom út 23. október 2000, tvöfaldur diskur.
Diskur 01
lag 01: storm [22:32]
1: lift yr. skinny fists, like antennas to heaven… [00:00 - 06:15]
2: gathering storm [06:15 - 17:25]
3: “welcome to barco am/pm…” [l.a.x.; 5/14/00] [17:25 - 18:40]
4: cancer towers on holy road hi-way [18:40 - 22:32]

lag 02: static [22:35]
2: terrible canyons of static [00:00 - 03:34]
3: atomic clock [03:34 - 04:43]
4: chart #3 [04:43 - 07:22]
5: world police and friendly fire [07:22 - 17:10]
6: [...+the buildings they are sleeping now] [17:10 - 22:35]

Diskur 02
lag 01: sleep [23:17]
1: murray ostril: “…they don't sleep anymore on the beach…” [00:00 - 01:10]
2: monheim [01:10 - 13:24]
3: broken windows, locks of love pt. III. / 3rd part [13:24 - 23:17]

lag 02: antennas to heaven [18:57]
1: moya sings “baby-o”… [00:00 - 01:00]
2: edgyswingsetacid [01:00 - 01:58]
3: [glockenspiel duet recorded on a campsite in rhinebeck, n.y.] [01:58 - 02:45]
4: “attention…mon ami…fa-lala-lala-la-la…” [55-St.Laurent] [02:45 - 04:03]
5: she dreamt she was a bulldozer, she dreamt she was alone in an empty field [04:03 - 13:46]
6: deathkamp drone [13:46 - 16:55]
7: [antennas to heaven...] [16:55 - 18:57]

já.. dáldið svona pínu smá flókið, <b>lift yr. skinny fists like antennas to heaven</b>, er tvöfaldur,
og á hverjum disk eru 2 lög, diski 01 eru storm og static, og á diski 02 eru sleep og antennas to heaven,
öll þessi lög eru mörg lítil lög set saman í eitt stórt lag.. enda eru öll þessi lög um 20min hvert.. okei?

Tónlist:
þau spila tja.. hvað á maður að segja, tilraunarokk, og eru flest lögin ekki undir 15min.
Flest lögin þeirra eru mörg lítil lög set saman, flest byrja þau öll rólega en enda í
rosalegri fullnægingu og fjara svo út. Það er mjög erfitt að lýsa þessari tónlist, þau
notast vil allskonar sömpl og monólogga, ég skil vel ef að mikið af fólki finnst erfitt að
hlusta á þetta, en ég finn mig mjög vel í þessari tónlist og þeir sem gefa sér tíma í að
virkilega hlusta á hana, enda flest allir sem gybe! fíklar.. alveg satt.. held ég.

Trivia:
Já þau eru dáldið skrýtnir fuglar, þau forðast sviðsljósið, þau leyfa aðeins útvöldum blöðum að taka
viðtöl við sig og er alveg sama þótt að tónleikarnir þeirra séu teknir upp á td. minidiscspilara.
Nafnið fengu þau frá japanska leikstjóranum Mitsuo Yanagimachi sem að gerði heimildarmyndina
'Baraku Emporuru' s.s God Speed You: Black Emperor! um japanskt
móturhjólagengi sem heitir black emperor!. Sigur rós touraði með þeim og hitaði upp fyrir þá..
man ekki alveg hvenær.. dáldið síðan samt.. svo var haft eftir einum meðlimi gybe! að hann
fílaði ekki sigur rós og fannst þeir vera komnir með aðeins of mikið stjörnu attítúd, ohjæja..
Ekki er hægt að kaupa neinn official gybe! varning.. föt og þannig lagað.. og hér ætla ég að quota
í Bruce: “ef að þig langar í gybe! bol verðuru að búa hann til sjálfur”
Jæja, núna ætla ég ekki að röfla meira um þá.. ég vil taka það fram að sumt af þessu fékk ég frá frábærri
íslenskri tónlistar síðu, -> <b>http://www.freebox.com/arnividar/gybe.html</b> <- þessi síða.. vúha.. laaaang
besta íslenska tónlistar síða sem að ég hef séð. Held að ég hafi fundið einhvern fróðleiksmola um allar
mínar uppáhalds hljómsveitir á þessari síðu, og fundið nýjar og skemmtilegar.. eins og td. Fizzarum.. og
mun ég elska Árna Viðar, hver sem það er að eilífu fyrir að kynna mig fyrir þeim.. kannski ekki að eilífu..
en í einhvern tíma. Ohjæja.. voðalega er þetta orðið langt röfl hjá mér..
jæja ég vil enda þetta með að nefna aðra frábæra hljómsveit sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, það er
'A silver mt. zion' og í henni eru nokkrir gybe! meðlimir, Efrim Menuck (píanó, gítar, söngur), Sophie Trudeau (fiðla)
Thierry Amar (bassi) og Aidan Girt (trommur) og gestaleikarar. Eini diskurinn þeirra,
'He Has Left Us Alone But Shafts of Light Sometimes Grace the Corners of Our Rooms' , er
algjör djöfulsins snilld.. snilld snilld snilld segi ég! varla hægt að lýsa þessari tónlist.. frábær bara og ekkert meira með það.
Endilega að tjékka á þessum hljómsveitum.. og síðunni hans Árna Viðars.
Þið ættu að geta fundið fulltaf lögum með gybe! á www.mp3it.com , öll live reyndar, en þarna eru nokkur mjög góð.
Kveðja,
Sindri.