Ég sendi þessa grein líka inná spjallborðið hjá www.rr.is en ákvað að senda þetta líka hingað.
Hér kemur smá grein um hljómsveitina Velvet Revolver en hljómsveitina skipa:
Slash - gítar
Scott Weiland - söngur
Duff “Rose” McKagan - bassi
Matt Sorum - Trommur
David Kushner - gítar
Velvet Revolver byrjaði sem “jam session” meðal þriggja fyrrverandi Guns'n'roses meðlima, þegar þeir áttuðu sig á að áhuginn var enn til staðar til að byrja að spila fyrir áhorfendur aftur. Tríóð fór að semja nýtt efni og prufa söngvara fyrir hljómsveit sem kölluð var The Project.
Þetta verkefni þeirra vakti töluverða athygli og VH1 sjónvarpstöðin ákvað að taka upp leit þeirra að söngvara, á meðan að því ferli stóð gekk David Kushner (Wasted Youth, Dave Navarro) í hljómsveitina sem rythma gítarleikari en hann var búinn að vera að spila með Duff í hinum ýmsu verkefnum undanfarinn ár auk þess að kannast við Slash frá því í skóla.
Vandræðagemsinn Scott Weiland úr Stone Temple Pilots gekk svo síðastur í hljómsveitina en þeir segja að um leið og hann byrjaði að syngja með þeim vissu þeir að þetta væri söngvarinn sem þeir hefðu verið að leita að.
Hljómsveitin fór fljótlega í stúdió til að taka upp lagið Set Me Free sem var á soundtrackinu fyrir Hulk myndina. Um sumarið breyttu þeir svo nafninu úr The Project yfir í Velvet Revolver.
Sveitin gerði svo útgáfusamning við RCA og restin af árinu 2003 fór í það að skipuleggja stúdíótíma og tónleika í kringum meðferð sem Scott Weiland þurfti að sæta samkvæmt dómsúrskurði.
RCA gaf svo út tilkynningu um að plata sveitarinnar myndi líta dagsins ljós í apríl 2004 sem þeir frestuðu svo til maí og að lokum til júní.
Eftivænting aðdáenda jókst stöðugt meðan á þessu stóð og Slash of Duff voru duglegir að kynna plötuna meðan Scott Weiland var í endurhæfingu. Þegar platan kom loksins út vakti hún mikla lukku enda þótti hún sameina Stone Temple Pilots og Guns'n'Roses með einkennisgítarsoundi Slash. Að sjálfsögðu fór platan í fyrsta sæti á Billboard listanum ásamt því að fara á toppinn á mest söldu plötum í gegnum internetið þegar hún kom út.
Smá um Guns'n'Roses:
Ég held að allir sem hlusta á rokk yfir höfuð vita hvaða hljómsveit Guns'n'Roses er og þess vegna ætla ég ekki að skrifa mikið um hana en hljómsveitina skipuðu:
Axl Rose - söngur
Slash - gítar
Duff McKagan - bassi
Matt Sorum - trommur
Izzy Stradlin - gítar
Reyndar var Matt Sorum ekki á trommunum upphaflega heldur trommari að nafni Steven Adler.
Hljómsveitin var stofnuð í Kaliforníu og fyrsta breiðskífa þeirra, Appetite for Destruction, var gefin út árið 1987 af plötufyrirtækinu Geffen, platan seldist ekkert alltof vel en um það bil ári eftir útgáfu hennar fór MTV að byrja að spila lagið Sweet Child Of Mine og við það skaust bæði platan og lagið í efsta sæti á vinsældarlistum og Guns'n'Roses varð ein af stærstu rokkhljómsveitum heimsins.
Eftir vinsældir lagsin Sweet Child Of Mine ákváðu þeir að endurútgefa fyrstu smáskífu plötunnar Welcome To The Jungle og fór það lag í topp tíu á vinsældarlistum.
Eftir vinsældir Appetite for Destruction fóru þeir að vinna að næstu plötu sinni og í því ferli ráku þeir Steven Adler og réðu Matt Sorum í staðinn, ástæðan sem þeir gáfu fyrir að hafa rekið Adler var mikil eiturlyfjaneysla hans sem hafði áhrifa á spilamennsku hans og þeir réðu einnig Dizzy Reed á hljómborð.
Í september árið 1991 gáfu þeir svo út Use Your Illusion 1 og 2 og það voru frábærar plötur þar á ferðinni og talið var að þetta væri byrjunin á frábærum rokk áratug en þegar Nevermind með Nirvana kom út breyttist það og glamúrlífstill Guns'n'Roses þótti skyndilega mjög uncool.
Við dvínandi vinsældir fór hegðun Axl Rose að breytast til verri vegar og margir kannast við þegar hann gekk útaf sviðinu á tónleikum í Montreal eftir aðeins nokkur lög og sköpuðust gríðarlega óeirðir við það.
Izzy Stradlin hætti í sveitinni og fljótlega fóru orðrómar af stað um að sveitin mundi hætta.
Axl Rose fór stöðugt meira í taugarnar að öðrum meðlimum sveitarinnar og árið 1996 fékk Slash nóg og hætti opinberlega í sveitinni.
Guns'n'Roses er reyndar enn starfandi í dag með Axl Rose sem söngvara en nýrri plötu sveitarinnar, Chinese Democrasy, hefur stöðugt verið frestað frá árinu 2001.
Stone Temple Pilots: Þarsem ég þekki ekki mikið til þeirrar sveitar verður kannski umfjöllunin um hana ekkert alltof góð en hlómsveitina skipuðu:
Scott Weiland - söngur
Robert DeLeo - bassi
Eric Kretz - Trommur
Dean Kretz - Gítar
Scott Weiland kynntist Robert DeLeo á einhverjum tónleikum og þeir ákváðu að stofan hljómsveit saman og töluðu við Eric Kretz um að spila á trommur og hann fékk svo bróðir sinn Dean Kretz til að spila á gítar í sveitinni.
Fyrsta plata sveitarinn hét Core og innihélt hún smellina Plush og Sex Type Thing og varð platan mjög vinsæl. Árið 1994 kom svo önnur plata sveitarinnar út og fékk hún nafnið Purple.
Á þessum tíma átti Scott Weiland í miklum heróín vanda og var hann alltaf inn og út út meðferðum en þriðja plata sveitarinnar, Tiny Music… Songs From The Vatican Giftshop, kom út árið 1996 og sú fjórða kom út árið 1999 og fékk hún einfaldlega nafnið No4.
Árið 2001 kom svo út platan Shangri-La Dee Da og var það síðasta plata sveitarinnar því að Scott Weiland hætti í sveitinni og gekk til liðs við Velvet Revolver.
Helstu heimildir:
www.allmusic.com
www.sing365.com
www.mtv.com
P.S. Endilega leiðréttið allar þær staðreyndarvillur sem eru í textanum en þær gætu verið nokkar.
Vonandi hafið þið gaman af lestrinum