Það getur verið mjög gaman af cover lögum og sérstaklega ef hljómsveitin reynir ekki að herma eftir heldur taka lagið eftir eigin höfði. Gott dæmi um þannig cover myndi vera Gloria Gaynor diskósmellurinn I Will Survive í flutningi Cake. Mér finnst hinsvegar oftast mjög óspennandi þegar að hljómsveitir ætla að veita virðingu sína með því hreinlega að herma eftir upphaflegum flutningi.
Hér eru nokkur lög sem mér dettur í hug sem góð cover lög, endilega póstið einhverjum sem þið þekkið og eru góð.
Smashing Pumpkins: Soul Power (James Brown flutti a.m.k.)
-
Lou Reed: This Magic Moment (??? af Lost Highway s/t)
-
Travis: Hit Me Baby One More Time (B. Spears, a.m.k. flutt af henni…)
-
Metallica: Stone Cold Crazy (Queen)
-
Jimi Hendrix: All Along the Watchtower (B. Dylan - og reyndar besta “cover” á Dylan lagi sem ég man eftir þrátt fyrir að ALLIR hafi tekið Knockin' on Heaven's Door (E.C. gerði það auðvitað best ;))
Og rétt að Smashing Pumpkins fái nú tvö: Fleetwood Mac lagið Landslide ef svo ólíklega vill til að einhver hafi gleymt því :)
Ég ákvað að nefna ekki live lög, strax og mér datt eitt í hug kom annað o.s.fr. Svo eru góðar líkur á að þau lög sem koma upp séu mjög sjaldheyrð. Það má samt kannski skjóta inn cross-over covers, t.d. tók kántrí kallinn Garth Brooks lagið Shameless og gerði rokna vinsælt en Billy Joel átti það.
Þar sem ég veit að einhverjir eiga eftir að bæta inn slæmum cover lögum í svörum ætla ég að vera fyrri til og útnefna framlag 4 Non Blondes (Misty Mountain Hop) og Cheryl Crow (D'yer Mak'er) á Encomium tribute diskinum til Led Zeppelin.
P.S. Þetta efni var á leiðinni á korkinn þangað til þetta varð að langloku… Verð samt ekkert hissa ef þið eruð að lesa þeta á korkinum.