Limp Bizkit - Góð hljómsveit Ég hef tekið eftir því að því meira sem ég les um greinar sem tengjast á einhvern veg hljómsveitum, tónlist.. þá sé ég ekkert nema eitthvað neittkvætt um Limp Bizkit, Fred Durst er fífl, alltof ofmetin hljómsveit..

En mitt álit er það að Limp Bizkit er ein besta hljómsveit samtímans !! Það er sko það sem mér finnst, veit að svona 90% eru á móti mér. Fred Durst er kannski vælandi, en þó ekki eins og Slipknot eða fíflið Zack De La Rosa í Rage Against the machine, það er leiðinleg hljómsveit !! Korn er flott, Jonathan Davis er með leiðinlega rödd !! Mér finnst Durst ekki vera neitt fífl, en veit að ég er líklega sá eini á landinu með þá skoðun. Take A Look Around er alveg brilliant lag, ekki eins og myndin sem lagið var gert fyrir (M:I-2), en það er mjög flottur texti og hann er tileinkaður ykkur öllum !! (now i know why you wanna hate me), og það vill svo heppilega til að ég er að hlusta á þetta brill lag núna, ég á alla diskana með Limp Bizkit, Three Dollar Bills, Significant other og Chocolade Starfish.. !! Þeir eru allir snilld nema sá fyrsti.. Nr. 2 er/var bestur.. þar eru lög á borð við nookie, break stuff, n 2 gether now, 9 teen 90 nine og fl. meistaraverk !!

Minna ykkur á það að þeir eiga dýrasta myndband sögunnar, Rollin' sem kostaði 246.000.000 $, og einnig slógu þeir heimsmet í plötusölu, þeir seldu 1.000.000 eintök af Chocolade Starfish and the Hotdog flavored water á innan við VIKU !!! og diskurinn er ennþá á ToppXX listum hjá plötusölum !!

Fyrst að þetta er svona hryllilega ömurleg hljómsveit, af hverju er hún þá sú allra vinsælasta í dag ? … svarið mér því…


sigzi