Tekið af www.visir.is

Robert Plant, fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Led Zeppelin, heldur hljómleika í Laugardalshöllinni þann 24. apríl næstkomandi. Hann kemur ásamt hljómsveit sinni, The Strange Sensation, og í fréttatilkynningu um viðburðinn segir að á hljómleikunum verði flutt lög frá sólóferli Plants ásamt rjómanum af tónlist Led Zeppelin.

Led Zeppelin, og þar með Robert Plant, hélt tónleika hér á landi árið 1970 í Laugardalshöllinni. Hafa þeir tónleikar æ síðan haft yfir sér goðsagnakenndan blæ og eru af mörgum taldir bestu rokktónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi. Tónleikar Plants verða einnig í Höllinni og segir í fréttatilkynningu að þetta verði síðustu tónleikar sem haldnir verða þar áður en henni verður lokað vegna breytinga.

Miðasala á tónleikana hefst 19. mars í verslunum Skífunnar og BT-verslunum á Akureyri og Selfossi.

_________ váá verð að komast á það!!
./hundar