Írska hljómsveitin U2 hefur verið starfandi í um 23 ár og hefur á þeim tíma skráð sig á hin ýmsu spjöld rokksögunnar.
Ætla ég mér ekki að rekja viðburðarríka sögu þeirra hér, slíkt væri óðs manns æði. Tækifærið ætla ég hins vegar að nota til að birta persónulega stjörnugjöf á breiðskífum þeirra. Ef allar smáskífur ( þar með talið aukaútgáfur þeirra ) yrðu teknar með væri listinn vel á annað hundrað plötur og því ætla ég að halda mér við breiðskífur í bili.


hámark *****
botn !!!!!

1. Boy - 1980 = ****

Ferskt byrjendaverk. Frekar einfaldar lagasmíðar en magnaðar þó. Sköpunargleðin helsti kosturinn, skapar oft tímalausar stemningar.

2. October - 1981 = ***1/2

Kaldari plata en Boy. Sennilega “óvinsælasta” plata U2 ef svo má að orði komast, persónulega er hún í uppáhaldi hjá mér.

3. War - 1983 = ****1/2

Magnaðasta plata U2 þá. Sterkari lagasmíðar, þétt keyrsla enda bandið búði að túra eins og brjálæðingar. Pólitískt ívaf og tilfinningaríkar stemningar gera þessa plötu eftirminnilega. Platan hefur selst í á áttundu milljón og var fyrsta sölustykki U2.

4. Under a blood red sky - 1983 = ***1/2

Live plata, tekinn upp í USA 1983. Stutt skífa. Inniheldur lög af War, Boy, October og smáskífum. Sýnir vel hversu góð tengsl þeir náðu að mynda við áhorfendur, “40” er gott dæmi um það. Fær misjafna dóma en U2 aðdáendur kunna mjög vel að meta hana. Ég set hana alltaf á um jólaleytið og rifja upp gamla daga. Þá er þetta partývænasta platan þeirra.


5. Unforgettable fire - 1984 = ***1/2

Lanois og Eno komnir til sögunnar. Platan ber keim af umhverfi sínu í tímanum og mest tækniunna platan hjá þeim þá. Hún er yfirvegaðri, textarnir ríkari af myndlíkingum. Minna um söguflæði í textum. Þessi plata á góð augnablik en lag nr. 2 “in the name of love” var vinsælasta lag þeirra frá upphafi á þessum tíma. Flutningur þess á live aid var ekki til að skemma fyrir vinsældunum síðar meir.

6. Awake in a America - 1985 = ***1/2

Stuttskífa. Um 20 mínútur minnir mig. Miðlar Unforgettable fire töfrunum af sviði en gagnrýnendur virtust ekki sjá það og gagnrýndu U2 m.a. fyrir að gefa út svona stutta skífu en þetta var sjötta plata U2 á fimm árum og því kannski óréttmæt gagnrýni.


7. The Joshua Tree - 1987 = ****1/2

Talinn besta plata þeirra ásamt Achtung Baby (1991) og sölumesta plata þeirra til þessa. Hún hefur þrisvar komist inn á topp 20 í UK síðan hún féll af listum fyrst. Hefur selst í vel á 16du milljón og er því sú plata þeirra sem er í flestum plötusöfnum heimsins. Var auglýst skemmtilega fáranlega í kvikmyndinni Blown Away, með Jeff Bridges að mig minnir.
Það þekkja flestir fyrstu þrjú lög plötunnar, þ.e. where the streets have no name, i still haven´t found what I´m looking for og with or with out you. Besta lagið er Running to stand still. Það segir frá eiturlyfjaneytanda í Dublin, “ I see seven towers but I only see one way out” vísar til félagsíbúðablokka í Dublin sem kölluðust sjöturnarnir.
Mikið var látið með hljómsveitina í kjölfar plötunnar og “komust” þeir m.a. á forsíðu Time. Tónleikamiðar seldust á uppsprengdu verði o.s.frv..


8. Rattle and Hum - 1988 = ***1/2


Blanda af stúdíó og tónleikaplötu. Var upphaflega tvöfölt sem vinyll og seldist ágætlega eða í á níundu milljón í dag. Inniheldur ágæta spretti en einnig dapra. Sú plata sem mest var umdeild hjá þeim þangað til Pop kom út 97. Alls ekki sú plata sem maður myndi kynna bandið með en hún er U2 aðdáendum góð heimild um hljómsveitina.
Plötunni var fylgt eftir með vinsælli kvikmynd sem halaði um 9 milljón dollara bara í bíó í USA. Bók sem bar sama nafn varð best seller í UK og seldist í 3 milljónum. Af þessu má ráða að hljómsveitin var geysivinsæl um þessar mundir.

9. Achtung Baby 1991 - ****1/2

Nær óaðfinnanlegt “comeback” hjá hljómsveit sem var nánast afskrifuð. Þessi plata er ekki perfect en sú sem kemst næst því hjá þessum gaurum. Platan er mjög tilfinningarík og var henni fylgt eftir með besta tónleikaferðalagi þeirra ever ( including elevation 2001 ). One er langfrægasta lag plötunnar og sennilega það sem á eftir að lifa einna lengst í lagasafni þeirra.


10. ZOOROPA 1993 - ****

Átti fyrst að vera smáskífa en varð sem betur fer breiðskífa. Tekinn upp á þrem vikum snemmsumars 93. Gefinn út í byrjun júlí og seldist aðeins lakar en Achtung Baby. Stórkostleg tónleikasena fylgdi og flott sena almennt. Þessi plata fékk hin vafasömu Grammy verðlaun fyrir “best alternitive album”. Ein af betri plötum U2.


11. POP 1997 - ***1/2

Mikil vonbrigði fyrir marga U2 aðdáendur sem héldu að sveitin næði jafnvel sínu besta verki, nægur var tíminn og aðstoðarliðið ekki af verri endanum. Nelle Hooper meðal annarra. Á þó góðar stundir og alls ekki léleg í heild þótt hún detti niður. Popmart tónleikaferðalagið sem fylgdi var alger klikkun og gaf zoo tv 92 og zooropa tour 93 töluvert eftir. Undirritaður ætlaði að sjá þá í ágúst 97 í London en missti sem betur fer af því.


12. Best of U2 1980 - 1990. (neita að gefa stjörnur)

Umdeilt val en miklar vinsældir, selst enn í um 50 þús. eintökum á mánuði. Annars verður hver að dæma svona collection fyrir sig.


13. All that you can´t leave behind - ***1/2

Þessi plata er búin að seljast mjög vel. Besta sala og dómar síðan Achtung Baby 91 ( ef frá er talið fyrrnefnt safn ).
En að mínu mati þurr og töfrasnauð. Samt vel unnin og textar allt í lagi. Þeir gera sitt vel þarna. Takið eftir biblíuvísuninn framan á plötunni ( vinstra megin ). Platan þykir marka upphaf endurreisnar hljómsveitarinnar og verður gaman að sjá hvort úr rætist, allaveganna gengur miðasala glimmrandi og allt umtal fremur jákvætt þannig að þeir ættu að vera í góðum fíling.


Að lokum. Í yfirlitið vantar Passengers verkefnið, Captive plötu Edge og margt fleira en það verður að bíða betri tíma.


Með fyrirvara um villur, leiðrétti og set inn í svör ef þurfa þykir.