Já áður en þið byrjið að lesa greinina þá tek ég það fram að ég skrifaði þessa ritgerð fyrir ca 2 árum og er öruglega slatti af stafsetningarvillum sem þið megið bara hunsa.
Dave Grohl sem er fæddur 14 janúar 1969, er talinn vera einn af bestu Rock n' Roll trommurum í heiminum, en hefur nýlega verið mjög vinsæll sem söngvari og gítarleikari. Grohl byrjaði að spila á trommur í punk hljómsveitum í kringum 1980, byrjaði hjá hljómsveitinni Freak baby, sem varð af Mission Impossible og seinna breytt í Fast. Eftir að Fast hættu, var hann aðeins 16 ára og þá fór hann í hljómsveitina Scream og túraði hljómsveitin mikið í bandaríkjunum og seinna í evrópu. Þetta var í kringum 1987.
Svo kom Nirvana. Kurt Cobain, gítarleikari, söngvari og sönghöfundur og Krist Novoselic bassa leikari sáu Dave spila fyrir Scream og þeim fannst hann vera alveg frábær trommari og þeir buðu hann í hljómsveitina árið 1990. Þá höfðu Nirvana þegar gefið út sína fyrstu plötu, Bleach, sem þeir gáfu út 1989 og stefndu á það að gera nýa plötu með Dave, sem mundi svo heita Nevermind.
Nevermind var gefinn út í September 1991, hoppaði efst uppá vinsældarlistana og breytti tónlistarheiminum mjög mikið. Nevermind valdi breytingu “Grunge” tónlist, sem var líkt hljómsveitum eins og Pearl Jam, Soundgarden og Alice in Chains. Frábærar trommur Dave's með Ringo Starr stíl sínum hjálpaði að gera Nirvana af einum mikilvægustu hljómsveitum 90' áratugsins.
2 árum eftir Nevermind kom In Utero, og er talinn vera besta plata Nirvana. Hinsvegar, 7mánuðum síðar, fram Kurt Cobein sjálfsmorð og þá var Nirvana búið. MTV Unplugged var gefið út mánuði eftir dauða hans, en það ver tekið upp rétt fyrir sjálfmorð sitt.
Í framhaldi við dauða Cobains og Nirvana, byrjaði Grohl að semja tónlist sjálfur. Hinsvegar, var hann svo niðursokkin í dauða vinar síns að hann hætti næstum að spila tónlist gjörsamlega. Þrátt fyrir náði Dave að komast í gegnum þetta með hjálp vina og hélt áfram að gera lög sem mundu seinna koma út á firstu Foo fighters plötuna.
Dave spilaði á öll hljóðfærin á þessari plötu, sem var kölluð “Foo Fighetrs” og var gefin út í júlí 1995. Dave vildi núna túra með plötuna og þurfti einhverja meðlimi í hljómsveitina. Hann fékk Pat Smear á gítar, en hann hafði verið í Nirvana um smá skeið, Nate Mendel fékk hann á Bassa og William Goldsmith á trommur. Dave hoppaði hálfgert frá trommunum að söngnemanum og var með gítar í hendi í staðinn trommukjuða.
Foo fighters platan fór “Platinum” og 3 lykil lögin á þessari plötu voru, “This is a call”, “I'll stick around” og “Big me”. Öskur í Dave og endaluas orka á sviði gerði þá af stórhljómsveit á skömmum tíma.
Svo árið 1996 kom út platan “From the Muddy Banks of the Wishkah” sem voru ýmis lög með Nirvana sem voru live sem mundi vera það síðasta sem kæmi frá Nirvana. Hinsvegar fór Dave aftur í Studíóið og fór að semja lög á nýju Foo Fighters Plötuna, sem mundi vera kölluð The Colour and the Shapes.
Þetta verkefni var öðruvísi fyrir Grohl, því núna var hann ekki einn að vinna þessa plötu, og hann var heldur ekki bakvið trommurnar, hann var aðal karlinn. Á meðan upptökur stóðu ákvað Goldsmith (trommarinn) að hætta, þannig Grohl þurfti að spila á trommur á þessari plötu líka.
Dave var fljótur að finna nýjan trommarar strax eftir upptökurnar á The Colour and the Shapes. Sá trommari var Taylor Hawkins. Mynd af honum var birt á plötunni, þrátt fyrir það að hann spilaði ekkert á henni.
The colour and the shapes var gefinn út í júní 1997, og voru þar 4 aðalög eins og “Monkey Wrench”, “Everlong”, “My Hero” og “Walking after You”. Stuttu eftir fóru þeir að túra með plötuna, en svo haustið 1997 misti hljómsveitin annan meðlim. Á MTV video music adwards gaf Pat Smear (gítarleikarinn) það út að hann væri að hætta í Foo fighters, þannig að þeir kynntu í staðinn Franz Stahl, einn af fyrrverandi meðlimum Scream.
Þeir héldu áfram að túra með The Colour and the shapes, og héldu þeir einnig áfram að fá þann vinsæla orðróm sem þeir áttu skilið. Eftir að þeir hættu að túra ákvöðu þeir að taka smá hvíld, en svo hoppuðu þeir strax aftur í studio. En svo hætti Franz Stahl og þá gerðust þeir af Tríó fyrir plötuna “There is nothing left to lose” sem var 3 plata þeirra.
Grohl, Hawking og Mendel fóru heim til Grohl í Virginia og byrjuðu að taka upp og semja lög fyrir þessa plötu, og í November 1999 var hún gefinn út og fyrsta lagið á plötunni, “Learn to fly” var spilað alveg ótrúlega í útvörpum um allan heim, alveg eins og “Breakout”, “Stacked Actors”, og “Generator”.
Þeir túruðu einhvað smá í endanum á 1999 og í byrjun 2000 með Chris Shiftlett sem gítarleikara. Í mars 2000, byrjuðu þeir að túra með hljómsveitinni Red hot chilli peppers, og svo þegar sá túr var búinn héldu þeir áfram opna veginn að túra með hljómsveitum eins og Queens of the stone age.
Svo árið 2003 kom út ein besta Rock plata allra tíma og hún fór “platinum” á ótrúlega skömmum tíma. Sú plata heitir “One by One” og voru lög eins og “Times like these”, “All my life” og “Come back” og mörg fleiri.
Núna eru þeir að vinna í nýrri plötu sem mun koma út í lok 2004 eða í byrjun 2005 sem verður mjög trúlega besta plata þeirra.