Ég var nú ekki að svara þér, við skrifuðum þetta á sama tíma.
Ég ætti kannski að skýra betur frá máli mínu. Þungarokk er bara tónlistarstíll og þarafleiðandi ekkert einhæfari en aðrir stílar en ég er aðallega að skjóta á flytjendurna en það er ekki oft sem að þeir reyna við aðra tónlistarstíla á plötum sínum (þá meina ég ekki önnur afbrigði af þungarokki) ég hef sjaldan heyrt þungarokksplötu sem hefur fyrir utan þungarokk einnig popp, kántrý, reggie, ska, music hall eða annað tónlistarafbrigði en þetta get ég allt saman fundið á plötum Bítlanna (á hvíta albúmi Bítlanna er: reggie, popp, rokk, heavy metal, electronics, kántrí, blús, music hall, gítarvísnasöngur, gospel, lullabys, 50´s rokkari, jazz(ekki ekta þó) og eitt svona “Sinatra style”).
Metallica breyttust mikið en reyndu sig samt aldrei á öðrum stílum en þungarokki þó þeir köstuðu oft einni til tveim ballöðum með: Fade to black, Sanitarium, One, The Unforgiven, Nothing else matters (þeir reyna reyndar við nokkra stíla á Load og Reload).
Annaðhvort hafið þið of lágan staðal fyrir fjölbreyttni eða ég of háan, en til að þungarokksveitir geta talist virkilega fjölbreyttar í mínum augum þá væri ekki nóg þó þær reyndu sig við ÖLL þungarokksafbrigðin sem þú nefndir(á sömu plötunni jafnvel). Allavegana ekki nógu fjölbreyttar til að komast á pall með Who eða Bítlunum og ég tala nú ekki um Frank Zappa.
Mér finnst gítarsólóar þungarokkarana alveg spés leiðinlegir, þeir eru vafalaust flóknir og ykkur finnst þeir kannski brjóta upp lagið en ég get alveg lifað án þess að 1/2 til 4 mínutna gítarsóló brjóti upp lagið fyrir mér og þetta í sambandi við að gera gítarleikarana að hetjum? Hvað er jákvætt við það? Geta þeir ekki sannað sig án þess að fá eigin kafla í hverju lagi og af hverju fá bassaleikararnir ekki að njóta sín líka, (það má náttúrulega öllu ofgera, td er frekar erfitt að sitja í gegnum 18 mínutna bassasólóinn hans Newsted á “Live shit” tónleikunum) svona sýndarmennska er ekki í hávegum höfð hjá mér (skiptir engu hver á í hlut hvort sem það er Hammet eða Page)og ég er sammála Kurt Cobain í því að þessir sólóar gera ekki mikið annað en að setja einstaklinginn á sér stall í staðinn fyrir að láta hljómsveitina sem heild njóta sín, en það er erfitt að hugsa sér þungarokk án gítarsólóanna, þeir eru orðnir svo rótgrónir.
PS. Pulling teeth er ágjætt, The call og ktulu er snilldarverk?