Ég persónulega verð að segja að ég vil ekki láta leggja niður FM þar sem að ef það er gert þá hafa hnakkarnir ekkert til að hlusta á nema rokkið og viljum við það í raun og veru? hafa einhverja hnakka á meðal okkar að hlusta á rokkið og mæta á rokktónleika þar sem að þeir hafa engann áhuga á tónlistinni í raun og veru og eru bara að þessu því að þeir hafa ekkert sjálfir til að hlusta á. ég vil það ekki, þeir skemma stemninguna og skap mitt og ég er mikið á móti því að þetta gerist (sem að ég býst alls ekki við þar sem að engin ástæða er fyrir því).
Mörg ykkar sem að lesið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég varð svekktur þegar ég hafði EKKERT rokk í útvarpinu mínu og varð að styðjast við mitt litla en þó ágæta diskasafn á meðan. En þá kom ljósið í myrkrinu fyrir mig. Ég frétti af X-fm og var með kveikt á þessari tíðni.. 91,9 í heilan sólarhring næstum áður en stöðin fór í loftið. Þegar loksins hún kom þá fylltist ég gleði og ég er alveg ótrúlega ánægður þegar ég loksins heyrði í Andra (Freysa) mínum á X-fm loksins þar sem að ég hlustaði á hann á X-inu uppá hvern einasta dag lengi, lengi og þótti hann ekkert nema snilld. Ég gerði það meira að segja annað slagið að skrópa í tíma bara til að geta hlustað á þessa snilld.
En já, svo kom X-fm og ég var mjög sáttur við að hafa rokkið mitt aftur í útvarpinu og svona, nema eitt er ég þó ósáttur við það. Í staðinn fyrir að bæta um betur frá X-inu og taka lög frá hljómsveitum (ef svo má kallast) eins og Prodigy og Cypress Hill úr spilun þá hafa þeir bara sett upp alveg sömu lög í spilun og voru á gömlu stöðinni. og nú hefur maður ekki einu sinni Skonrokk til að skipta yfir af þegar það kemur eitthvað svona fjöldaframleidd vitleysa á X-fm.
Svo í sambandi við Tvíhöfða. Það er ekkert lítið sem að ég sakna þess að hlusta á ruglið í þeim þegar ég er á leið í vinnuna/skólann. Finnst vanta fleiri svona vitleysinga (meint í góðu) í útvarpið :)
þetta er allt sem ég vildi segja.
Njótið bara vel og haldið áfram að rokka (those who do)
þar sem þetta er hugi ætla ég að tilkynna hér með að nýja undirskriftin mín er eftirfarandi: