Veit nú ekki hversu margir vita þetta en De-Loused in the Comatorium er samin eftir bók sem að Cedric og Jeremy (sem er núna dáinn) sömdu í sameiningu. Vegna þess að bókin er svo mun stærri en diskurinn þá kemur ekki endilega allt fram á disknum sem ætti að koma fram og því verður hann einstaka sinnum frekar ruglingslegur. Ég tók saman flestar aðal persónu sögunnar og sagði pínulítið um þær. Þetta ætti ef til vill að hjálpa einhverjum til að skilja allt conceptið í kringum De-loused aðeins betur.


cerpin taxt: julio venegas, sá sem sagan er um, hann fer í dá eftir að hafa OD-að á morfíni. Aðalpersóna sögunnar.
the tremula metacarpi, or tremulants: verur sem búa inn í hausnum á cerpin, þær vilja að cerpin verði leiðtogi þeirra en fyrst þarf hann að ganga í gegnum ESP til að hresina sjálfan sig og verða tilbúinn til að verða leiðtogi þeirra.
unhydriate: eins konar dómari frá the tremula metacarpi, hann hljómar eins og barn og segir cerpin frá örlögum sínum.
lepers: ekki alveg klár á því hvað þeir gera en þeir eru í húsi tremula metacarpi þegar cerpin er kynntur fyrir ESP “processinu”
vagrants: eftir að cerpin vaknar eftir að hafa verið sendur í gegnum ESP, þá er hann á gömlum járnbrautarstöð, umkringdur af þessum verum, þeir leyfa honum að sofa í einum af vögnunum.
doctor wolfram tarant: eftir kafbátaslysið (hlustið á Roulette Dares (The Haunt of) til að skilja hvað ég á við)) þá fer hann með cerpin í rannsóknarstofuna sína the eriatarka house of facial and muscular corrections. Þar gerir hann lagar hann líkama cerpins og gerir ýmsar breytingar á honum líka. Hann var ráðinn af the tremulants til að gera þessar breytingar, hann sýnir líka cerpin örlög hans. Hann hefur hunda fyrir hendur.
clavietika tresojos: kvenkyns “vessel” þar sem ojeno valaso (cerpin taxt) felur sig. Það hefur vængi í staðin fyrir hendur, tvö höfuð og þegar það talar þá skýn ljós út um munninn á því og drepur the phyxias með vitrum orðum sínum. Einnig þekkt sem the mother hechicera.
ojeno valaso: Fyrrverandi vinur recherche bellicose, snérist síðan gegn honum og er núna á flótta, þegar hann er síðan fundinn inn í clavietika tresojos þá er hann tekinn af lífi með því að vera stjaksettur og brenndur. Þegar hann deyr kemur andi cerpin taxt úr leyfum hans.
recherche bellicose: einræðisherra sowvietna, eftir að hann er svikinn af ojeno valaso veður hann mjög vondur/illur.
the phixias: her sowvietnian. recherche bellicose sendir þá til að leita að mother hechicera (clavietika tresojos) og þeir eiga ekki að stoppa fyrr en þeir finna hana. Á meðan flestir af þeim voru drepnir af vitrum orðum hennar þá komust nokkrir inn í hana og náðu að drepa hana innan frá.
the giants: risastórir íbúar el querrencia de topiltzin. Á meðan þeir eru í sowvietnian þá eru þeir dregnir að rústum clavietika, einn af þeim, hectors, setur hana í anecdote pouch (sem er einhvers konar pyngja), viss í sinni sök að hún sé “the seed”.
koral mataxia: obese villigöltur sem stjórnar topiltzin og borðar börn í hverri viku. Allir eru hræddir við hann og allir fylgja skipunum hans. Adastra lifir áfram sem augun aftar á hausnum á honum.
el mago adastra: hinn sanni ríkisstjóri topiltzin og stjórnandi the koral. Hann grefur restina af börnunum sem voru færð til fórnar undir styttunni af koral’s garden. Stytta sem vill svo til að eru margar clavietikas.
zxiat and ghiest: litlir þriggja ára tvíburar sem finnst gaman að leika sér í kringum koral’s garden adastra og pyramines of topiltzin. Þeir tala við styttuna til vinstri og hún segir þeim ýmislegt. ghiest uppgötvar nafn styttunnar: moatilliatta. Foreldrar þeirra neita að gefa þeim lifin því þeir vita af átvenjum korals. Þau neituðu að láta heilaþvo sig.
neuralgia: kona sem fylgdist með þegar að tvíburarnir töluðu við styttuna. Hún heyrði allt sem þeir töluðu um og í hvert sinn sem þeir fóru þá fór hún að styttunni og sönglaði alls konar töfraorð að henni sem sienna kemst upp að er moatilliatta. Hún er ástfangin af styttunni en koral vill gera hana að ástkonu sinni. Hann handsamar hana og segir hectros að sýna henni restina af clavietika sem er í pyngjunni hans. Þannig verður hún heilaþvegin og undir stjórn korals.
moatilliatta: andinn sem er inn í styttunni til vinstri. Óttaður og óþekktur. Talinn vera þróaðri útgáfa af cerpin taxt. Þegar hann fer úr styttunni verður hann að risastóru skrímsli og hefnd hans hefst. Hann myrðir neuralgia, alla íbúa topiltzin, koral og adastra. Hann nær fram hefndum sínum í lokin.

Einnig kemur mamma cerpin taxt nokkrum sinnum fram í bókinni, en þá oftast til að verja cerpin í draumum hans.


Þess má geta að þetta er allt tekið af The Comatorium og ég íslenskaði þetta. Öll nöfn haldast aftur á móti óbreytt.
“There is no need for torture, hell is other people.”