Já einsog fyrisögnin gefur til kynna ætla ég að skrifa aðeins um nýjasta efnið sem búið er að gefa út með Nirvana þ.a.s. DVD diskinn.
Þetta er reyndar kassi með 3 cd og 1 dvd og síðan 1 stk. lítill bók.
DVD diskurinn byrjar 1.1.87' heima hjá mömmu Krist. Þar taka þeir ein 9 lög Love Buzz , Scoff , About A Girl, Big Long Now, Immigrant Song, Spank Thru, Hairspray Queen, School og síðan Mr.Moustache.
Síðan liggur leiðin niðri í Rhino Records 23 júní 1989, og taka þeir þar Big Cheese, þar á eftir kemur uptaka sem heitir Sub Pop Video semsagt bara venjulegt tónlistarmyndband.
Sappy kemur síðan þar á eftir og er það tekið upp á Bogarts 16 Feb. 1990.
Síðan kemur tónleika upptaka frá The Motor Sports International Garage í Seattle 22 sept. 1990. þar sem þeir taka School fyrir fullu húsi.
Síðan kemur önnur tónleika upptaka líka úr Seattle 11 okt. úr klúbbi sem heitir The North Shore Surf Club þar sem þeir taka Love Buzz líka fyrir stútfullu húsi.
Pennyroyal Tea , Smells Like Teen Spirit og Territorial Pissings komar þar á eftir og eru þessar upptökur frá Hotel OK í Seattle 17 apríl. 1991.
Jesus Doesn't Want Me For A Sunbeam kemur svo þar á eftir og er sú upptaka úr The Paramount Theatre í Seattle 31, október 1991.
Síðan liggur leiðin að kaffihúsi sem heitir Crocodile Café í Seattle þar sem þeir taka Talk To Me, 4 oktober, 1992.
Síðann að lokum liggur leiðinn alla leið í BMG Ariola Studios í Brasilíu þar sem þeir taka Seasons In The Sun og er þá Kurt á Trommum , Krist á gítar og Dave á bassa og finnst mér persónulega það standa uppúr og upptakan úr húsi mömmu hans Krist líka.
Mæli ég eindregið að fólk leggji sér leið niðri Skífuna eða pantið þetta á netinu (hagstæðara). Þetta er vel peningana virði. kostar 7779 kr í Skífunni og undir 6 þús kr. af Amazon.com með ölum kostnaði.
Look Out For That Flying Bass: Nirvana's Back In Town.