Ég var að kaupa mér nýja plötuna hans Mugison. Mugimama: Is this monkeymusic. Ég var svo dolfallin af þessari snilld. Tvímannalaust besta íslenska platan árið 2004. Tónlist Mugison er svo blanda af tregfullri raftónlist og kassagítarballöðum í bland við nútímarokk. En samt er erfitt að catagorera þessa tónlist þar sem hún er með sinn afar frumlega hljóm.
Mugison - Mugimama: is this monkey music
1. I Want you.
Að mínu mati besta lag plöturnar. Byrjar svona eins og Portishead lag með flottri gangandi bassamelódíu , draumkenndum gítar og flottum syntha. Söngur kemur svo inn í lagið og heltekur mann allveg.
Á ákveðnum stað kemur svo falsetta sem snertir hvern taugaenda í húðinni og skapar allsherjar gæsahúð. Jafnvel Jeff heitin Buckley mundi fá minnimáttarkennd.
Svo einmitt þegar maður heldur að þetta getur ekki orðið flottara þá verður það flottara. Lagið rokkast aðeins og svo kemur gítarsóló sem minnir mig persónulega dálítið á muse, og er það bara hið besta mál.
Lagið fær 5 stjörnur af 5 *****
2. The Chicken Song
Hér fær raftónlistin að njóta sín. Hér syngur kærasta Mugison, Rúna, með honum. Textinn í laginu er afar áhugaverður. Skemmtileg pæling þar á ferð. Söngstíllinn í laginu er ekki allveg að hrífa mig. En lagið vinnur mikið á eftir smá hlustun.
***
3.Never give up
Þetta lag er instrumental og aðeins 50. sekúndur. Flott grípandi píanó. Meira lagt í pælingar í vinnslunni á laginu fremur en lagasmíðinni. Bassinn minnir mig á eitthvað. Kannski sirkus úr helvíti.
**1/2
4. Two birds
Þetta lag er afar afar fallegt. Mjög draumkennt og þægileg. Ég væri til í að hlusta á það í baði við kertaljós (Ég held að það sé því það heyrist einhversskonar vatnshljóð í byrjunni sem er afar róandi).
Hér syngur Rúna aftur með Mugison. Flottar raddanir og fallegur texti.
Helsti gallinn er að þetta minnir mig of mikið á Damien Rice, og hann fíla ég ekki því mér finnst hann stæla Jeff Buckley of mikið. En ég er viss um að þetta á ALLS ekki að hljóma eins og mr. Rice. Má samt allveg líkja þessu við Will Oldham með góðri samvisku.
****
5. What I would say in your funeral
Hér fær Mugison Röggu Gísla og til að syngja með sér. Ég hef bara aldrei heyra hana syngja eins flott. Hún beytir röddinni sinni á afar þokkafullan hátt og ber fram textan mjög skýrt og flott. Píanóið er mjög flott með retro fíling sem minnir mig á eitthvað gamalt og gott. Mjög skemmtilegt lag. Er hálfgert samtal.
***1/2
6. Sad as a truck
Hér er á ferðinni eitthvað annað. Eitthvað allt annað. Mjög fönkí lag með sérstæðum söng sem minnir þó nokkuð á Marilyn Manson á köflum. Það er að segja þessi hráa falesstta. Kannski er betra að líkja þessu við Michael Jackson á sýru. Gott lag en krefst nokkurar hlustunar til að fíla það að viti.
**
7. Swing Ding
Þetta er ekki lag. Þetta er ábyggilega einhver einkahúmor sem var settur á plötuna aðeins fyrir þá sem fatta brandarann. Hér ropar einhver út úr sér “Rock and Roll” og gefst svo upp og fer að hlæja. Þá segir einhver: Swing a Ding dong” Þá er ropað út aftur: Swing a ding dong og trackið er búið.
*
8. I´d ask
Nútímalegt Kántrílag með flottum söng, eins og alltaf. Eitt af hlustendavænasta lagið á plötunni. Minnir mjög mig dálítið á Paul MaCartney hvernig hann byggir upp melódíuna. Nær ábyggilega til fólks með gjörólíka tónlistarsmekki.
En annars mjög flott kassagítaralag.
***
9. Murr Murr
Bilað flottur blúsaður gítar. Dálítið í sama ramma og Hot Damn hjá Tarfinum bara miklu flottara pródúsað og flottir útisnúningar. Gítarinn er saminn og spilaður af Pétri úr hljómsveitinni Tristian. Söngurinn hjá Mugison er líka frábær í þessu lagi. Flott “humm” á eftir hverju versi sem spilar flott með gítarinum.
****
10. Salt
Eitt frumlegasta lag sem ég hef heyrt. Minnir mig samt á svona ekta Japanska hrollvekju eins og Ring, the eye eða Dark Water. Einhver stelpa var fengin til að tala með sérstökum einskum hreim, afar draugalega. Hún talar svo yfir einhvers konar túbu sem skapar athyglisverða stemningu. Textinn fjallar um stelpu sem er að segja frá því þegar mamma hennar drap hana. Hún drekkti henni í sjónum og meðan að hún gerði það þá söng hún, hún söng eins og fiðla. Þá kemur rosalega flottur strengjakonsert sem setur punktinn yfir i-ið. Mjög fallegur boðskapur í textanum.
****1/2
11. Hold on to happiness
Coldplay meets kraftwerk, Eða ekki. Mjög flott píanólag með flottu rafverki undir. Hápunkturinn er svo þegar smá mini-kór syngur tregafullt viðlag. Enn og aftur gæsahúð. Afar fallegur söngur.
****
12. Afi minn
Hér fær Mugison afa sinn til að “flippa” á munnhörpu. Þetta lag hefur meira tilfinningalegt gildi fyrir Mugison frekar en listrænt. Mæli samt með að hlusta áfram því hver veit nema að platan geymi leynilag.
*
Í heildina litið fær platan ****1/2 og er plötuumslagið líka mikilvægt. Rosalega gaman að skoða það meðan maður hlustar á lögin. Mæli með þessari plötu fyrir alla. Miklu hlustendavænni en fyrri plata hans: Lonley Mountain sem er þó líka snilld.
Og svo í lokin: Step away Björk og Sigurrós. Here´s Mugson. Whatch out world.