“og ég er nokkurnvegin búinn að ákveða hvaða plötur ég ætla að kaupa mér á mándaginn”
kaupiru þér nýja plötu hverjum mánudegi eða hvað?!
Jæja, það er svosem fínt en ég hef aldrei skilið af hverju fólk er að kaupa sér svona mikið af plötum. Ég á 4-5 plötur sem ég hlusta á, og ég keypti aðeins eina þeirra sjálf. Ég nenni ekki að vera að eyða pening í plötur sem ég hlusta þá ekki á. Þar sem þú hefur ekkert heyrt af Daydream nation, af hverju þá að kaupa hana? Bara til að kaupa eitthvað? Diskar eru vissulega góður hlutur til að eyða peningunum sínum í, en mér finnst það komið út í öfgar ef fólk kaupir sér disk eftir að hafa heyrt eitt lag af honum. Það er hægt að eyða pening í svo margt annað, t.d. ferðalög.
Ég hlusta voða mikið á útvarpið reyndar (og þá á ýmsar stöðvar, þótt úrvalið sé reyndar frekar lélegt núna). Ég downloada aldrei lögum af netinu (nema ég geti ekki fengið lagið öðruvísi) finnst það dónaskapur við listamanninn. Og ef ný plata kemur út býð ég oftast frekar lengi með að kaupa hana, oftast 1-2 ár því þá get ég metið hvort hún sé góð.
Svo að, til hvers að kaupa sér plötur ef manni langar ekkert rosalega í þær? Bara til að eiga “gott plötusafn”?
Ps. Þetta er ekkert persónulegt skítkast út í der, ég bara skile ekki þennan hugsunarhátt hjá mörgum og vildi gjarnan fá útskýringar :)
Ég kemst í bankann á mánudaginn.
Ég á núna 415 diska og af þeim hafa svona 150-200 verið keyptir áður en að ég vissi nokkuð um plötuna eða listamanninn, málið er að ég kaupi mér allt sem þykir merkilegt og ég hugsa svolítið eins og safnari, ég keypti mér “Nevermid the bullocks”(Sex pistols) þó ég ætti öll lögin á henni á Kiss this safndisknum bara til þess að eiga hana og ég keypti Reign in blood með Slayer vegna þess að hún er sennilega mikilvægasta “trash” þungarokksplata sem gerð hefur verið. Núna nýlega til dæmis keypti ég mér “Trompe la monde” með Pixies til þess eins að eiga allt með Pixies og “Selling England by the pound” með Genesis vegna þess að hún þykir ein af gullmolum progressive rokksins og það breytti engu þó ég hafi ekki heyrt eitt einasta lag af þessari plötu eða með allri Genesis.
Ég hef aldrei keypt neitt sem þykir almennt gott og orðið fyrir vonbrigðum, ef ég fíla hana ekki við fyrstu hlustun þá hlusta ég bara aftur og aftur þangað til að “fatta” hana og það gerist ALLTAF hvort sem það er Aphex twin eða Beach boys þannig að ég veit að ég á eftir að fíla þessar tvær plötur í tætlur.
Þanig að þú hefur rétt fyrir þér ég er í rauninni að kaupa plötur aðeins til þess að eignast gott plötusafn en það er álitamál hversu “heimskulegt” það er, allavegana hef ég mjög gaman að því að hlusta á tónlist t.d missti ég af helmingnum af Friends í gær vegna þess að ég vildi klára plötuna sem ég var að hlusta á,þó ég hafi heyrt hana margoft áður.
Finnst engum öðrum hér á huga gaman að hlusta á tónlist og þá meina ég “bara” að hlusta, ekki að lesa eitthvað eða spila hana undir á meðan þið eruð í tölvunni eða eitthvað.
Ég hef aldrei downloadað neinni tónlist af netinu en það er enginn ástæða á bak við það nema sú að ég einfaldlega kann það ekki og hef aldrei reynt að læra það.
0
“Finnst engum öðrum hér á huga gaman að hlusta á tónlist og þá meina ég ”bara“ að hlusta, ekki að lesa eitthvað eða spila hana undir á meðan þið eruð í tölvunni eða eitthvað.”
Það er auðvitað ljúft að gera það, en það gerist æ sjaldnar að ég gefi mér tíma til þess því miður. Helst að ég leggist fyrir með textablaðið og hlusti vandlega á plötur rétt eftir að ég hef keypt þær, en alltof sjaldan annars.
0