Tónlistarþróunarmiðstöðin í samstarfi við Iceland Express kynna:

THE GLOBAL BATTLE OF THE BANDS

Hvaða hljómsveit fær tækifæri á að vinna $100.000?

Næsta sunnudag hefst undankeppnin fyrir The Global Battle of the Bands hér á Íslandi. Þá munu 8 af 16 hljómsveitum stíga á stokk og berjast um sæti á landsúrslitum GBOB. Á mánudaginn verður leikurinn endurtekinn með öðrum 8 hljómsveitum. Tvær hljómsveitir komast áfram af hverju undanúrslitakvöldi og munu því 4 hljómsveitir keppa á úrslitunum næstkomandi miðvikudag. Hljómsveitin sem stendur uppi sem sigurvegari mun halda til London í lok mánaðarins og keppa á heimsúrslitum GBOB á London Astoria. Fyrstu verðlaun þar eru heilir $100.000 eða um 7 milljónir ísl.kr.!!! Ætlum við okkur að sjálfsögðu ekkert annað en fyrsta sæti í London og því bíður dómnefndar erfitt verk að velja þá sveit sem mun tækla í millurnar.
Að auki hafa áhorfendur 50% vægi á móti dómnefndinni með þar til gerðum atkvæðaseðlum. Því er um að gera að mæta og styðja þá hljómsveit sem þú vilt sjá á heimsúrslitunum.

Hvar: Í Hellinum, Tónlistarþróunarmiðstöð - Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík
Hvað kostar: 500 kr á hvert kvöld.
Hvenær: Undanúrslitakvöldin hefjast stundvíslega klukkan 20:00 en úrslitakvöldið hefst klukkan 19:00

Sunnudagur 14. nóv: Fyrra undanúrslitakvöld

A Living Lie

Æla

Bob

Dikta

Heróglymur

Pan

Vax

Lights on the Highway



Mánudagur 15. nóv: Seinna undanúrslitakvöld



Amos

Benny Crespo´s Gang

Hoffman

Jamie´s Star

Lirmill

Telepathics

Somniferum

Shadow Parade



Miðvikudagur 17. nóv: Úrslitakvöld



Hljómsveitirnar sem hér keppa verða kynntar þegar úrslit úr undanúrslitum verða kunn.



Dómnefnd verður skipuð eftirfarandi aðilum:



Ólafur Páll Gunnarsson, úvarpsmaður á Rás 2

Smári Jósepsson, tónlistarblaðamaður á Fréttablaðinu og tónlistarmaður

Andrea Jónsdóttir, útvarpsmaður á Rás 2

Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarblaðamaður á Morgunblaðinu

Einar “Sonic” Kristjánsson, starfsmaður 12 tóna og tónlistarmaður



Hlekkir:

Heimasíða GBOB www.gbob.com

Heimasíða Iceland Express: www.icelandexpress.is

Heimasíða TÞM: www.tonaslod.is



Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 824-3002 eða gylfi@tonaslod.is

Kær kveðja,

Gylfi Blöndal
Tónlistarþróunarmiðstöðin / Hellirinn Tónleikar
Hólmaslóð 2
101 Reykjavík
tel +(354)824.3002
www.tonaslod.is