Hún var stofnuð af gítarleikaranum Steve Jones, trommaranum Paul Cook, bassaleikaranum Glen Matlock og söngvarinn var John Lydon sem kallaði sig Johnny Rotten. Hljómsveitin var stofnuð í kringum búðina Sex sem var í eigu Malcolm McLaren, hann varð umboðsmaður þeirra og hélt því fram að hann hefði búið til hljómsveitina eins og hún lagði sig, fólk leggur mismikinn trúnað við þessar staðhæfingar McLaren. Þrátt fyrir að sumir hafi haldið því fram að meðlimir hljómsveitarinnar hafi ekki kunnað á hljóðfærin sín þá átti það ekki við upphaflegu hljóðfæraleikarana.
Almenningur í Bretlandi fékk fyrst að hitta meðlimi Sex Pistols í sjónvarpsþætti á BBC, þar gerðu þeir lítið annað en að blóta sem kom illa við góðborgarana þar í landi. Það virðist nú hafa verið stórundarleg ákvörðun hjá BBC að hleypa þeim í beina útsendingu en það á sína skýringu, upphaflega átti önnur hljómsveit að vera í þessum þætti og það var Queen, Queen hætti við á síðustu stundu og EMI plötufyrirtækið sendi í staðinn Sex Pistols sem voru þá nýkomnir á samning hjá þeim. Fólk hneykslaðist svo á fyrstu smáskífu Sex Pistols, Anarchy in the UK, að EMI sagði upp samningi sínum við þá og þurfti að borga þeim til að fara.
God save the Queen kom út árið 1977 þegar Bretar voru að fagna því að drottningin hafði ríkt í 25 ár, á svipuðum tíma þá tók Sid Vicious við bassanum án þess að kunna neitt á hann (reyndar er sagt að það sé Glen Matlock sem spilar á öllum plötum þeirra). God Save the Queen er örugglega það lag sem er mest hatað í sögu breskrar tónlistar, þjóðsöng Breta rústað og línur á borð við “god bless the Queen, the facist regime” og “she ain't no human being” fóru fyrir brjóstið á fólki. Það var gerð mjög einlæg tilraun til að drepa Johnny Rotten vegna lagsins. Eftir þetta var Sex Pistols óvelkominn nær alls staðar í Bretlandi og þurfti að fara í leynilega hljómleikaferð.
Sex Pistols gaf líka út Never Mind the Bollocks Here's the Sex Pistols árið 1977 og má segja að hún sé ein áhrifamesta plata allra tíma. Sex Pistols gerði tilraun til að fara í tónleikaferðalag í Bandaríkjunum 1978, hún stóð í 14 daga. 14. janúar 1978 voru tónleikar í San Francisco og eftir þá fór Johnny Rotten til New York og raunverulegri tilveru hljómsveitarinnar lauk. Ein aðalástæðan fyrir því að Rotten hætti var, eftir því sem hann segir, að McLaren hafi gefið Sid Vicious heróín eftir að hann hafði náð að halda sér frá því alla tónleikaferðina.
Sex Pistols gerðu síðan “heimildarmyndina” The Great Rock ‘n’ Roll Swindle eftir að þeir hættu saman, það var síðan gefin út plata með sama nafni um leið og myndin kom út árið 1980. Sid Vicious dó vegna heróínofneyslu (hugsanlega viljandi) á meðan hann beið þess að það yrði réttað yfir honum vegna morðsins á kærustu hans, Nancy Spungen
Sex Pistols fór í eitt tónleikaferðalag 1996 með upphaflegu meðlimunum til að fagna 20 ára afmæli sínu, Rotten hafði reyndar hafnað tillögu McLarens um slíkt nokkrum árum áður með því að segja að til þess þá þyrftu þeir að grafa upp Sid. Placebo hitaði upp fyrir Sex Pistols á þessarri tónleikaferð og komust þannig almennilega í sviðsljósið.
Í fyrra var síðan gefin út heimildarmyndin The Filth and the Fury sem ég mæli með fyrir alla sem eru forvitnir um sögu pönks, rokks eða Sex Pistols. Einnig mæli ég með myndinni Sid & Nancy frá 1986, Gary Oldman sýnir þar snilldarleik.
Rotten er eini sem hefur gert eitthvað eftir að hljómsveitin hætti saman og það var með sinni eigin hljómsveit Public Image Limited.
<A href="