The Smashing Pumpkins – Adore
Ég ætla nú að byrja á því að afsaka biðina á þessari grein, en þegar skóli, einkalíf og persónulegt hreinlæti fer að hraka út af Smashing Pumpkins skrifum, þá er tími til komin að taka sér smá pásu ;)
Adore: Saga
Graskerin Smelltu hátt á flestum topp 10 listum með ótal lögum og bergmálaði í þeim lengi á eftir, þegar þeir gáfu út sinn vinsælasta disk. Mellon Collie And The Infinite Sadness [1995], sem seldist í rúmum 9,5 milljónum. Aðdáendurnir urðu fleiri, tónleikarnir stærri og pressan margfaldaðist. D´arcy hefur meðal annars tjáð sig um á þeim tíma að þau voru gjörsamlega ráðvillt eftir MCIS, því það var engin leið að toppa það sem þau hefðu afrekað þar, án þess að endurtaka sig (Sjá. Smashing Pumpkins – Mellon Collie and the infinite Sadness).
Þannig að þau ákváðu að lækka þessa standarda og gera litla 10 laga skífu, sem yrði fljótlega unnin og mest öll unplugged og ætluðu EKKI að toura á henni, til þess að koma þeim aftur niður á jörðina, eftir MCIS tourin, og þær væntingar sem bandið hafði fengið á sig eftir það.
Ekki byrjaði það betur en það að Trommu-guðin Jimmy var farin út í harðari Heróín og áfengis neyslu en nokkru sinni fyrr. Og var farin að mæta mjög illa og byrjaði eiginlega að setja sína persónulegu vímu á undan “vímu” bandsins. Það er eitthvað sem maður gerir ekki þegar maður er að vinna með persónum eins og Billy Corgan.
Þau ákváðu samt að gefa honum endalausa sjansa, sem hann vægast sagt kúkaði yfir aftur og aftur.
Það var fyrst þegar Tim Lougee, Tour Manager graskerana, fékk símtal um miðja nótt frá hótelherberginu hans Jimmy´s þar sem hann er augljóslega uppdópaður og er að panika yfir að Jonathan, sem var hljómborðsleikari þeirra á tónleikum, var að froðufella og og spassast á gólfinu…. Hann dó áður en símtalið endaði.
Með því var einn efnilegasti trommuleikari 10 áratugarins, ekki lengur meðlimur graskerana.
Í staðin fyrir að gefast upp, fara í frí og jafna sig og renya kannski að vinna úr hlutunum, þá ákváðu þau (og með “Þau”, þá meina ég Billy Corgan) að láta sem ekkert hafði gerst og raula útúr sér þessari litlu plötu og fá það yfirstaðið.
En það var eitthvað afl þarna úti sem einfaldlega vildi ekki að þau mundu semja þessa plötu, því rétt á eftir var Móðir Corgans greind með krabbamein og dó stuttu síðar. Maður myndi halda að það að missa besta vinn sinn og trommuleikara væri nóg til að taka sér einn frídag eða tvo, en þrátt fyrir það og andlát móður sinnar, hélt Corgan áfram eis og ekkert hafði í skorist.
Þetta eitt er ég virkilega þakklátur fyrir. Eftir allt þetta tab og allar þessar tilfiningar, þá er það eflaust það versta sem hann gæti gert væri að eyða tilfiningum sínum í einhverju fríi eða hjá einhverjum öfugugga sálfræðingi. Heldur tók hann þær allar út á þessari “Litlu plötu” og úr varð ein mesta tilfiningaþrungnasta plata síðan The Wall.
Þau byrjuðu með áskipaðan Producer frá Virgin að nafni Brad Wood, sem átti að sjá til þess að hægt væri að selja stykkið þegar það kæmi á markaðin og var sífellt að reyna að gera athugasemdir á lögin og finna leiðir til að gera þau Extra Catchy, svosem með lækkunum og svo hækkun aftur í viðlagi. En það fór ekki vel í Corgan, þannig að honum var fljót aftur kastað í ræsið þaðan sem hann kom (þ.e.a.s. Virgin) og Billy ákvað að Gera þetta bara allt saman sjálfur og hleypti engum frá Virgin inn, nema rétt aðeins Flood, producernum af MCIS til að hjálpa sér með enda touchið.
Útkoman var Adore…
Adore: Diskur [1998]
The Smashing Pumkins:
Billy Corgan: Gítar, Píanó, Mellótron, Synthesizer, Vocals, Producer
James Iha: Gítar
D´arcy Wretzky Brown: Bassi, Selló
Peð:
Flood: Producer
Brad Wood: Producer
1 To Sheila 4:40
2 Ava Adore 4:20
3 Perfect 3:23
4 Daphne Descends 4:38
5 Once upon a Time 4:06
6 Tear 5:52
7 Crestfallen 4:09
8 Appels + Oranjes 3:34
9 Pug 4:46
10 The Tale of Dusty and Pistol Pete 4:33
11 Annie-Dog 3:36
12 Shame 6:37
13 Behold! The Night Mare 5:12
14 For Martha 8:17
15 Blank Page 4:51
16 17 0:17
Adore er svo ótrúlega ólíkur hinum Smashing Pumpkins diskunum að hann er nánast óþekkjanlegur. Mest öll plön um þennan disk þróuðust í akkúrat andstæðuna af því sem hann átti að vera.
Móðir Corgan´s (Sjá Smashing Pumpkins Upphaf) vildi ekkert með hann hafa, þangað til hann varð frægar, en þá var það samt afar takmarkað, ef má marka að hún hótaði honum með hníf upp að hálsinum á honum á jólunum! Fyrir það sem hann hafði sagt í laginu “Disarm” á Siamese Dream, sem fjallar um vilja misnotaðs barns, til þess að verða frjálst.
Hún var nú ný dáin og megin þemaið yfir disknum er andlát hennar, tabið á Jimmy, sem er/var besti vinur Corgans og heyrist það augljóslega á sorgmæddu og hálfbitru stemminguni sem ómar yfir diskin í heild sinni.
Hljóðið (Soundið) í disknum er allt annað og mun rafrænna, heldur en graskerin hafa notað áður. Ég held að besta leiðin til að lýsa því er að setja tvær andstæður saman í einhverskonar Electric Acoustic keyrsla sem er notuð hérna. Diskurinn er nefnilega mjög rólegur og dapur með ljúfum kassagítars og píanó mellódíum sem eru með þeim betri sem samin hafa verið á þeirra ferli, en samt hljómar þetta allt saman svo dreymandi rafrænt, að það er ekkert hægt að fullyrða hvor andstæðan þetta er.
Hljóðfæra leikur er í algeru toppi á þeirra ferli. Hann er mun fínpússaðri en á MCIS, sem þarf ekkert endilega að vera góður hlutur, en það virkar hér. Þau fengu trommaran Matt Walker úr Filter til þess að slá nokkur beat, en aðalega var tölvuheili notaður, sem ýtir undir rafmögnuðu hliðina á disknum. Píanóið og mellotronin hans Corgans eru túnuð aðeins niður og eru þannig séð örlítið fölsk, sem gefur þeim alveg ógleymanlegt sound sem einkennir diskinn mjög sterklega og finnst mér það vera einn sá sterkasti leikur sem þau leika hérna.
Gítarleikur James er einnig í hámarki síns frumleika, enda er hefur mikið verið unnið í Lead Gítar soundinu og hefur hans partur virkilega stórt hljómasvið á disknum og margt af því sem hann spilar hljómar alls ekkert í líkindum við gítar, hversu effectaður sem hann er.
D´arcy lætur ekki mikið til sín taka, en fær samt leifarnar af rafvæna Acoustic Soundinu í bassan, en er annars nokkurn vegin óséð.
Lósmyndakonan Yelena er einnig komin (Kærasta Billy) og sá um mest allt artworkið með Corgan, enda er það hreint út sagt magnað. Endilega tékkið á því í bæklingnum og á hulstrinu.
Diskurinn byrjar á Frábæri ballöðu að nafni “To Sheila” og fjallar um Sheila, sem er ekki alvöru persóna btw. Heldur er hún holdgervingur umhverfisins, sem Corgan er í. Þar á meðal allt fólkið í kringum hann og þessi tvö sorglegu atvik. Diskurinn byrjar á lágum engisprettu kjökrum og svo ljúfu kassagítars plokki.
“Twilight fades, through blistered avalon”
Um leið og ég heyrði þessa upphafssetningu, þá vissi ég að þessi upplifun með þessum disk yrði nokkuð sérstök. Lagað fjallar í eðli sínu um hvernig allt í kringum hann haldi honum á jörðinni: “As strong as I feel, you make me real”. Einverstaðar er til myndband af þessu lagi, þar sem það bara sýnir stórt grænt engi með gráum himni og krækklóttu dauðu tréi, sem er að finna í bæklingnum, í 4:40 mín, en mér hefur ekki tekist að koma höndum yfir það.
Svo eru það smellirnir tveir, Ava Adore og Perfect, sem mér þykir eiginlega slökustu lögin á disknum, vegna þess hvað þeir skera sig gjörsamlega úr disknum. Perfect aðeins meira enn Ava Adore. Annars eru þetta bæði mjög góð lög og helvíti catchy þegar kemur að þvi.
Lagið Tear kom mér einnig skemmtilega á óvart, hvernig það notar mjög hráar trommur og Selló til að skapa þessa abstrackt melódíu ofan á mellotronin. Þetta er það lag sem hljómar mest biturt fyrir mér, eins og honum langi að taka gott XYU öskur á hverri stundu. En Hann lætur textasmíðinna og kaldhæðnina um öll öskur á Adore, sem er ekkert betra eða verra. Bara öðruvísi. Hljómar einhvernvegin þroskaðra fyrir mér.
Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma titillaginu “Crestfallen” sem höfundur reynir að góðfúslega að sanna sig fyrir því, til að vera þess verðugur að gera það að kyndilebera mínum hér á vefnum og alls staðar annars staðar, þar sem dulenefni er krafist. Þetta er ekki besta lagið á Adore, en með þeim betri samt. Einfalt píanó lag með kaldhæðni ofan á kaldhæðni, sem mínusar upphaflegu kaldhæðninan og setur svo lúmska kaldhæðni ofan á það alltsaman. Mjög gott lag, en því miður ekki það besta.
Pug á einnig sína spretti. Mér finnst það einig virkilega flott lag. Hef alltaf tengt það saman við Ava Adore, því að þetta eru lögin sem skera sig útúr á þann hátt að fjalla um eitthvað hálf afbrigðilega kynferðislegt á þennan sérstaka Goth Pop/Rock hátt. Passar kannski ekki alveg inn, en samt æðislegt lag.
Það sem sló mig allra mest voru þá Pistol Pete, og Shame, sem mér fannst lengi vel, vera ekki meira en filler lög, en náðu svo gjörsamlega taumhaldi á mér, eftir 2 ár af díteilaðri hlustun. Þetta eru mjög lúmskt catchy bastarðar, sem hika ekki við að stinga mann í bakið þegar maður minnst býst við því.
Samt til þess að nefna bestu lög disksin þá ver ég að víkja mér langt aftur í diskin og segja að “Behold! The Nightmare” sé það alfallegasta lag sem ég hef á ævinni heyrt og það er góður slatti af lögum. Ég fullyrði þetta hiklaust.
Þetta er lag sem tók mig nokkrar vikur að venjast, þegar ég var 13 ára. En þegar ég kynnti mér betur söguna bakvið það og fór að hlusta aftur og aftur af 110% athygli og stúdera það nótu fyrir nótu þá, hika ég ekki að fullyrða það sem ég þoli ekki í fari annara, að fullyrða svona sterkt.
The Nightmare fjallar bókstaflega um andlát Mörthu Corgans (Biðst afsökunar á fallbeyingu) og textin er einfaldlega sá alfallegasti sem ég hef á minni öng ævi lesið. Mæli sterklega með að þið lesið hann hérna. Hann er um hvernig hann stednur við gröf móður sinnar með blóm í hendinni í desember, þegar það er dimmt og snjóar og hann er að hugsa til hennar:
Adore – Behold! The Nightmare
“I've faced the fathoms in your deep
withstood the suitors quiet siege
pulled down the heavens just to please you
appease you
the wind blows and I know
I can't go on, digging roses from you grave
to linger on, beyond the beyond
where the willows weep
and whirlpools sleep, you'll find me
the coarse tide reflects sky
and the night mare rides on, and the night mare rides on
with a december black psalm
and the night mare rides on
what i fear is lost here
the wind blows and I know
all you have to do is run away
and steal yourself from me
become a mystery to gaze into
you're so cruel in all you do
but still I believe, I believe in you
so may you come with your own knives
you'll never take me alive
with all the force of what is true
is there nothing I can do?
I can't go on, digging roses from you grave
to linger on, beyond the beyond
where the willows weep
and whirlpools sleep, you'll find me
and the night mare rides on, and the night mare rides on
with a december black psalm
and the night mare rides on
I've faced the fathoms in your deep
withstood the suitors quiet siege
pulled down the heavens just to please you
to hold the flower I can't keep”
Ég hef því miður ekki orðaforðan til að lýsa þessu lagi og þau áhrif sem það hafði á mig betur. Næsta lag “For Martha” sem er móðir hans, gefur The Nightmare lítið eftir og fjallar um mjög svipað og seinna-nefndalag.
“If you have to go, dont say goodbye, if you have to go, dont you cry. Because I will follow you and see you on the other side.”
Eftir það ómar Mellotronin í gegnum Blank Page sem, eftir því sem ég best veit, fjallar um Disarm og skriftarstífluna sem hann hafði og hvernig hann yfirbugaðist á henni, til að komast framhjá auðu blaði til þess að semja lag sem særði Móður hans meira en lítið. “Blank Page, never meant to hurt anyone”, en það er að vísu bara mín túlkun á því.
Til að ljúka þessu af þá er það að sjálfsögðu lag 16 sem kallast “17” sem er í flestum spilurum 17 sekúndur. Aðeins meira í sumum (Svosem tölvum og DVD spilurum). Þetta er 17 sekúndna partur af lagi sem átti ekki að komast inn á diskin, sem var svo sett virkilega mikið rafrænt bergmál á, til að gera það nánast óþekkjanlegt.
Þá getur maður pælt í, afhverju er þetta lag þá ekki einfaldlega númer 17?
Það eru Virgin hórurnar sem sáu til þess að taka út magnað lag sem hét Once in a While sem var númer 16, sem gerði þá að “17” var númer 17 og allt hafði gengið upp. En þetta gengur því miður aðeins upp hjá Japönum, því þeir voru eina landið sem fengu þetta lag með.
“17 seconds of compassion
17 seconds of peace
17 seconds to remember love is the energy
behind which all is created
17 seconds to remember all that is good
17 seconds to forget all your hurt and pain
17 seconds of faith
17 seconds to trust you again
17 seconds of radience
17 seconds to send a prayer up
17 seconds is all you really need”
Þetta stendur aftan á bæklingnum, en lagið er instrumental, enda nokkuð erfit að segja þetta á 17 sekúndum.
Adore er mjög sérstakur diskur með mjög sérstakri hljómsveit. Það mikið er víst. Adore er án ef a eitt undirmetnasta meistaraverk 10. áratugsins og mun seint afla sér réttmætan sögulega sess í þessu sorglega samfélagi smella mellna.
Bestu lög Adore að mínu mati eru: To Shiela, Tear, Pug *Behold! The Nightmare*, For Martha, Blank Page og 17.
Adore 9,5/10
Crestfallen