Ég ákvað að skrifa eitthvað um 3 Doors Down.

3 Doors Down eru frá Escatawpa í Mississippi. Hljómsveitin var
stofnuð um 1995 af vinunum Brad Arnold (söngur/trommur), Matt
Roberts (gítar) og Todd Harrell (bassa) og bættu þeir svo við sig
honum Chris Henderson (gítar), eftir að hafa gefið út demo CD árið
97, sem var vel tekið af áhagendum þeirra í heimahéruðum
drengjanna, leiddi til þess að þeir voru teknir upp á plötusamning
hjá Republic, dótturfyrirtæki Universal. Eftir að hafa byrjað
upptöku á nýrri plötu bættu strákarnir í 3 Doors Down við sig
tromarranum Richard Liles þá gat Brad Arnolds einbeitt sér að
sönginum. Plattan þeirra, The Better Life sem kom út árið 2000,
náði að komast á topp 5 á Billboard listanum og varð eitt af þeim
óvæntu á listann það árið.