Þegar ég var búinn að hlusta á þennann disk, heillaðist ég aftur af þessum snillingum og fannst bara gaman að fjölbreytninni í tónlistinni.
En þar sem að ég skil ekki neitt í þýsku þá fannst mér svolítið slæmt að geta ekki skilið um hvað lögin voru.
Eins og ég gerði með fyrri diskana fór ég á http://herzeleid.com/en/lyrics/
til að reyna að finna þýðingar, en þær voru ekki komnar fyrr en í dag.
Nú er ég semsagt búinn að hlusta á lögin og lesa þýðinguna með sem mér finnst ennþá skemmtilegra.
Allavega, þar sem að það gætu verið fleiri en ég sem hafa gaman af því að vita hvað textinn í lögunum þeirra þýða, ákvað ég að senda inn smá um öll lögin af þessari síðu.
Hins vegar eru oft eitthver falin skilaboð í textunum hjá þeim og ég skil ekki endilega alltaf hvað þeir meina með því sem þeir segja, en ég reyni mitt besta.

Reise, reise (ferðalag, ferðalag):
Ég held að þetta lag sé um 2 sjómenn. Í laginu er mikið um að einn kasti spjóti í menn en hinn kasti spjóti í fiska. Annars er ég ekki viss hvað þetta lag á að þýða….

Mein Teil (Minn “hlutur”):
Þetta lag er um, eins og margir vita, mannætu sem var einhverntíma í fréttunum. Í laginu er auglýst eftir manni til þess að éta. Mein teil, my thing á að vera, skv. Rammstein, kynfærið sem er eitt af hlutunum sem er étið. Skemmtilega sick texti.

Dalai Lama:
Dalai lama er eins konar trúarleiðtogatitill í tíbeskri búddatrú. Málið með einn dalai lama var að hann var flughræddur, en í þessu lagi er fjallað um eitthvað flugslys. Í því eru faðir og sonur í flugvél sem lendir í stormi, en pabbinn verður svo hræddur að hann kreistir son sinn að sér og kæfir hann.

Keine Lust (Langar ekki):
Ekki alveg viss um hvað þetta lag er, en í því er talað um að hann langar ekki að gera neitt nema eitthvað með stórum dýrum? skrítinn texti.

Los (-laus):
Í þessu lagi er sagt að þeir séu margslausir. Nafnlausir, orðlausir, tónlausir o.s.frv. Veit heldur ekki hvað þetta lag á að merkja.

Amerika:
Nafnið gefur sterklega til kynna um hvað þetta lag er en þetta er kaldhæðnislegt lag um ameríku og galla hennar. Engu að síður skemmtilegt :)

Moskau (Moskva):
Moskva er borg í rússlandi og það er verið að syngja um að hún sé hóra og að hún muni sofa hjá honum fyrir peninga.
Einhvernstaðar heyrði ég að það séu T.A.T.U sem syngja þarna með þeim en ég veit ekki hvort það sé satt eða ekki…

Morgenstern (Morgunstjarna):
Þetta lag er um virkilega ljóta… konu?
Alltaf verið að segja að hún sé ljót en að hún vilji ekki vera ein. Svo ljót að himininn verður dökkur þegar hún horfir á hann.

Stein um stein (stein og stein):
Þetta lag finnst mér líka frekar sick, en það er um mann sem múrar einhvern inni. Einhver er á grunninum með fæturna í sementi og síðan múrar hann hús yfir svo að einginn mun heyra öskrin :S

Ohne Dich (Án þín):
Þetta er mjög rólegt lag og fjallar um söknuð býst ég við. Það er mjög fallegt og auðskiljanlegt finnst mér.

Amour:
Amour þýðir ást á frönsku.
Lagið fjallar um ást og hvað hún er villt og hvað hún kemur mikið á óvart. Ástinni líkt við villt dýr í laginu.

Allavega. Það eru ekki fleiri lög á þessum disk, en ég vona að þetta hafi verið fín lesning. Skemmtið ykkur með Rammstein ;)

kv.
Kuxi
Kv.