Árið 1987 ákvöðu fimm skólafélagar og vinir í Oxford að stofna eina bestu rokksveit samtímas. Voru þetta Thom York, sem átti eftir að vera söngvarinn, gítarleikarinn Jonny Greenwood, eldri bróðir hans bassaleikarinn Colin, gítarleikarinn Ed O´Brien og loks trommarinn Phil Selway. Hljómsveitin þurfti fljótlega að skiptasér upp því meðlimirnir hennar fóru í mismunandi skóla en þeir koma aftur saman 1991. Ekkert gerðist hjá hlómsveitinni á þessum árum nema að hún fékk litlar undirtektir allstaðar þarsem hún kom fram. Það var ekki fyrr en lagið Creep kom fram árið 1993 að hljómsveitin fékk einhverjar undirtektir og þá beggjavegna Atlandshafsins. Lagið og fyrsta platan þeirra Pablo Honey varð strax vinsæl í Bandaríkjunum og Bretlandi. Creep varð á svipstundu gríðarvinsælt, enda 90% Bandaríkjamanna sem fundu sjálfan sig í textanum.
1995 kom svo út önnur plata Radiohead, The Bends. Var henni lofað í hástert af gagnrýnendum um allan heim. Það varð þó OK Computer sem setti Radiohead endanlega á kortið og gerði hana að þeirri hljómsveit sem hún er í dag. Platan sem kom út árið 1997 varð samdægus ein af bestu plötum 10 áratugarins og hlaut hún grammyverðlaun sem besta besta rock frammistaðan. Radiohead höfðu þróast gríðarlega frá því þeir gáfu út sína fyrstu plötu og er hægt að segja að þeir höfðu komið með eitthvað nýtt inní rokkheimin og orðið framsæknasta rokksveit nútímans líkt og Pink Floyd var á sínum tíma.
2000 kom út ný plata Kid A, sýndu Radiohead að þeir neituðu að falla í hina venjulegu formúlu. Heldur héldu þeir áfram að þróast og koma með eitthvað nýtt, platan varð álíka vinsæl og OK en ekki eins hátt skrifuð hjá gagnrýnendum líkt og hún hafði verið, en hverjum er ekki sama hún var eitthvað sem aðdáendur hljómsveitarinnar fíluðu í botn líkt og hinar plötunar. Það var hinsvegar fimmta platan sem var eitthvað til að kvarta yfir, Amnesiac (2001) var lítil breyting frá Kid A bara lélegri útgáfa og héldu sumir að hljómsveitin væri búinn að missa þennan gríðar háa standar sem hún hafði með útgáfu OK. Það varð ekki raunin, síður en svo því í fyrra kom meistaraverkið Hail to the Thief og fangaði hún alla þá gömlu aðdáenduna aftur. Með Hail to the Thief hefur Radiohead farið aftur til fyrri afreka en með nýjum hljómi. Er platan rétt framrás í tónlistar ævintýri Radiohead.
Setjið Radiohead í tækið slappið af sérstaklega OK.
Radiohead er mikilvægasta rokkhljómsveit samtímans.