Auf Der Maur - Auf Der Maur
Í mars gaf Melissa Auf Der Maur sem hefur verið í hljómsveitum á borð við Hole og Smashing Pumpkins út sína fyrstu sólóplötu í Evrópu, hún kom þremur mánuðum seinna í Bandaríkjunum. Platan heitir einfaldlega “Auf Der Maur”. Með henni á plötunni spila John Stainer úr Tomahawk, James Iha sem var með henni í Smashing Pumpkins, alla þrjá meðlimi Kyuss, Brant Bjork, Nick Oliveri og Josh Homme sem einnig er í Queens of the Stone Age og Atom Willard úr hljómsveitum á borð við Moth.
Fyrsta lag plötunnar er lagið Lightning Is My Girl. Kraftleg bassalína og góður söngur einkenna lagið. Helsti galli þess er textinn, innihaldsrýr og pælingalaus. Þetta lag er fínt sem byrjunarlag en virkar alls ekki nógu vel, skemmtilegt sampl í endann á því. Followed in Waves fylgir strax á eftir, sem var seinni singullinn. Öll hljóðfæri vinna saman og gera lagið að skemmtilegri heild. Real A Lie var fyrri singúllinn og líklegast vinsælasta lagið á disknum. Grípandi og skemmtilegt lag sem virkar mjög skemmtilega á mig. Stórskemmtilegt hvernig gítararnir vinna saman og prýðismelódía í þessu lagi. Eins og í flestum lögum hennar er grípandi og skemmtileg bassalína. Fimmta lag disksins sem ber nafnið Taste You er mjög líklegt til að verða næsti hittarinn á plötunni, virkar allavegna eitthvað mjög útvarpslegt á mig.
Sá sem trommar á þessa plötu (líklegast nokkrir) kunna ágætlega til verka og er hljóðfæraleikur yfirleitt til fyrirmyndar. Platan er misþétt en yfirleitt virkar tónlistin alveg. Söngrödd hennar passar ágætlega við þessa tónlist og platan virkar mjög vel á mig í heild. Textasmíðar er líklegast það eina sem ég hef út á að setja, enda tilgangslausir og innihaldsrýrir. Platan fær þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.