Smashing Pumpkins – Mellon Collie and the Infinite Sadness
BILLY CORGAN: Producer, RythmGuitar, Lead Guitar, Piano, Synthezeiser, Mellotron og Vocals
JAMES IHA: Lead Guitar, Rythm Guitar, Vocals
D´ARCY WRETZKY BROWN: Bassi, Selló, Vocals
JIMMY CHAMBERLAIN: Trommur, Vocals
FLOOD: Producer
Fyrir mér er þetta hið fullkomna Line-up á fullkomnri tímasetningu.
Eftir meistara verkið (Siamese Dream 10/10) var hljómsveitin í meiri upplausn en nokkru sinni fyrr. Fyrri diskur sveitarinnar var frá útgáfudegi lofaður af öllum tónlistarfjölmiðlum hvar sem var í þessum víða heimi og það voru frá degi eitt, komnar spár um mikilvægi þessa disks, fyrir tónlistarsöguna, enda var daðrar við ýmis skonar titla í fyrirsögnum fjölmiðla, eins og t.d. “The finest alt-rock album of all times” og annað álíka, sem kom fram í fyrri grein minni um Graskerin
Þá er bara spurningin. Hvernig leikur maður það eftir?
Það er erfit að segja. Graskerin ákváðu bara að fara í stúdíóið og sjá hvað myndi gerast. Og þau gerðu það frá 12:00 til 24:00 á hverjum degi í sex mánuði og út kom
“Mellon Collie and the Infinite Sadness”
…..árangurinn segir sig sjálfur:
Smashing Pumpkins – Mellon Collie and the Infinite Sadness Diskur:
1 Mellon Collie and the Infinite Sadness - Corgan 2:52
2 Tonight, Tonight - Corgan 4:14
3 Jellybelly - Corgan 3:01
4 Zero - Corgan 2:40
5 Here Is No Why - Corgan 3:45
6 Bullet With Butterfly Wings - Corgan 4:17
7 To Forgive - Corgan 4:16
8 An Ode to No One - Corgan 4:50
9 Love - Corgan 4:21
10 Cupid de Locke - Corgan 2:50
11 Galapogos - Corgan 4:46
12 Muzzle - Corgan 3:44
13 Porcelina of the Vast Oceans - Corgan 9:21
14 Take Me Down - Iha 2:52
15 Where Boys Fear to Tread - Corgan 4:22
16 Bodies - Corgan 4:12
17 Thirty-Three - Corgan 4:10
18 In the Arms of Sleep - Corgan 4:12
19 1979 - Corgan 4:25
20 Tales of a Scorched Earth - Corgan 3:46
21 Thru the Eyes of Ruby - Corgan 7:38
22 Stumbleine - Corgan 2:54
23 XYU - Corgan 7:07
24 We Only Come Out at Night - Corgan 4:05
25 Beautiful - Corgan 4:18
26 Lily (My One and Only) - Corgan 3:31
27 By Starlight - Corgan 4:48
28 Farewell and Goodnight - Corgan, Iha 4:22
MCIS á að tákna sólarhringin, sem útskýrir kannski heitin á diskunum tvem sem geyma þessi tónverk. Sá fyrri heitir “Dawn till Dusk” sem táknar þá sólarupprás til sólseturs, og geymir fyrstu 14 lögin á meðan sá seinni svarar undir nafninu
“Twilight to Starlight” og táknar hann nóttina (og stjörnubirtuna) fram að morgni.
Til að gera sem mesta hringrás hefur Billy ákveðið að láta diskana byrja á Dawn til Dusk, sem hefst með einu fallegasta píano lagi sem ég hef heyrt, sem deilir titli með yfirheiti disksins, það er að segja “Mellon Collie and the Infinite Sadness” þar sem sólin vaknar og gægir syfjuð, forvitnu auga yfir á dreymandi, litríku (og ögn geðtrufluðu) veröld Corgans.
Tekur hann svo sama stef og er notuð fyrir þessa unaðslegu vekjaraklukku, í enda “Twilight to starlight á laginu Farewell and goodnight” á kassagítar og Mellotron sem “outro” til þess að merkja að sólin sé aftur á leiðinni upp á yfirborðið eftir eina af mögnuðustu tónlistarupplifun sem hver upplýstur hlustandi hefur þá farið í gegnum. Þá er bara byrjað aftur á Dawn till Dusk og hugurinn fer aftur að reyka um Draumórakend lönd og litadýrð, og klukkutímarnir hverfa hver á eftir öðrum.
Þetta er amk. Mín reynsla með “Mellon Collie and the infinite sadness”, enda hef ég eytt heilu nóttunum með hans félagskap einum, undir mismunandi undirtektir, skóla, vinnu og foreldra…
En svona til að snúa mér að “Staðreyndum” þá var mjög mikið sem hafði breyst á eftir Siamese Dream tímabilið. Skriftarstífla Corgans, (sem hefur nú ekki verið það mikil, ef marka má lagasmíðarnar á disknum sem var smíðaður með henni) er hér gjörsamlega farin og Goðið komið á gott skrið í sköpun nýrra laga. Eiginlega aðeins of gott skrið, þar sem hann samdi í kringm 50 lög fyrir þennan disk og James Iha í kringum 13. Eins og sést komust aðeins 24 af þeim sem þeim leist best á.
Ef það hefði ekki verið fyrir magnaða frekju Corgans, þá hefði Virgin plötufyrirtækið eflaust fengið sýnu fram og sett aðeins 10 catchy´ustu lögin á einfalda breiðskífu og selt svo restina sem seinni breiðskýfur og B hliðar til þess að mjólka sem mestan pening útúr Goðinu og trúföstum aðdáendum hans.
Það verður að segjast að þau voru vöruð við. Það voru minnsta kosti Fantakrilljón manns, í kringum hljómsveitina, sem voru tilbúin með yfirlætislegt “I told you so!” þegar þessi TVÖfalda breiðskífa myndi kúka á sig og velta sér svo um í skítnum í sölu.
MCIS er nefnilega oft talin ein allra hrokafyllsta plata 10. áratugsins. Tími tvöfaldna breiðskífa var dáin. Jafnvel þegar hann var voru það einungis þeir ALLRA stærstu sem gátu sett svona mikið efni út í einu og ætlast til að nokkur neytandi með örlitla sjálfsvirðingu, myndi láta sjá sig kaupa þessi massívu tónverk. Þeir sem hafa gert þetta eru meðal annars:
Pink Floyd: The Wall
Led Zeppelin: Physical Grafitti
The Beatles: The White Album
The Who: Tommy
Elton John: Goodbye Yellow Brick Road (var tvöfaldur vínill)
Guns N´ Roses: Use Your Illusion I & II (komu út á sama degi)
Eins og hér sést eru þetta einungis “gullaldar” hljómsveitir sem voru á nokkurn vegin á hápunkti síns ferils. Þetta tíðkast ekki í dag! Sem er mikil synd, því að allar þessar plötur eru ómissandi í hvert safn. Að leika þetta eftir í 10. áratugs Mainstream Alternative Rock senuni er meira en lítið afrek. Það er fífldjarft og hrokafullt! En eins og sagan sýnir þá gátu graskerin leikið þetta eftir með stæl og komið helvíti vel út bæði tónlistarlega og sölulega (MCIS hefur selst í ca. 9,5 milljónum) og það eru mjög fáir, ef nokkrir, sem gætu hugsanlega dreymt um að afreka það sama.
Það sem gerði kannski aðal munin á milli Siamese Dream og MCIS er að það er búið að skifta út grallaranum Butch Vig út fyrir þann hugjsónamikla breska snilling er Flood kallast, til að sitja við takkana. Hann er að öllu leyti mun hæfari en Butch Vig til þess að lúmsklega stjórna hrokafullum, stjórnunarbrjálæðingum í sína átt. Hann er einnig alls ekki nýr á kortinu enda hefur hann producað fyrir ekki ómerkari hljómsveitir en:
U2,
Nine Inch Nails,
PJ Harvey,
Depeche Mode,
Nick Cave og
Soft Cell, svo að eitthvað sé nú nefnt.
Flood, eða Mark Ellis, eins og hann var nú skýrður, hafði þann einstaka eiginleika að geta fengið Corgan til þess að slaka á stjórnseminni og fullkomnunar áráttuni og láta hlutina bara einhvernvegin fljóta í gegn. Þetta er akkúrat andstæðan við andrúmsloftið sem ríkti við smíðar og upptökur á Siamese Dream, þar sem allt gekk út að hafa það nákvæmlega eins og hann vildi það og þegar fólk gat ekki gert það akkúrat þannig, þá gerði hann það sjálfur.
MCIS er mun afslappaðri diskur en Siamese Dream og finnst mun meira af hljómsveitinni sem heild og öllum einstaklingum sem hana prýða. MCIS gengur ekki út á fullkomnum. MCIS er um sólarhringin og allar þær tilfiningar sem spinnast um í honum og tilfiningar eru fjarri því að teljast fullkomnar. Það er mikið um kassagítara, píanó, mellotron og synthesizera og selló á þessum disk, sem gerir hann mun víðtækari þegar kemur að meginhljómi yfir allan diskin, sem mér fannst kannski skorta á Siamese Dream. Fannst alltaf aðeins of fast thema yfir honum, hljóðlega séð, það er að segja.
Hljóðfæraleikur er eins og ég hef nefnt alveg rosalega fjölbreyttur og hugmyndaríkur. Það má segja að MCIS taki það besta úr bæði Gish og Siamese, með að taka þéttleikan og riffsmíðasnilld Síamska draumsins og síðan draumórakenda lead Gítar hljóma, sem óma lúmskt bakvið megin uppbyggingu lagana, sem gefur þeim honum ákveðin guðdómleika, (finn því miður ekki betra orð til að lýsa því) og bæta svo sólarhrings themainu við ofan á meistaralega tónsmíði og snilldarlega hljóðfæralega frammistöðu ALLRA meðlima graskersins, bæði sem heild og einstaklinga.
Eitt af því sem ég er sérstaklega ánægður með er hvað allir hafa stóran hlut að leika hérna. Sérstklega þó D´arcy og James, sem voru lítið meira en áhorfendur á seinasta disk. Þau syngja bæði á hinu æðislega “Farewell and Goddnight” þar sem Graskerin koma öll saman og syngja eitt vers hver (þrátt fyrir misjafna sönghæfileika) þar sem þau koma og kveðja og bjóða góða nótt áður en rússíbanin byrjar aftur á Dawn to Dusk. Þetta er hápunktur einlægninar.
Jimmy stendur sig enn og aftur eins og hetja með Meistaralegri frammistöðu sinni í gegnum diskin, sem er orðin aðeins meira áberandi en hún hefur verið, en hann nær samt að halda sínum stað sem trommari, en ekki stjarna disksins, sem er eiginleiki sem Corgan kunni augljóslega mjög vel að meta.
Söngur Corgans er á allra kannta betri, ef ég má taka það gróft til orða, heldur en á fyrri diskum. Hann er ekki nærrum því eins fínnpússaður og stjórnaður og fyrr og á hann það til að sleppa sér gjörsamlega með hástrungnum öskrum af einskærri innlifun (XYU) til að humma angstlega inn á kassetuupptöku sem verður svo smellt beint frá kassetuni og yfir á diskin án neinnar fínpússunar (Stumbleine).
Þetta eru nokkrir hlutir sem hinn fullkomnunaráráttu-smitaði front-maður graskeranna hefði aldrei látið sér detta í hug á fyrri verkum þeirra.
Lögin eru eins misjöfn og þau eru mörg, það er ekki hægt að segja annað. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi diskur getur verið fjölbreyttur, en samt aldrei misst þessa Mellon Collie áru sem heldur þeim öllum saman sem einni rosalegri heild. Það er allt frá eylíft lifandi hitlögum eins og t.d. Tonight, Tonigh, Thirty-three og popparan 1979 í óstjórnandi reiði og biturleika í hinum öskrandi XYU, Tales of a Scorched Earth, Love og þaðan yfir í virkilega lúmskar bitrar ballöður eins og hana um Lily (My one and only) sem er algert meistaraverk.
Þetta er alveg snilldarlega útsett lag, sem minnir mig pínu, á gamalt jolly bítla lag, sem fjallaði um að drepa litla stelpu. Þetta er afar einfalt sætt acoustic lag um hvernig Corgan situr upp í tré og er að horfa á skugga útlínur af stelpuni sem hann var hrifin af í gegnum gluggatjöldin hennar og þegar lögrleglan kemur og dregur hann í burtu, þá kemur þetta:
“Oh Lily, I know you love me
Cause as they’re dragging me away,
I swear I saw her raise
Her hand and wave
(Goodbye)”
Svo má nátúrulega alls ekki gleyma systra ballöðunum “By Starlight” og “Galapagos” sem eru einar þær fallegustu sem maður heyrir í þessum geira, ásamt draumórakendu 9 mínútna ballöðunni um eyjuna handan við The Vast Ocean , sem nefnist Porcelina.
“As far as you take me,
That´s where I believe,
the realm of soft delusions,
floating on the leaves…
…Porcelina of the Oceans blue”
Lögin sem standa uppúr eru:
DAWN TO DUSK:
Mellon Collie and the Infinite Sadness
Tonight, Tonight,
Bullet with Butterfly Wings,
To Forgive,
Love,
Cupid De Locke,
Galapagos
Porcelina Of The Vast Ocean
TWILIGHT TO STARLIGHT:
Thirty-Three,
In The Arms of Sleep,
1979,
Thru the Eyes of Ruby,
Stumbleine,
XYU,
Beautiful,
Lily (My one and only),
By Starlight,
Farewell and Goodnight.
Og JÁ, þetta er úrdráttur úr bestu lögunum, en ekki aðeins öll login endurskrifuð. Það eru það mörg ógleymanleg lög á þessum diskum að ég gæti ekki hugsað mér að sleppa einu af þeirra.
Hér eru nokkrir erlendir dómar af þessum diskum, sem ætti að gefa fólki aðeins betra heildarinnblik inn í hann:
9,5 IGN
4,5/5 Yahoo
5/5 Amazon.com
5/5 Collin Ainge - “Quite simply the greatest rock album ever”
5/5 Sam Peisner - “The Greatest Album of the 90´s”
A+ geocities.com
Ég veit ekki hvað það er, en það er eitthvað við þennan disk sem bara smellur svo langt inn til fólks, því um leið og fólk, og með “fólk” þá meina ég upplýstir tónlistaraðdáendur, gefa sér tíman til þess að upplifa þetta meistaraverk án þess að gera neitt annað og virkilega pæla í honum þá held ég að ég geti persónulega talað fyrir alla, sem hafa það gert, að þá er ekki aftur snúið.
Þannig að ég bæti stoltur minni einkun inn í þennan myndarlega lista.
Crestfallen 11/10
Ps. Stay tuned for “Adore”