Bestu tónleikar sem ég hef farið á eru Sigur Rósar tónleikar, svona eins og að upplifa himnaríki í tæpa tvo tíma. Reykelskisilmur, kerti, pakistönsk teppi og Jónsi á táslunum að spila með fiðluboganum á gítarinn. En það eru bara Sigur Rós, ef einhver önnur hljómsveit, nánast sama hver, hefði verið að spila á sömu tónleikum hefði það án efa ekkert verið varið í það. Bönd eins og Kiss, U2, Queen o.fl. hreinlega þurfa að hafa show, þó svo að músíkin sé mjög góð.
Ég ætla að leyfa mér að efast um að 5 milljónir hafi komist á Wembley, þetta hafa að öllum líkindum verið 500 þúsund. Fyrsta heimsmet sem sett var í fjölda tónleikagesta var þegar Bítlarnir spiluðu á Shea Stadium 1965 í USA fyrir u.þ.b. 60.000 manns (bara í stúkum).
Ég hef líka farið á Radiohead tónleika og þeir voru eiginlega líka bestu tónleikar sem ég hef farið á, það er bara allt annað að standa í hrúgu með einhverjum tugum þúsunda, ekki alveg sama sælan… Radiohead eru t.d. ekki þekktir fyrir að vera með mikið show og eiginlega sem betur fer, það bara fer ekki hvaða bandi sem er.
áttu við að “Reykelskisilmur, kerti, pakistönsk teppi” sé ekki ákveðið show. Ég fór á Sigur Rós á alveg versta hugsanlega stað, í félagsheimili á Vopnafirði, hörmulegt hljóðkerfi. Síðan voru eiginlega engir á þessum tónleikum nema ég, kærastan mín, vinkonur hennar, Óli Palli og fjölskylda hans og nokkrar aðrar hræður, ég var næstum sofnaður þarna og þetta kom mér algjörlega úr stuði fyrir Hofsballið seinna um kvöldið (meðlimir Sigur Rósar voru í fullu fjöri á því balli) en samt féll ég algjörlega fyrir Sigur Rós þetta kvöld.
0
Jú jú, þú getur alveg kallað það sem Sigur Rós gerir show… mér finnst það bara vera meira svona stemmning, skiluru? Ég hef séð Sigur Rós spila frammi fyrir 15.000 manns (held ég) í Köben, og það var alls ekkert í samanburði við t.d. Fríkirkjuna. Vissulega þarf hljóðkerfið að vera mjög gott, en það hefur samt örugglega verið mjög gott að vera í félagsheimilinu á Vopnó… maður fer nú ekki á Sigur Rósar tónleika til að komast í djammfílinginn! Hvenær voru þeir annars að spila á Vopnó?
0