Smashing Pumpkins – Gish Saga:
Smashing Pumpkins:
Billy Corgan: Lead/RythmGuitar, Vocal
James Iha: Lead/Rythm Guitar
D´arcy Wretzky: Bassi, Vocals
Jimmy Chamberlain: Trommur
Producer: Billy Corgan, Butch Vig
Já svona leit line upið út árið 1990 –1991 þegar Graskerin fóru út í smíðar á sínum fyrsta disk, í samvinnu við Virgin fyrirtækið, og hélst hún út næsta disk þeirra einnig.
Alveg frábær samansetning af hæfilaikaríku fólki frá mismunandi tónlistarlegum uppruna eins og ég nefndi í greinini á undan sem fjallaði um upphaf bandsins.
Jafnvel Butch Vig lætur mikið púður í þennan disk, í bæði upptökur og útsetningu (fyrir Noname band, það er).
En hann hefur producað meðal annars fyrir: Nirvana, Korn, House of pain, Catherine, Nine Inch Nailes og Ash, svo eitthvað sé nefnt. En hann er alveg ólærður í þessum bransa og lærir bara af reynluni og mistökunum (sem hafa að vísu verið nokkur :S)
Strax í byrjun var fólkið í kringum diskin að verða var við sérvisku Corgans fyrir utan röddina og meistaralega lagasmíði hans.
Goðið átti nefnilega við nokkur alvarleg “yfirgefunar” (abandonment) vandarmál að stríða, þar sem hvorugir foreldrar hans vildu hann og sendu hann til að búa hjá fyrrverandi konu pabba síns og syni hennar. Þetta þykir kannski ekki það óalgent í þessum grimma veruleika nútíma heims, en það sem gerði þetta tilvik sérstaklega slæmt, var að báðir foreldrar hans áttu heima (í sitthvoru lagi) aðeins 10 mínútna spöl frá honum og fólkinu sem hann bjó með og þau heimsóttu hann aldrei og heilsuðu ekki einu sinni ef hann rakst á þau, sem hlýtur að hafa gerst nokkuð oft þar sem þau áttu öll að hafa búið í sama hvervi.
Meðal annars þetta, leyddi til að hetjan okkar þjáðist af þunglyndi og öðrum geðrænum örðugleikum eins og til dæmis sá að vera í alvarlegu sambandi við leiðindar rolluna “Courtney Love” áður en “Kurt Cobain” kom og hirti upp leifarnar hans (Mín skoðun, engin leiðindi meint útí Kurt eða Nirvana) sem gerði að það var meira en lítið erfit að vinna með honum. Og átti hann til að stoppa í miðju lagi, á tónleikum, og fara á það sem kallast “Lyrical Rampage”, semsagt einhverskonar munnflæði.
Undirritaður á einmit afar sjaldgæfa Tónleika af Gish túrnum þar sem goðið shussar á ala til að hætta að spila á hápunkti Rhinoceros og segir eftir farandi:
“Shhh, shhh. Theres is no need to make noise to drown out the voices in our heads!
Yes?
Yes?
Yes?
Yes?
…Who the fuck are you to knock at my door at Christmas time!?”
Hvað getur maður sagt við svona? Maðurinn er einfaldlega snillingur.
Smashing Pumpkins – Gish Diskur:
1 I Am One - 4:07
2 Siva - 4:20
3 Rhinoceros - 6:32
4 Bury Me - 4:48
5 Crush - 3:35
6 Suffer - 5:11
7 Snail - 5:11
8 Tristessa - 3:33
9 Window Paine - 5:51
10 Daydream - 3:08
Gish er blanda af Alternative Goth pop/rock´i með hint af þessari unaðslegu Corgan –pschycadelliu af og til, sem má best heyrast á Rhinoceros, Suffer og Daydream.
Það verður að segjast að Corgan taki áhættu á þessum disk, með að víkja oftast (Langt) fyrir utan mainstream alternative rock smíði og gera space´aðar tæp sex mínútna Goth ballöður um blóm, á frumraun sinni eins og má heyra á
“Snail” – “What are you waiting for? Flowers taste the sunshine!!!”
Gish er hörku frumraun sem stóð vel undir væntingum Virgins og meira til. Gish getur stolt montað sig af 3 slögurum, sem fengu vænlegar móttökur í alternative senuni í Chicago og útum allan heim. Það eru fyrstu 3 lögin sem fengu þennan vafasama heiður að teljast “Hit” lög, en fyrstu tvö af þeim leiðast mér alveg óskaplega. Þótt að ég sé nú mikill aðdáandi.
Hljóðfæra leikur er óútsetjanlegur, en mætti vera ögn fínpússaðri. Corgan og Iha standa sig eins og hetjur í að fá þessa yndislegu alternative Goth pop/rock stemmingu yfir diskin með lúmskum Lead Guitar riffum, sem óma draumóralega í gegnum mest allan diskin í góðri samvinnu við einfalda bassataktana. Rödd Corgans er seyðandi og sjokerandi í senn, í gegnum flest lögin og gefur disknum (og hljómsveitinni) sterkt kennimerki fyrir múgin að þekkja þau á. Hann er að vísu ekki alveg að standa sig þegar kemur að harðari lögunum, t.d. “I Am One” og “Siva” þar sem hann hefur ekki lært að beita einlægninni og kraftinum í hraðari rock-köflunum. En það er hann snöggur að læra á næstu breiðskífu sem ég mun fjalla um næst.
Samt sem áður má aldrei gleyma að nefna undrabarnið Jimmy Chamberlain, þegar fjallað er um hljóðfæraleik graskerana, því að trommurnar eru hreint út sagt magnaðar. Hann Jazzar upp hvert lagið á eftir öðru með snilldarlegum og fjölbreytum trommutöktum og á það til að spila grunn-melódíuna undir þeim hinum, án þess að gera sig að stjörnu lagsins. Nær að halda sig til baka og leyfa laginu að eiga sig en samt ná að skila meistaralegri frammsitöðu.
Diskurinn stóð sig vel í sölu, þrátt fyrir litlar væntingar. Gish seldist í rúmum milljón eintökum (ath. Þetta er byggt á eldgömlum tölum) og með því voru graskerin farin í sinn fyrsta heimstúr, meða annars til Japans.
Það er augljóst fyrir hverjum sem hefur stúderað þetta Rock tímabil að Gish slær sig útúr fjöldanum og frá þessari Mainstream Grunge senu sem Nirvana voru að fæða á svipuðum tíma.
Graskerin voru meðal annars undir áhrifum af Cheap trick, The Cure og Black Sabbath á þessum tíma og blönduðu þessum áhrifum saman í snilldarlegan Corgan blandara, á meðan Nirvana t.d. voru meira að setja pönkið í söluvænlegri búning fyrir vilta kynslóð, en það verður hver að gera upp sína eigin skoðun á því máli.
Lögin sem standa klárt uppúr að mínu mati eru: Rhinoceros, Crush, Suffer, Snail og Daydream.
8,5/10
Crestfallen
Ps. Stay Tuned for “Siamese Dream”