Dave grohl fór í pönkhljómsveitina Scream á unglingsaldri sem trommari. Síðan árið 1990 eftir tónleikaferð hjá hljómsveitinni hætti Dave í Scream og fór þá svo til hljómsveitarinnar Nirvana einnig sem trommari. Á meðan hann var þar samdi hann fullt að lögum sjálfur fyrir sig. Svo árið 1994 dó Kurt Cobain og fljótlega eftir það hætti Nirvana.
Haustið 1944 fór Dave Grohlí stúdíó og lét taka upp lögin sem hann hafði samið. Hann spilaði á öll hljóðfærin á plötunni. Hann gerði 100 eintök og gaf vinum og vandamönnum. Upptökufyrirtækin voru ekki ánægðir með það. Þessi plata kallaðist Foo Fighters.
Seinna sama ár ákvað Dave að stöfna hljómsveit sem hann skírði Foo Fighters. Hann fékk þrjá aðra meðlimi með sér í hljómsveitina. Þetta var Pat smear (gítar) fyrrverandi meðlimur pönkhljómsveitarinnar Germs og Nirvana. Hann spilaði t.d á Unplugged disknum með Nirvana. Einning fékk Dave Grohl með sér: William Goldsmith (trommur) fyrrum meðlimur Sunny Day Real Eastate og Nate Mendel sem einnig var í Sunny Day Real Eastate. Goldsmith hætti svo í hljómsveitinni við upptöku plötunar Color And The Shape. Hann hætti í henni því að Dave Grohl ætlaði að tomma plötuna. Thaylor Hawkins fyrrum trommari Alins Morrissette kom svo í staðin fyrir hann árið 1997. Einnig hætti Pat smear og Franz Stah fyrrum gitarleikari pönkhljómsveitarinnaar scream kom í staðinn. Síðan árið 1999 kom Chris Shiflett gamall gítarleikari pönkhljómsveitarinnar No Use For A Name í staðinn fyrir Franz Stahl.
Foo Fighters komu svo hingað til lansins í byrjun vetrar árið 2003. Þeir héldu mjög góða og vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll.
Fyrir neðan er svo um tónleikana hérna á Íslandi!
Tónleikarnir byrjuðu á því að bandaríska hljómsveitin My Morning Jacket og Íslenska hljómsveitin Vínill hituðu upp.
Spennan var mikil og sumur áhorfendur byrjaðir að kalla Foo Fighters upp í miðri upphitun. Eftir hana var löng bið því Foo Fighters lét greinilega bíða eftir sér. En svo loksins steig Dave Grohl (söngvari, gítarleikari hljómsveitarinnar) upp á sviði við mikin fögnuð.
Hann sagði áhorfendum frá því þegar þeir fóru út að borða á Stokkseyri. Þá heyrðu þeir í hljómsveit á hljómsveitaræfingu. Þetta var unglingahljómsveitin Nilfich. Foo Fighters gaurarnir bönkuðu upp hjá þeim og spiluðu þeir svo aðeins saman. Síðan spurðu þeir meðlimi Nilfich hvort þeir vildu taka eitt lag á tónleikunum sem þeir svo gerðu.
Eftir það kom svo Foo Fighters upp á sviðið og var þeim mikið fagnað. Þeir tóku 17 lög og er nuna komin hljóðupptaka af tónleikunum á dvd disknum: Everywhere but home með Foo Fighters. Þetta voru mjög góðir og vel heppnaðir tónleikar við mikla stemningu áhorfenda. Á tónleikunum sagði Dave grohl að Ísland væri eitt svalasta land sem þeir höfðu komið til og að þeir ætluðu að koma hingað á hverju ári en reyndar ekki um vetur því þá er svo þvílíkt kalt hérna!
Lögin sem þeir tóku:
01. All My Life
02. The One
03. Times Like These
04. My Hero
05.Learn To Fly
06. Have It All
07. For All The Cows
08. Breakout
09. Generator
10. Stacked Actors
11. Low
12. Hey, Johnny Park!
13. Monky Wrench
14. Aurora
15. Weenie Beenie
16. Tired Of You
17. Everlong