Ég hlusta á allar stefnur liggur við ég ætla hér að telja upp það sem hefur opnað augu mín fyrir nýjum stefnum.
Ég hef alltaf haft tónlistarsmekk og byrjaði ungur að herma eftir Elvis Presley í útvarpinu (ég bjó út á landi og náði ekki bylgjunni, BARA gufan allan daginn) svo kom Queen æðið á landann og allir keyptu Greatest hits diskanna þeirra, mín fjölskylda var engin undantekning. Ég hafði alltaf hlustað á Led Zeppelin því að Pabbi átti plöturnar (áttum ekki cd-spilara).
Svo flutti ég í bæinn 10 ára gamall og þá fyrir alvöru fór smekkkurinn að þróast í allar áttir:
Rokk:
Jimi Hendrix, Rolling Stones, Nirvana o.fl.
Hip-Hop:
Fyrst þegar ég hlustaði á Snoop doggy dogg þá fannst mér takturinn catchy, svo seinna meir þegar ég náði textunum þá fannst mér rapp bara langflottast, Cypress Hill fylgdi fast á eftir.
Elektrónísk tónlist:
Ég var lengi vel á móti tónlist sem var búin til með einhverskonar tölvu, ég var auðvitað ungur og vitlaus, en þegar ég heyrði New forms diskinn með Roni Size og Reprazent þá varð ekki aftur snúið, ég virkilega elska gott dnB en það er auðvitað fullt af rusli gefið út eins og í öllum tónlistarstefnum, but keep an open mind, það er mitt mottó varðandi tónlist. Allt sem Metalheadz gaf út um svipað leyti var líka undir geislanum.
Hart rokk:
Það er mín skoðun að ef maður fer að hlusta á hart rokk þá fer maður alltaf yfir í harðara og harðara, ég vill endilega benda fólki sem er að setja út á Andlát á það að ef þið eruð að hlusta á eitthvað sem kalla mætti hart í augnablikinu þá eigið þið eftir að skipta um skoðun varðandi Andlát, ég er frekar nýlega farinn að hlusta á hardcore - emo - metal pakkann, þó svo að ég hafi hlustað á AC/DC og Metallica þegar ég var yngri þá tel ég það aldrei með sem eitthvað hart.
Þegar Mínus vann Músíktilraunir 1999 þá fannst mér tónlistin þeirra bara vera garg, en núna er é galveg að fíla þá, það sama held ég að eigi eftir að koma fyrir hjá mörgum sem eru að dissa Andlát núna, þeir eiga eftir að sjá að sér.
Blús:
Það er mín skoðun að blús sé með því sem mætti kalla æðri-tónlistarstefnum því að blús hefur haft áhrif á, ekki bara einhverja einstaklinga, heldur heilu tónlistarstefnurnar.
Það sem kom mér á bragðið með blús eru sennilega bara gamlir rokkarar sem urðu fyrir áhrifum frá gömlu blúsmeisturunum t.d. Led Zeppelin sem voru með svakaleg blúsáhrif í lögunum sínum, en það sem fékk til þess að kaupa fyrsta blúsdiskinn minn var gömul upptaka með Rolling Stones frá því að þeir voru ungir, að blúsa, og þá er ég ekki að tala um rokk með smá blúsáhrifum heldur pure blús, Jagger með munnhörpuna að brillera og Brian Jones með honum, ég keypti mér Best of Muddy Waters, því Stones sögðu að hann væri einn af áhrifavöldum sínum, og ég er háður góðum blús í dag, alltaf góður þegar manni líður ekki vel, til þess að láta manni líða verr, en samt vel…. ef þið skiljið :)
-Pixie