20. apríl 1992 Wembley
Fram komu:
Brian May
Roger Taylor
John Deacon
Metallica
Guns N' Roses
Extreme
George Michael
Elton John
Spinal Tap
Roger Daltrey (Who)
Tony Iommi
Zucchero
Seal
Paul Young
Robert Plant (Led Zeppelin)
Lisa Stansfield
David Bowie
Mick Ronson (Spiders from Mars)
Liza Minelli
Ian Hunter (Mott the Hoople)
Bob Geldof
Def Leppard
Merkilegasti tónleikaviðburður síðasta áratugar.
Ætli ég sé ekki að gleyma einhverjum? U2 kom fram í gegnum gervihnött, líka S-Afrísk hljómsveit sem ég man ekki hvað hét, Montserat Cabelle (spænsk óperusöngkona sem söng með Freddie á plötunni Barcelona) átti að vera í beinni útsendingu frá Barcelona en tæknivandræði komu í veg fyrir það.
Fyrrihluti tónleikanna fór þannig fram að hljómsveitir komu fram og sungu sitt eigið efni en í seinnihlutanum þá komu eftirlifandi meðlimir Queen fram með ýmsum tónlistarmönnum, bæði úr hljómsveitunum sem höfðu áður leikið og öðrum.
Í miðpunkti tónleikanna kom Elizabeth Taylor fram og talaði um hættuna af alnæmi.
Á milli atriða komu myndskeið með Freddie og Queen, sumt voru myndbönd en flest var tekið úr heimildarmyndinni “The Magic Years”. Atriði frá Live Aid (held ég) vakti mesta lukku, Freddie að gera raddæfingar með áhorfendum, áhorfendur á Wembley 85 og 92 sungu saman í raddæfingum Freddie.
Sumum finnst kannski Spinal Tap skrýtið val á þessa tónleika en það útskýrist af því að þeir voru á tónleikaferðalagi á þessum tíma (held sínu fyrsta og eina) og þar að auki var Queen hljómsveit sem þeir gerðu mikið grín af.
Tónleikarnir voru gefnir út á myndbandi á sínum tíma en öll myndskeiðin með Freddie voru klippt út og ég held líka eitthvað fleira. Eitthvað af lögunum hefur verið gefið út, þaðan er “Five Live” með Queen, George Michael og Lisu Stansfield líklega merkilegast.
<A href="